Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 60
ns Mánaðarlegt plast Vikunnar
Texti: Höróur
Amerískt tölvupopp
Rockwell
— Somebody's
Watching Me
Berry Gordy junior fékk eitt sinn að heyra
þaö frá föður sínum, Berry Gordy senior,
stofnanda Motown hljómplötufyrirtækisins, að
ekki yrði gefin út plata með þeim yngri fyrr
en sá hinn sami væri oröinn jafngóður og Di-
ana Ross. Nú, þegar þeir feðgar eru orðnir
sammála um þetta, lítur frumraun sonarins,
betur þekkts sem Rockwell, dagsins ljós.
Rockwell er greinilega margt til lista lagt.
Hann semur meiripartinn af plötunni sjálfur,
utan gamla bítlaslagarans Taxman (eftir
George Harrisson), og spilar á hin og þessi
hljóðfæri, aöallega þó ýmiss konar hljóö-
gervla, og ber platan þess greinileg merkí.
Fljótleg lýsing á plötunni er að hér er spilaö
fönk á ameríska vísu meö aðstoð hljóögervla
sem hafa meira tíðkast í evrópskri tónlist til
þessa. Heildarhljómur plötunnar er þess
vegna frekar poppaður. Lagasmíðarnar eru
með því skárra sem gerist í þessari tegund
tónlistar og einfaldar útsetningar, meö smá-
um trikkum hér og þar, gera það að verkum
að hér eru á ferðinni ein bestu kaup í bænum
fyrir danssinnað fólk.
Einkunn: jfí.
E vróputölvupopp
The Thompson Twins
— Into The Gap
Þremenningarnir Tom Bailey, Joe Leeway
og Alannah Currie (=Thompson TWINS???)
setja hér í annað skiptið á ferli sínum afuröir
sínar á plast. Sér til aðstoðar hafa þau hinn
margfræga Alex Sadkin (Grace Jones, Duran
Duran og fleiri). Eftir að hafa hlustaö talsvert
á verk hans sem slíks heyrir maöur hér og þar
á þessari plötu aö einkenni handbragðs hans
koma augljóslega fram. Utsetningarnar eru
samt fyrirtak en Tom Bailey lagði þar hönd
sína á plóg. Hugmyndir eru héðan og þaðan,
til dæmis úr gospel-tónlist og austurlenskri
tónlist, eru útfærðar á skemmtilegan og svo
sannarlega tölvupoppaðan hátt. Vel aö
merkja, Evróputölvupopp. Lagasmíðarnar,
sem þau þrjú hafa unniö í sameiningu, eru úr
fyrstu sortéringu og allir hugmyndastuldir
eru framkvæmdir á snyrtilegan hátt. Heildar-
yfirbragð plötunnar er fremur rólegt og
átakalaust þannig að lögin renna þýðlega inn
og út úr eyrum manns. Það er helst að söng-
um Toms sé stundum þannig að maöur haldi
aö hann ætli að bresta, til dæmis í upphafi
lagsins Hold Me Now, þar sem hann dettur
algerlega úr laglínunni. Helst má halda að
hann hafi fengiö þindarkrampa. Aö svona
vanköntum frádregnum er samt um aö ræða
prýðisgrip, verðugan fulltrúa hins evrópska
geira tölvupopptónlistarinnar.
Einkunn:
Tilboð vikunnar
Ýmsir — Dansrás 1
Dansrás I er plata sniðin fyrir partí. Á
henni eru 6 lög, öll svokölluð 12” remix (fram-
borið: rímix) en það eru lengdar og lítillega
breyttar útgáfur á lögunum sem koma út á
litlum plötum eða breiðskífum.
Það hefur löngum verið svo hér á klakan-
um að litlar plötur, hvað þá tólf tommu, hafa
aldrei veriö eins vinsælar og erlendis, en það
er aðallega vegna verðsins, lítil plata kostar
rúmar hundrað krónur og 12” eitthvað um tvö
hundruð krónur. Til þessa hafa það því ein-
ungis verið gallhörð diskófrík sem hafa keypt
þessar plötur en allur almúgi hefur hingað til
látið sér nægja að kaupa safnplöturnar.
Dansrásin samanstendur af 612” lögum og
ef menn heföu áhuga á þeim öllum myndu þau
kosta tæpar 1200 krónur. Þessi plata kostar
hins vegar 299=300 krónur þannig að sparn-
aðurinn gæti verið talsverður viö fyrstu sýn.
