Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 29
>
Staying Alive á vinsældirnar dansinum fyrst og fremst aö þakka.
Þar sjást bæði ungir og gamlir dansa með sveiflum og
gefa Fred Astair og Ginger Rogers ekkert eftir! Það
skyldi þó aldrei vera að dansinn væri kominn í tísku
aftur?
Jú, það ber ekki á öðru. Aðsóknin að FAME,
FLASHDAIMCE og STAYING ALIVE sannar það svo um
munar. Og hver er ástæðan fyrir því að dansinn deyr
aldrei þó vinsældir hans dali svona af og til? Jafnvel
fyrir þá daga þegar hin fótlipru Fred Astair, Ginger
Rogers og Gene Kelly liðu mjúklega um hvíta tjaldið
inn í hug og hjörtu áhorfenda var það viðurkennt að
dans væri meira en eitt skref til hægri og eitt skref til
vinstri! Þetta er ákveðið listform og eins og önnur
listform hefur það tekið stöðugum breytingum í
gegnum árin. Charleston, suður-amerískir dansar,
ballett, rokk og diskó. Margir líta á dansinn sem stíl-
fært form ástaratlota og það þarf aðeins að líta á hlut-
verk karldansarans, þegar hann sveiflar kvendansar-
anum að sér og niður og upp og frá sér, til að sjá hvað
átt ervið!
Dansinn hefur einnig verið notaður til að sýna vald
og ná fram grípandi áhrifum, eins og fjöldasenurnar í
WEST SIDE STORY, BUGSY MALONE og fleiri
myndum sýna. Dansinn fór heldur ekki varhluta af
innreið jassins. Bob Fosse notaði dansinn til að ná
fram jass-áhrifum í mörgum kvikmynda sinna, svo
sem SWEET CHARITY, CABARET og ALL THAT
JAZZ. En við sjáum nú minna af hinum afslappaða en
kraftmikla dansi sem Gene Kelly gerði frægan. Þess í
stað er dansinn nú mitt á milli þess að vera fimleikar
og ballett, eins og sést í kvikmyndunum FLASH-
DANCE, FAME og STAYING ALIVE.
En eins og áður sagði eru einnig að komast í tísku
hægu, mjúku sveiflurnar sem framkvæmdar eru kinn
við kinn. Því er nú um að gera að rifja upp helstu
sporin, til þess að vera samkeppnisfær á diskóstöðun-
um, að við tölum nú ekki um ef „te-dansamir" yrðu
innleiddir á „betri" veitingahúsum borgarinnar!
í Flashdance var dansinn mitt á milli þess aó vera fimleikar og ballett.
18. tbl. ViKan 29