Vikan


Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 19

Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 19
Ósköp g< >ð leið til a( <c £ 0 méf í o g úr vinnu Texti: Anna Ljósm.: Ragnar Th. í útibúi Búnaðarbankans í Mosfellssveit vinnur Gunnar Kristjáns- son. Nokkrum sinnum í viku hleypur hann í vinnuna eóa úr henni. Það væri að sjálfsögðu ekki í frásögur færandi ef hann byggi ekki á Braga götu í Reykjavík og vegalengdin í vinnuna væri ekki 15 kílómetrar - í vetur og færðina, sem hvorugt — Eg hef nú gert þetta ansi lengi, í átta ár aö minnsta kosti. Eg hef unnið í ýmsum útibúum og stundum hlaupið í hádeginu en þegar ég fór að vinna í Mosfells- sveit fannst mér tilvalið að nota mér þessa leiö í vinnuna og hlaupa. Mosfellssveitin er þá kannski drauinaútibúið? — Já, það kom sér ansi vel aö fara þangað. Ég kynntist Mos- fellssveitinni reyndar fyrst þannig að ég vann hérna í bænum en var með víxil uppi í Mosfellssveit. Svo hljóp ég með framlenginguna svona einu sinni í mánuði. Það var alltaf tilhlökkunarefni. Ertu búinn að sinita vinnu- félagana? — Nei, ég held ekki. Þetta er vani hjá mér. Við bræðurnir (Árni Kristjánsson og hann) höfum ver- ið í þessu saman, vorum í sundinu í gamla daga. Þeir hlaupa saman Arni, Guðmundur Gíslason og Leiknir Jónsson tvisvar í viku, hittast hjá Árna og hlaupa Elliðaárdalinn, upp að Rauða- vatni og víðar og á laugardögum stundum frá Leikni í Hafnarfirði, út á Álftanes eða þar í kring. Ég hef aftur á móti notað mér meir að hlaupa í vinnuna eða nálægt henni. Þetta er ósköp góð leið til aö koma sér í og úr vinnu. Veður og færö hafa lítil áhrif á mann og ég hef aldrei þurft aö hætta við þess vegna. En ég er nú kannski svolítið djarfur, þegar gangstéttirnar eru ekki mokaðar, að hlaupa úti á götu. Það er kannski einn og einn sem lætur sér það ekki lynda, konurnar flauta á mann, en ég held þaö sé nú bara til aðláta vitaaf sér. Ég er með endurskinsmerki allan hringinn utan um mig eins og jólatré. Maður skilur vel að þaö er erfitt að sjá hlaupara sem ekki eru með endurskinsmerki, ég hef lent í því sjálfur að vera næstum búinnaökeyraá. Þaö er oft gaman að leggja af stað í svartamyrkri að heiman og koma upp úr Reykjavík í ægilega fallega björtu. Ljósaskiptin eru skemmtileg og maður tekur vel eftir umhverfinu, hugsar og pælir mikið... að maður tali nú ekki um veðrið stoppaði hann. Þú hefur ekki farið að syngja? ... Nei, en ég bölva voöa hressi- lega þegar ég er þreyttur. Það er heljarmikil útrás. Þá er maöur alveg laus viö að taka þaö út þegar heim er komiö. Stundum kemur maöur alveg syngjandi heim, en stundum ansi þreyttur. Eg læt mig hafa það að hlaupa hvort sem ég er upplagöur eða ekki. Annars verður maður svo óánægður með sig og þaö kemur bara niöur á manni seinna. En ég hef aldrei þurft aö leggja mig eftir að ég kem heim. Mér finnst þetta hafa gefið mér heilmikið. Hefurðu tíma fyrir önnur áhuga- mál? — Nei, það segir sig sjálft að þegar maöur er meö stóra fjöl- skyldu er mikið fjölskyldulíf og timinn fer í þaö. Fjölskylda Gunnars er kapítuli út af fyrir sig. Hann og konan hans, Katrín Andrésdóttir, eiga tvenna tvíbura og eitt „stakt” barn. Allt syni, á aldrinum f jögra mánaða til sjö ára. Fvrst komu tvisvar sinn- um tvíburar, þeir yngri fæddust á þriggja ára afmælisdegi hinna eldri, en fyrr að deginum. Haft er eftir föður Katrínar, Andrési Ásmundssyni lækni, sem tók á móti afabörnunum: í rnorgun gat dóttir mín sagt: „Ég á fjögur börn og það elsta tveggja ára! ” Katrín er íþróttakennari að mennt en hefur í nógu að snúast ó stóru heimili og