Vikan


Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 9

Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 9
„Good gracious me!” sagði kon- an þegar hún frétti að við værum frá íslandi, og það lá við að hún krossaði sig. Þvílíkar furðu- skepnur hafði ekki fyrr borið fyrir augu hennar — en svo náði hún sér vonum fyrr og gerðist hin hupp- legasta. Við höfðum numið staðar á stað sem við höfðum lesið á korti að héti Blaenarvon, en til þess að heyra hvernig svoddan væri borið fram sveif ég á þessa veslings konu sem var að hengja út þvott- inn sinn og spurði hana hvar við værum stödd. Aðrir sem við hittum duldu betur undrun sína yfir svo langt að reknum ferðalöngum og fásénum í Wales, en gegnumsneitt vakti það áhuga og velvild aö hitta Islend- inga. Ekki það að við skærum okkur úr fjöldanum aö útliti til, en þegar fariö var aö spjalla leyndi sér ekki lengi að hreimurinn var útlendur. Það er annars einkar þægilegt fyrir íslendinga aö ferðast um Bretland, þrátt fyrir þorskastríðin sem fæstir hafa hugmynd um nema Aberdeenbúar, Hullar- ar og Grimsbyingar og þeir eru löngu búnir að fyrirgefa okkur. Við föllum vel inn í fjöldann og ekki er málið okkur til trafala al- mennt. Viö kunnum að vísu að eiga erfitt með að skilja sumar mállýskurnar, en við megum bóka að þeir skilja okkur. Það er meira að segja ekki nærri alls staðar aö innfæddir telji okkur endilega út- lendinga — ég man eftir manni í Glasgow sem ég var búinn að tala við lengi þegar hann spurði allt í einu: „Areyoufromtheislands?” og öðrum sem ég hitti á pub í Bournemouth sem spurði: „Are you from up north? ” og í sjálfu sér hefði ég getað svarað hvoru tveggja játandi án þess að ljóstra því upp að ég væri ekki Tjalli. Annars er auðvelt fyrir okkur að skilja Walesmenn upp til hópa, því enn nota þeir velskuna mjög mikið í samskiptum sín á milli, svo þeir verða nánast að læra enskuna sér- staklega. Það hefur í för með sér að flestir ef ekki allir tala þessa gullaldarensku sem okkur er kennd í skólum hér heima og sumir kalla „drottningarensku” en aðrir „viðtekinn framburð”. Að mörgu leyti eru Walesmenn líkir okkur Islendingum. Þótt skiki þeirra af Stóra-Bretlandi sé að vísu mun ræktaðri og þéttskip- aðri en okkar eyja hér norður frá eiga þeir líka sína eyðifláka og heiðalönd — helsti munurinn er sá að þar er allt vafiö í grasi (sem sauðkindin er raunar búin að naga niður í svörð) en hvergi uppblást- ur að sjá. Og þeir eru vanir að vinna hörðum höndum og hafa ekki mikið að glepja fyrir sér, þeir iðkuðu til dæmis kvöldvökur rétt eins og við gegnum tíðina og þeir lásu húslestra. Og meðan við hokruöum á heiðarbýlum, krummaskuðum og hundrössum, þar sem varla var fræðilegur möguleiki að draga fram lífið, þræluðu þeir í námum fyrir sultar- laun við mikla áhættu og bjuggu í hreysum sem vafasamt er að telja fremri moldarkofunum okkar, þótt efnið væri yfirleitt eitthvaö varanlegra. Og kórsöng eru þeir viðlíka duglegir við og Islendingar og er þá mikið sagt — raunar voru þeir farnir að syngja í kórum meðan við vorum enn að draga seiminn á rímnastemmum. Mig hafði alltaf dreymt um að koma til Wales síðan ég las Grænn varstu dalur eftir Richard Llewel- lyn og hlustaði seinna á hana lesna sem miðdegissögu minnir mig í útvarpinu. Dýrðleg bók og full af þessum sérkennilega trega sem slær draumabláma á liðna tíð, samt með raunsönnum blæ. Og í fyrrasumar átti ég þess loks kost að byrja að láta drauminn rætast. Og viti menn: dalurinn er ennþá grænn. Þaö er raunar miklu einfaldara en maður hyggur. Sé farið um London kostar bílaleigubíll í ódýr- asta flokki — og fyrir tvo er meira en nóg að hafa sparneytna, lipra og sprettharða Fiestu í höndum — og flug ekki nema 10.735 krónur fyrir manninn í viku — 12.760 í hálfan mánuð! Gistingu geta menn svo hagað að geðþótta. Fín hótel kosta þetta 15—20 pund á mann — og þá meina ég fín. Ágæt hótel fást frá 8 pundum á mann og sveitagisting, bed & breakfast eins og þeir kalla það, eða árbítur og áning upp á íslensku, kostar frá 6 pundum á manninn. Og kannski er hún skemmtilegust. Og nú sá ég einhvers staöar aö einhver ferðaskrifstofa var að auglýsa sumarhús í Wales. Ég hefði ekkert á móti því að vera um kyrrt nokkurn tíma á stað eins og Tenby eða Manorbier — en meira umþaðseinna. I Kings Head Hotel í Manmouth er eitt af fínu hótelunum og hvergi höfðum við fengið jafnfínt og um leid ,,óhótellegt ” herbergi — med gluggum á þrjá vegu, svölum og frábœru útsýni. Að ofan: Plas Glansevin, sveitasetur í Llangadog sem breytt hefur verið í sumarhótel. Áður var það í eigu Lloydsœttarinnar. Hvergi höfum við fundið aðra eins kyrrð utan þá á islenskum fjöllum. Að neðan: St. Brides Hotel í Saundersfoot — stendur mjög fallega með útsýni yfir hvítan baðstrandarvog með skemmtisnekkjum — matur í sérflokki. Ertu búinn aö ákveða sumarferðina í sumar? Hvemig væri þá að hugleiða Wales ögn betur? Þú býður makanum með og þá gæti dæmið litið svona út: Flug og bíll: kr. 21.470. Sveitagisting: 4.700. Kaskó fyrir bílinn: 1.000. Normal bensínkostnaður í eina viku: 1400 krónur. Sam- tals: 28.570 eða 14.285 á mann. í hálfan mánuð væru þessir liðir í sömu röð: 25.520 + 9.400 + 2.000 + 2.800 = 39.720 eða kr. 19.860 pr. mann. 18. tbl. Vikan 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.