Vikan


Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 46

Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 46
II Framhaldssaga skipanir frá hinum hrokafulla Makarov — og núna þessi hljóðláti landi hans sem bauð honum aö rabba við sig og bar upp við hann hættulegustu bón sem hann haföi nokkru sinni fengið. „Þaö hlýtur þó að vera aö þeir láti Rússa koma í okkar stað ef þeir byggja eitt- hvað hernaðarlegt? ’ ’ „A endanum,” samsinnti Mydland. Hershöfðinginn hafði upplýst hann vandlega um þetta atriöi. „En hvað er bandspotti langur? Það veit enginn hvaö kann að gerast. Við veröum að fá upplýsingar á meöan við getum. ’’ Folvik sat þegjandi og drakk kaffið sitt. I þetta skipti veitti það honum enga vellíðunarkennd. „Eg endurtek þaö,” sagði Myd- land hljóðlega. „Þaö hugsar eng- inn verr um þig fyrir að neita.” „Gottogvel.” Oröin voru lengi að komast út. „Eg skal hjálpa. En hvar geymum viö loftskeyta- tækið?” „Anniefelur það.” „Eg verð líka að vita hvernig þaö starfar.” Núna heyrðist þrjóskutónn í rödd Folviks. „Það gæti eitthvað komið fyrir hana. ’ ’ „Það væri öruggara að skilja bara eftir skilaboð handa henni á fyrirfram ákveðnum stöðum.” Folvik hristi höfuðiö. „Nei,” sagði hann. „Það eru allir hver ofan í öörum hérna. Þaö er betra að ég hitti hana stöku sinnum framvegis eins og ég geri núna.” Mydland ræddi þetta ekki frek- ar, fyrirkomulagiö gæti hvort eð er orðið skammvinnt. Hann sýndi Folvik hvernig loftskeytatækið starfaöi og hvernig átti að mata það á dulmálinu fyrir eiginlega sendingu. Hann varð eftir þegar Folvik fór, vogaði sér ekki út í fá- eina klukkutíma. Athugasemdin um kjaftaganginn í Longyearbæ hafði hittímark. Næsta dag heyrði Folvik sögu sem kom honum til að hríðskjálfa og reyndi ásetning hans til hins ýtrasta. Sagt var að rússneskir lögreglumenn hefðu handtekiö Paul Mydland og annan mann og sakað þá um njósnir. 5. KAFLI „SEM NORSKIR borgarar í starfi hjá Store Norske hafa þeir allan rétt á að vera hér.” Prebensen sýslumaður talaði hljóðlega, með öllum þeim sannfæringarkrafti semhannhaföiyfiraðráða. Hann sat gegnt Stolypin við langa, svartflekkótta borðiö í ráðstefnu- salnum. Frammi á gangi gætti rússnesk landamæralögregla Mydlands og Haakons. „Þeir eru njósnarar,” sagöi Stolypin hljómlaust, túlkurinn bergmálaði næstum hirðulausan valdsmannstóninn í orðum hans. „Þeir komu ekki beint frá Svea, þeir voru ekki í könnunarferð. Þið ljúgiðallir.” „Eg andmæli þessari ásökun.” Stolypin svaraöi ekki strax. Hann teygði sig fram og tók upp litla norska fánann sem stóö við hliðina á þeim rauöa sovéska á borðinu miöju, íhugaði viðbrögð sem hann haföi þegar lagt á ráðin um. Ohagganlegt sjálfsöryggi hans var einkenni manns sem hef- ur verið á toppnum árum saman. Hann horfði á fánann, meö bláa og hvíta krossinum á rauðum feldi, vaföi honum svo með einum fingri um litla stöngina. „Er þaö þetta sem þið viljið?” spuröi hann. Sýslumaðurinn horföi staðfastur á Rússann á móti, haföi stjórn á skapi sínu. Fyrirmæli hans frá Osló voru að halda jafn- væginu hvað sem það kostaði. Hann var eini yfirmaðurinn á Svalbaröa sem vissi af tvöföldu hlutverki Mydlands. Núna var þaö stjórnmálalega mikilvægt að koma mönnunum tveimur burt. „Það kemur flugvél frá Tromsö á morgun,” sagði hann. „Þeir geta farið aftur með henni.” Stolypin lék sér að litla fánan- um, stuttir fingur hans vöfðu hon- um um stöngina og af aftur og gerðu Prebensen gramt í geði. „I okkar landi skjótum við njósn- ara.” „I okkar —” sýslumaðurinn dró seiminn er maður saklaus þar til sekt ersönnuð.” Aminningin var ekki dulin. Hrukkótt andlit Rússans harðnaði. „Þetta er ögrun af ásetningi ríkisstjórnar þinnar,” sagöi hann. Prebensen horfði óhvikull yfir borðið, löng hakan einbeitt. At- hugasemd hans um réttlæti hafði greinilega hitt í mark, annars heföi Stolypin ekki breytt um um- ræðuefni. Þó aðstaða hans sjálfs væri veik átti hann enn tromp á hendi, en það helsta var löngunin sem Sovétríkin virtust hafa til að halda uppi sameiginlegri stjórn. Gat hershöfðinginn hætt á að það fyrirkomulag færi út um þúfur fyrr en ætlað var? Prebensen gat sér til aö