Vikan


Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 31

Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 31
Verðlaunamyndin í samkeppninni VETUR Eiginkonan benti á mótífið eftir eitt óveðurskastið f vetur Bjarni B. Halldórsson, eigandi Ljósmyndaþjónustunnar og umboósmaður Polaroid á Islandi, afhendir Baldri Kristjánssyni verðlaunin góðu. Aukaverðlaun: Fimm Polaroid 1000 Combi vélar Þátttaka í ljósmyndasamkeppni Vikunnar — VETUR — var ótrúlega góö og höföum viö í dómnefndinni úr miklu aö moða. Viö vorum ánægðir meö þær sex myndir sem við völdum í úrvalshópinn. Við munum síöar birta fleiri myndir úr keppninni og kemur næsti skammtur þann 17. maí. Bjarni B. Halldórsson, eigandi Ljósmyndaþjónustunnar, ákvaö, þeg- ar hann sá hve þátttakan var góö, aö bæta viö aðalverölaunin, sem sagt er frá á öðrum stað, fimm aukaverðlaunum sem eru Polaroidvélar af gerðinni 1000 Combi, hver aö verömæti um 1200 krónur. Þannig fá þeir sex, sem eiga myndimar hér, Polaroidvélar að launum plús ávísun á þrjár framkallanir og kópíeringar hjá LITSÝN. I dómnefndinni áttu sæti: Emil Þór Sigurðsson, eigandi Ljósmynda- stofu Reykjavíkur, Ragnar Th. Sigurðsson, ljósmyndari Vikunnar, Bjami B. Halldórsson, eigandi Ljósmyndaþjónustunnar, og Sigurjón Jóhannsson blaðamaður. Þá eigum viö til góöa 32 ávísanir á framköllun og kópíeringar hjá LITSÝN sem viö dreifum meðal þátttakenda sem síðar fá myndir sínar birtar í Vikunni. Sá sem varö hlutskarpastur í samkeppninni VETUR heitir Baldur Kristjánsson, sálfræðingur aö mennt og starfar sem skólasál- fræðingur í Reykjanesumdæmi. Baldur byrjaöi aö taka myndir árið 1978 og kvaðst fyrst í staö hafa tekiö venjulegar pappírslit- myndir. ,,Eg hef alla tíö haft gaman af myndum og formum og svarthvítar myndir hafa alltaf höfðað til mín,” sagöi Baldur. „Þaö er gaman aö gera allt sjálfur og ráöa framvindunni.” Baldur fór að taka ljósmyndunina alvar- lega er hann dvaldi viö nám í Gautaborg og gekk þá í ljós- myndaklúbb sem hann var í þar til hann fór heim til Islands ásamt fjölskyldu sinni. Verölaunamyndin var tekin í einu óveöurskastinu í vetur og þaö var eiginkonan sem benti honum á mótífið. Myndin er tekin á FP—4, 125 asa Dfordfilmu og framkölluö í Kodakframkallara. Baldur kvaöst hafa átt auðvelt meö aö stækka myndina en hann tók hana á einum stærra ljósopi en mæling sagöi til um til aö fá teikningu í snjóinn. Baldur notar Pentaxmyndavél og tekur jafnt svarthvítar myndir og slidesmyndir. Hann hefur mestan áhuga á þeim formum í náttúrunni sem eru hulin flestra augum og notar þá mikið makrólinsu viö nærmyndatöku. Þegar viö spuröum hvort hann hygðist sýna myndir sínar í náinni framtíð þá þvertók hann ekki fyrir að það heföi hvarflaö að sér en vildi þó gefa sér meiri tíma og safna fleiri myndum. „Ljósmyndasýning þarf aö hafa eitthvert „heiti”, ég get ekki hugs- að mér aö sýna myndir sína úr hverri áttinni.” Nú var komið aö því aö taka viö hinum veglegu verðlaunum sem Bjarni B. Halldórsson, eigandi Ljósmyndaþjónustunnar, afhenti og sagt er frá á öörum staö. Vor- og sumarmyndir — skilafrestur til 15. ágúst Að athuguðu máli ákváðum við hér á ritstjórninni að slá saman vor- og sumarmyndakeppninni og er skilafrestur til 15. ágúst. í boði eru ein aðalverðlaun, Minolta X 300, sem við gerum nánar grein fyrir á bls. 34. Að auki eru 50 verðlaun frá LITSÝIM, þ.e. kópíering og framköllun á 50 litfilmum. 30 Vikan 18. tbl. 18. tbl. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.