Vikan


Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 56

Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 56
í næstu VIKU Una Collins - í einum hvelli Una Collins búningahönnuður er íslendingum að góðu kunn, svo oft hefur hún séð um búningagerð fyrir íslensk leikhúsverk og þar að auki kvikmynd- ina Atómstöðina sem kann að verða sýnd í Cannes á nœstunni. En hver er þessi kona? Því fáum við að kynnast í hressilegu Vikuviðtali — í nœstu Viku. Skrifstofuveldið Frakkar efndu á síðasta ári til hönnunarsamkeppni um skrifstofuhús- gögn. í nœstu Viku kynnum við sýninguna ,,L’Empire du Bureau” sem haldin er íþessu tilefni á Skreytilistasafninu í París. Stjörnuleitin stendur enn Við höldum áfram að kynna leitina að stjörnunum tveim, Hollywood- stjörnunni og Sólarstjörnu Urvals — og nú er fulltrúi ungu kynslóðarinnar líka með í málinu. I nœstu Viku kynnum við tvœr stúlkur í viðbót. Tölvublað fyrir byrjendur Við göngum ekki svo langt að halda því fram að í nœstu Viku sé að finna lykilinn að skilningi á því hvernig tölvur starfa. En þeir sem œtla að kynna sér tölvur og notkun þeirra œttu skilyrðislaust að ná sér í nœstu Viku afþví að þar eru grundvallaratriðin skýrð. Við segjum einnig frá helstu gerðum af leikjatölvum og tölvuleikjum. Og ef lesandinn vill vita meira getum við helstu tölvuskólanna og tölvubóka á íslensku. En fyrst er að ná sér í nœstu Viku. . . . Rölt um flóamarkað í Amsterdam Vonandi heldur enginn lengur að flóamarkaður sé markaður fyrir flœr, þótt kannski geti þcer stöku sinnum fylgt með í kaupunum ef illa tekst til. Nei, flóamarkaður er markaður þar sem hœgt er að kaupa allt milli himins og jarðar, líklegt sem ólíklegt, frá fölskum tönnum upp í fín föt og allt þar á milli. Vikan átti leið um Amsterdam á dögunum og brá sér þar meðal annars á flóamarkað — en meira um það í nœstu Viku. Sumarfötin í ár eru heimasaumuð! Það er mjög áberandi í sumartískunni í ár hvað öll snið eru einföld. Og þá er um að gera að nota tœkifœrið og sauma sér fallega sumardressið sem birtist í nœstu Viku. Sniðið er einfalt og ítarlegar leiðbeiningar fylgja svo að jafnvel byrjendur í saumaskap geta orðið einu dressinu ríkari á örskömmum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.