Vikan


Vikan - 29.09.1983, Side 47

Vikan - 29.09.1983, Side 47
ævinlega gera þaö. Hann elskar mig. Viö höfum farið langt saman. í okkar tilviki mun aðskilnaðurinn gera ást okkar ríkulegri, sam- vistir hefðu eyðilagt hana. Hann ferðast og heldur fyrirlestra, ég kenni og við skrifum hvort öðru bréf. Eftir fáeina stutta mánuöi verðum við aftur saman. Ég mun elska hann heitar fyrir að ég verð óháð honum. Hann mun elska mig heitar, hugsa ég, vegna þess að ég verð þá oröin betri manneskja að elska. Þetta er æsandi. Eftir þrettán ára hjónaband lítur út fyrir aö við séum að byrja á nýjan leik. Og ég elska börnin mín. Ég elska þau nóg til að vita, til að sætta mig við þá vitneskju, aö þær stundir eiga eftir að renna upp að ég hata þau, þau hata mig, við vekjum sorg og grát hvert hjá öðru. En yfirleitt á ég eftir að drekka ánægö í mig gleðina yfir að búa með þessu unga fólki. Ég elska stjúpdætur mínar. Já, ég hef klifið nægilega hátt til aö geta sagt hreinskilnislega að ég elska þær. Það verður athyglis- verð reynsla að búa með Caroline. Ég hlakka til aö deila lífinu með henni. Það er greinilegt að mér þykir vænna um hana — elska hana meira — en Cathy. Það hefur ævinlega verið þannig. En ég er ekkert gröm við Cathy og ég held að hún sé ekki gröm viö mig. Ef til vill, þegar Cathy kemur aftur hingað einhvern daginn tekur hún Adam og Caroline tekur Lucy og þau fara í bíó, sitja og borða popp- korn og hlæja saman, og ef til vill, fyrst þau geta aldrei verið eins og systkini, ef til vill verða þau vinir. Eg vona að þau auðgi líf hvert annars. Það yrði ákaflega gott. En svo mikið veit ég: þessu lýkur ekki hér. Samband okkar verður hvorki nú né nokkru sinni stöðugt, afmarkað, fullmótað. Við munum aldrei nokkru sinni búa við frið. Það verður ekkert ein- dregið. Það verður ævinlega breytingum undirorpið. Eg verð að muna það og ekki vera lang- rækin. Það er allt eins trúlegt að við stjúpdætur mínar deyjum fullar af hatri hver á annarri eins og við deyjum með ást hver til annarrar. I okkar sambandi er ekkert tryggt. Ég get bara notið góðra stunda og látið hinar sem vind um eyru þjóta. Lucy sofnaði í fanginu á Caroline. Það var mjög mikið. Núna, á þessum kalda janúar- morgni, tek ég upp snúinn blýbút- inn minn, finnsku spána mína, og sting honum í vasann. Það er hvergi annars staöar hægt að setja hann því það er búið að setja niður í allar töskur og loka þeim. Mig langar að taka spána heim með mér sem minjagrip, verndar- grip. Mig langar til að muna allt sem gekk á hérna, allt sem ég hugsaði um og fræddist um, öll þrepin sem ég kleif, líkamlega og í huganum. Mig langar til að hafa hana nálægt mér á einhverjum hversdagslegum staö þar sem ég rek augun stöku sinnum í hana. Mig langar til að hún hjálpi mér til að muna hversu langt ég er komin. Og ég vil að hún blessi mig ævin- lega og verndi á sinn stranga og skínandi hátt. Með kærleika klíf ég þrep tímans, það er enn svo langtaðfara. Endir. i V| nær til allra stétta og allra aldurshópa. Auglýsing í Vikunni nær því til \ " fjöldans en ekki aðeins takmarkaðra starfs- eða áhugahópa. VIKAX Auglýsingasími: 85320 UÓMA-RALLY1983 Þessi bíli, SUZUKI ALTO árgerð 1981, tók þátt í Ljómarallýi BÍKR í ágúst 1983 og varð í 8. sæti. 18 bílar tóku þátt í keppninni sem stóð í 3 daga. Eknir voru 1700 km um nokkra af erfiðustu vegum landsins svo sem Kjalveg, Fjallabaksleið, Kaldadal o. fl. Þess skal getið að bíllinn var óbreyttur frá verksmiðjunni nema að því leyti sem keppnisreglur krefjast, auk þess var hann með hlífðarpönnu. SUZUKIALTO Sparneytinn og sterkur Sveinn Egi/sson hf. Skeifan 17. Sími 85100 39. tbl. Víkan 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.