hefur lítið kennt að undanförnu, þó gripið í afleys- ingakennslu. Þau kynntust þó ekki á hlaupum heldur í Sundhöllinni, þá var hún að kenna sund og hann að æfa með sunddeild Ármanns. Skvldu strákamir hata erft íþróttaáhuga foreldranna? — Andrés, annar eldri tvíbur- anna, er farinn aö æfa sund meö Armanni, og hinn, Gunnar, ætlar að hugsa sér til hreyfings í haust og fara aö æfa fimleika. Þeir fóru með mér í heilmikiö ferðalag í ágúst á síðasta sumri. Þá hlupum við, sjö saman, Arni. Leiknir. Guðmundur, ég og þrír aðrir. Sigurjón Andrésson, Jóhann Heiðar og Stefán Friðgeirsson, yfú- landið þvert. Eiginkonurnar og börnin fylgdu eftir í einkabílum upp að Gullfossi og þaðan í rútu yfir Kjöl en Katrín var komin með kúluna út í loftið og gat átt hvern daginn sem var, svo ég tók bara eldri tvíburana með. Við byrjuðum hjá Stokkseyri, dýfðum þar fæti í sjó og hlupum síðan um Kjöl og komum niöur hja Blönduósi og fórum þar alla leið niður í fjöru. Veðrið á leiöinni var ramm- íslenskt, þjóðlegt veöur. Rigning og rok og allt sem hægt var að hugsa sér þar á milli. Leiðin er 310 kílómetrar og viö hlupum aö meðaltali um 30 kíló- metra á dag. Þetta var heljarinnar reisa. Fyrsta skipti sem þessi leiö er hlaupin eftir því sem ég best veit. Fannst vkkur þetta ekkert mál? — Nei, nei, ég segi ekki aö það hafi ekki veriö farið að halla undan fæti þarna í lokin. Eg hefði kannski getað hlaupið einn dag í viðbót en ekki mikið meir. Hlaupalagið var líka orðið ansi skrykkjótt, en þegar við komum af Kili og í Blöndudalinn biöu okk- ar ljósmyndarar Morgunblaðsins, sem styrkti okkur í ferðina, og þá var aö heröa sig upp og hlaupa hressir. A leiðinni eru ýmsar ár og sumir létu sig hafa það aö hlaupa út í og yfir, en það kom sér nú kannski illa því þeir fengu tilheyrandi blöðrur og svoleiðis. Aðrir fóru úr skóm og sokkum og óöu yfir og þurrkuðu sér svo hinum megin. fóru í skóna og af staö. Ætliö þið kannski að hlaupa hringveginn næst? — Nei, ætli þetta hafi nu ekki svalað því mesta. Þetta var skemmtilegur hópur og við vorum að ræöa saman á leiðinni. Þetta byggist eiginlega á því að fara ekki hraðar en svo aö viö getum spjallað saman. Eg segi nú ekki aö það komi ekki rembingur i mann þegar maöur er búinn að hlaupa langt þá er maður ekki viðræöu- hæfur eins og gengur og gerist. En við setjum dæmið þannig að þetta gangi upp. Ertu alveg hættur í öðrum íþróttuin, sundinu til dæinis? — Já, já, alveg. Eg fer í heita pottinn á laugardögum með strák- unum. Katrín: Syndir aldrei, það eralveg merkilegt! Það eru umskipti frá því að hann keppti í sundi, var í landslið- inu í sundi og eignaðist tvö Islandsmet. — Eg hef greinilega fengið ein- um of, segir Gunnar um þetta og hlær viö. — En likaminn kallaöi a ein- hverja hreyfingu og þá fór ég að hlaupa. Það var oft gaman í sundinu. Þegar ég bjó í Hafnarfirði (þar var faðir hans, Kristján Jóhanns- son, læknir) vorum við bræðumir í Sundfélagi Hafnarfjaröar. Einu sinni ákváðu Arni bróðir og vinur hans að synda í sjónum frá Sund- höllinni og inn i höfnina. Þetta er ein dýpsta höfn á landinu, þangaö koma öll stóru olíuskipin. Eg lét mér nægja aö taka hjólið hans Arna heim. Þetta var nátturlega dálitið glæfrafyrirtæki og þetta a maður ekki að gera nema að hafa bát meö. Sjórinn er þaö kaldur og dýpið mikið á þessum slóðum. En alltgekk þetta vel. Helur þér einhvern túna dottið í hug að skipta aftur alveg um íþróttagrein? — Nei, ætli þaö. Menn eru að hlaupa alveg til áttræðs svo ég hugsa mér gott til glóðarinnar. 18 Víkan 18. tbl. 18. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.