Þannig er það bara ekki. I fyrsta lagi komast
hljómgæöi þessara laga ekki einu sinni í
kvartkvist (dregiö af hálfkvisti) við 12” lögin
þar sem eitt lag er á jafnstórum hluta einnar
plötu og þrjú á Dansrásinni. Vegna þessa
mikla pláss er hægt að hafa skurðinn á plöt-
unni miklu dýpri og með þessu fæst allt annar
og betri hljómur. í öðru lagi verður aö teljast
harla ólíklegt að nokkur maður hafi áhuga á
að kaupa akkúrat öll þessi 6 lög. I mesta lagi
má búast við því að menn vilji eignast helm-
inginn. Allt í lagi, það eru 600 krónur þannig
að 300 kall sparast. Já, já, 300 krónur sparast
— ef þú átt lélegar græjur. Setjum svo aö þú
eigir góðar græjur og þekkir mun á góðum
hljóm og slæmum. Þá er ég hræddur um aö
gildi áður sparaðra 300 króna fari að minnka
talsvert. Samkvæmt þessu mætti halda að
Dansrásin væri óþarfa byröi á plötuspilar-
anum en þaö er mesti misskilningur. Þessi 6
lög eru blessunarlega lítið leiöinleg yfir heild-
ina, en svolítið fer þó þrettándinn aö þynnast
þegar lengdin á þeim slagar upp í tíu mínútur.
PF -TCH-PF -TCH-PF -TCH.. og flestir
veröa dauðþreyttir við þriðju hlustun, nota
bene, HLUSTUN. Sé hins vegar tekið mið af
tilgangi plötunnar mun þaö aldrei koma til,
hún mun aöeins verða tekin fram í gleöskap
og þá er hún pottþétt til síns brúks, að dansa
upp um alla veggi.
Ég er ekki búinn, ónei. Að lokum langar
mig að benda á að hvert einasta safnplötuum-
slag sem komiö hefur fyrir augu mín á þessu
ári hefur verið hörmulega ljótt. Þeir Svein-
björn Gunnarsson (Tvær í takinu, Dansrás 1)
og Kristján Pétursson (Tvær í takt) eru að
mínu mati lélegir umslagahönnuöir. Geri ég
það að tillögu minni aö þeir hætti að kvelja
augu mín og annarra og snúi sér að einhverju
betur viðeigandi og alls ekki tengdu hönnun
eða útliti, til dæmis meinatækni (allar upplýs-
ingar fást í Tækniskólanum um nám og þess
háttar).
Einkunn:
Jassgeggjarar
The Style Council
— Café Bleu
Jass. Soul. Funk. Swing. Rómönsk-ame-
rísk áhrif. Hawaiiísk, evrópsk. Amerísk. Og
þegar vel er að gáö hvaðanæva aö.
Paul Weller + Mick Talbot=The Style
Council er hér á brautum sem eru ekki fjöl-
farnar af ,,commercial”-popp listamönnum
og er þaö vel. Café Bleu er kærkomin tilbreyt-
ing frá hinu hversdagslega dóti sem maður á
aö venjast, tónlist þrungin tilfinningu, tónlist
með miklu meiri karakter en gengur og ger-
ist. Lagasmíðarnar eru eftir þá báöa en mikiö
meira ber á Weller, bæði í lagasmíðum og
hljóðfæraleik. Hann spilar aðallega á gítar og
er annar þeirra tveggja sem syngja. Þetta
tvennt gerir hann af stakri prýði en þó Talbot
sé yfirleitt meira í bakgrunninum á hann góða
spretti hér og þar og lætur ljós sitt skína.
Lagasmíðarnar eru prýðisvel gerðar sem og
mestöll vinna í kringum þær, en við gerð plöt-
unnar hefur greinilega verið sóst eftir and-
rúmslofti soultónlistar sjötta áratugarins og
sums staðar jafnvel lengra aftur. Fáein lög
geta síðan kallast moderne. Þeir hafa báöir
þá skoðun á poppbransanum aö hann sé rot-
inn. Ýmsir eru eflaust á sama máli og þeir fé-
lagar og fyrir þá hlýtur þetta að vera kosta-
gripur.
Einkunn:
Ó, háð
The Smiths
— The Smiths
The Smiths hafa á undanförnum mánuðum
verið þaulsætnir á óháða listanum breska.
Samkvæmt því hljóta þeir að vera óháöir ein-
hverju. Séu þeir óháðir lögmálum poppbrans-
ans, ekki „commercial”, erum við komin í
hring. Um leiö og einhver er kominn upp á
vinsældalista, hvaða nafni sem hann nefnist,
hlýtur sá aö vera orðinn „commercial”, ekki
satt?
Nóg um það. Söngvarinn Morrissey og gít-
arleikarinn Johnny Marr eru þeir sem mest
ber á við hlustun á þessari plötu. Sá fyrr-
nefndi „söngþylur” texta sína við óendanlegt
gítarplokk þess seinni sem semur lögin. Hinir
tveir, Andy Rourke, bassi, og Mike Joyce,
trommur, eru svo einhvers staðar fyrir aftan í
hljóðblönduninni með einfaldan undirleik.
Lögin eru hvert ööru lík, útsetningar sömu-
leiðis, þannig að allt yfirbragð plötunnar
verður leiðinlega mónótónískt. Eftir nokkrar
umferðir man ég ekki eitt einasta lag af plöt-
unni, ég skemmti mér ekki neitt við að hlusta
á hana og heföi aldrei nennt að dansa eftir
henni. Þetta setur mig því óneitanlega á önd-
verðan meiö við alla þá sem hafa keypt plötur
þeirra á bresku landi en mér er alveg sama,
mér finnst ekkert varið í þessa plötu.
Einkunn:
60 Vikatt 18. tbl.