það gæti hann ekki. „Ef þú treystir ekki ríkisstjórn minni,” sagöi hann, „þá hef ég ekki um neitt að velja annað en að draga mig í hlé. Þú getur dregið norska fánann niöur á Svalbarða öllum.” Stolypin rumdi en virtist róleg- ur. „Eg segi þetta ekki persónu- lega,” sagði hann. „Sjálfur hef ég trú á hreinlyndi þínu.” Prebensen hneigði höfuöiö næst- um því hæönislega í viðurkenning- arskyni. „Eg er feginn því,” sagði hann kaldhæöinn. „Aftur á móti verð ég að standa fast á rétti mín- um til að taka á gerðum norskra borgara eins og mér þykir við hæfi. Rétt eins og þú gerir við sovéska borgara!” Hann sagöi ekki fleira. Afgangurinn lá í aug- um uppi: annaðhvort fara Mydland og Haakon eða ég. „Og hvar verða þessir tveir. . . „borgarar”... ínótt?” „Heima hjámér.” „Þeir ættu að vera í varðhaldi.” „Kæröir fyrir hvaö? Skilríki þeirra eru í lagi.” Prebensen vissi aö hann haföi sigraö, þó þetta væri hótun sem hann gat ekki vænst að beita aftur. Þar af leiðandi gerði hann sigurinn hóflegri með sátta- tilboði. „Eg skal persónulega sjá til þess aö þeir veröi á flugvellin- umámorgun.” „Gott og vel.” Stolypin setti fánann aftur á sinn stað. „Eg tek loforö þitt til greina. Nú eru önnur mál sem þarf aö ræða. Til dæmis flugvöllurinn. Viö þurfum annað flugskýli fyrir Aeroflot... ” Hann ætlaði að setja upp verö fyrir að sleppa mönnunum tveim- ur þó hann óskaði þess enn að hann vissi hvaö þeir voru aö gera þá þrjátíu tíma sem liðu frá því að þeir fóru frá Svea og þar til þeir komu til Longyearbæjar. „Það þarf líka að bæta aðra aðstöðu. Eg þarf á fullri samvinnu þinni að halda.” Já, verðiðyrði hátt. Viku síðar var flokkur rússneskra landamæralögreglu- manna í könnunarleiðangri við veiöimannakofann í Van Mijen- firði og fann merki um veru skijeger-anna þar, þær fáu ábendingar sem jafnvel varkár- ustu menn gátu látiö sér yfirsjást: sígarettustubb, umbúðasnepil af matarskammti, það sem verst var af öllu, örlítinn olíublett í snjónum. Olían hafði verið þakin snjó en kom aftur í ljós þegar vindhviða blés burt nýfallinni mjöllinni. Þegar liðþjálfinn sem stýrði hópn- um sá blettinn fór hann að skoða allt svæðið. Hann hirti ekki um kuldann heldur mokaði snjónum burt með vettlingaklæddum hönd- unum þar til hann kom að harð- fenninu þar sem Sea Kinginn hafði staðið. Hann lét menn sína grafa þarna af sömu þolinmæði sem væru þeir fornleifafræðingar, rakti farið og vissi fyrir víst að þarna hafði lent þyrla. Hann gat aftur á móti ekki dæmt um hve margir menn hefðu verið þarna eða hvert þeir hefðu farið. Skíða- slóðin var alveg horfin. Makarov var önnum kafinn aö gera uppdrátt fyrir Stolypin þegar hann var ónáðaður með því að barið var að dyrum. „Kom inn,” hrópaði hann. Ungi Rússinn í eftirlitinu, Paputin, kom inn, andlit hans ljómandi af ákefö. „Félagi ofursti,” gusaði hann út úr sér. „Einn eftirlitshópurinn fann ummerki um hernaðarumsvif við Van Mijenfjörð. Við veiðimanna- kofa.” Makarov reis á fætur og skoðaöi kortið á veggnum. „Hafa þeir tilvísun?” spurði hann. Paputin rétti honum bréfmiða, stóð svo auðmjúkur og beið. „Segðu þeim að skilja fjóra menn eftir þarna og senda hina til baka.” Makarov sendi eftirlitsmanninn burt, stóð svo kyrr og skoðaði útlínur kortsins. Hershöfðinginn myndi vilja vita ástæðu fyrir því að mennirnir lentu þarna. Það virtist óhjákvæmilegt að það varð- aði mennina tvo sem þeir höfðu sleppt. FREDERIK Folvik mætti á vakt um miðjan dag, fylgdi venju- legum skyldum við vaktaskipti: aðgætti veðriö og loftþrýstinginn sem lesa mátti af krómaöri loft- voginni frá Negretti og Zambra í Croydon, Englandi; yfirfór þær fáu komur og brottfarir sem voru á skrá. „Það eru líka úti tvær sovéskar þyrlur,” sagði norski starfsfélag- inn. „Það er enginn áætlaður komutími.” „Þið þurfiö ekki að hafa áhyggj- ur af þeim.” Paputin hafði heyrt til hans. „Þið eigið ekki að hiröa um annað en almenna umferö. ” „En við þurfum að vita af öllum hreyfingum,” andmælti Folvik. „Þetta kemur ykkur ekki við!” Rússinn var svo stuttur í spuna að jaðraði við reiði. Framhald í næsta blaði. 46 Vikan 18. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.