Vikan


Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 15

Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 15
púðurdós, hringlu og kexbita. Allt afhenti hann eigandanum sem henti öllu samstundis fyrir borð aftur. Egon svitnaði og fór úr sloppn- um en brátt uröu báðir leiðir á leiknum. Annar kjökraði ögn og lét munnvikin vísa niður á við. Hann hætti að væla um leið og pabbi hans kom með ávaxtasafa í krukkunni með litla grísnum á. Eftir nokkra sopa var kominn tími til að klæða sig. Egon stóð þarna eins og fífl fyrir framan spegilinn og hnýtti á sig bindið! Svo þurfti hann aftur að taka við skemmti- deildinni. Hvernig fór Dorte að því að láta þennan öskurapa sjá um sig sjálfan. . . bara það lengi að maður kæmist á salernið. . . eða gæti þvegið upp í eldhúsinu. ..? Næstu tímar liðu lúshægt. Egon þurfti að nota ímyndunaraflið til hins ýtrasta. Hann fann furöu- legustu hluti í skúffum og skápum sem hægt var að skemmta litlum strák með — og þreyta fullorðinn mann! Eggjaskerinn var tekinn í sundur og tannlaus munnur brosti þangað til strengirnir brustu. Meira heyrðist í hljóm- listarmönnunum sem notuðu potta og pönnur sem slaghljóðfæri. Allir voru hrifnir af luktinni þangaö til rafhlaðan var búin. ... og blásið var í plastlúðurinn þangaö til varirnar á Egon voru orðnar bláar og tilfinningalausar og háls hans og kverkar jafnþurr og uppþornaður árfarvegur. Loks fór þessi þreytti þúsundþjalasmiður inn í eldhús og tók til mat handa þeim félögum. Lamið var með sleif í rimlana í stofunni eins og til að láta vita af því að Litli hefði álíka hátt garnagaul og öskrin sem komu af vörum hans. Sem betur fer var auðvelt að hita pela og grænmetisstöppu og skömmu seinna ætluðu feðgarnir að fá sér aö borða. Egon haföi bara slett jarðarberjasultu milli tveggja franskbrauðsneiða — það var auðveldast! Plastsmekkinn var auðvelt aö binda undir hökuna á Litla sem sat bundinn með öryggisbelti í barnastólinn! Svo var hitastig grænmetisstöppunnar kannaö. . . sem betur fer af pabba því aö hann þurfti að láta kalt vatn renna lengi á tungubroddinn. Hann setti glasið með barnamatnum í pott með köldu vatni — og svo gátu þeir byrjað að borða. Litli herpti saman varirnar og sneri höfðinu í allar áttir. Það var bara engu líkara en hann gæti lesið þaö sem stóð á krukkunni! Það var alveg sama hvað Egon bað og vældi og gretti sig — sá litli opnaði ekki munninn svo að brátt var allt and- litið kámað af þessari vítamínríku kássu. Loksins stakk Egon skéiðinni niður í krukkuna og fékk sér bita af samlokunni. Stóreygt fylgdist barnið með honum, leit á manninn sem tuggði og tuggði og skömmu seinna seildist lítil hönd eftir rauðu sultumaukinu sem lak milli sneiðanna. — Ertu að reyna að stela matnum hans pabba? tautaði Egon með fullan munn af mat og sló laust á höndina. Hann hefði átt að láta það ógjört. Munnvikin sigu, augun urðu að örmjóum rifum og gráturinn afskræmdi allt andlitið. — Svona, svona, pabbi sló þig ekki. . . finnst þér það? Þú átt nú fína, fína matinn þinn. Hann tók skeiðina og reyndi að koma Jafnvel fegurstu konur heims standa í skugganum Fegurstu konur heims voru nýlega á leið til Lundúna vegna keppn- innar um titilinn ungfrú alheimur. Viti menn, í sömu flugvél sat sjálfur söngvari hljómsveitarinnar Culture Club, Boy George. Fréttamenn- irnir, sem biöu óþreyjufullir eftir ungfrúnum, sneru heldur betur við blaðinu þegar í ljós kom hver hafði orðið samferða ungfrúnum. Söngvar- inn sérkennilegi fékk alla athyglina og var yfirheyrður baki brotnu. en dömurnar stóðu álengdar og horfðu aödáunaraugum á keppinautinn. „Hann er æöi,” sagði ungfrú Hondúras, Carmen Ustariz, „mér finnst hann besti söngvari í heimi.” Boy George, sem heitir fullu nafni Alan O’Dowd og er rúmlega tuttugu og tveggja ára gamall, þykir með skrautlegustu karlmönnum heims enda hefur pilturinn haft þó nokkuö með föt aö gera. Hann vann um tima í Notað og nýtt í Lundúnum þar sem hann komst í kynni viö fatnað af öllu tagi, auk þess mun hann hafa séð um útstillingar í hinum ýmsu verslunum borgarinnar. Ekki bregst honum heldur bogalistin hvað snyrtinguna varöar, hann sá um tíma um snyrtingu fyrir sjónvarps- auglýsingar. Þegar verðlaunaafhending poppsins í Bretlandi fór fram fyrir skömmu hlaut hann titilinn persónuleiki ársins 1983. „Mig langar ekkert til að vera eins og öll hin stráin sem bærast í vindinum,” sagði Boy að lokinni verðlaunaafhendingunni. Dorte kæmi kannski ekki næstu tvær klukkustundirnar. Hann færi ágeðdeildef. . . . EGON SKILDI aldrei hvernig hann lifði næstu klukkustundir af. En hann leit á þaö sem kraftaverk að honum tókst að fá Litla til að þegja með uppátækjum sínum. Sá litli sat sem áhorfandi í sófanum og horföi á pabba sinn skríða gelt- andi eins og hund, mjálmandi eins og kött eða hneggjandi eins og hest. Það var erfitt að reyna svona á röddina svo að hann stakk hend- inni inn í apaskinn og lét sem þetta væri rámur api sem hlægi og segði einhverja vitleysuna. Allt hlaut þó að taka enda og ímyndunarafl Egons líka. Litli varð brjálaöur af hrifningu þegar pabbi hans setti poka á höfuðiö og gretti sig skemmtilega. . . að því er honum sjálfum fannst. En nú var öllu lokið. Egon hélt á Litla og skildi ekkert í því hvað barn gat grátið mikið áöur en táralindirnar þornuðu. Hann hafði misst allt tímaskyn og kannski öll skilningarvitin — nema eitt! Hann fann þaö á lyktinni aö grátinn myndi ekki lægja fyrr en hann gerði það sem hlyti að verða til þess að hann fengi orðu fyrir að vera fyrirmyndarfaðir. En honum stóð á sama um þaö. Hann var fús til að afsala sér þeim heiðri eftir allt sem hann hafði gert fyrir barnið þennan dag — en þetta er kannski mesti heiður sem fööur getur áskotnast. Þarna kom Dorte inn og sá manninn sinn sitja vonlausan meö Litla í fang- inu....grípa andann á lofti. . . .Aumingja ræfillinn! ENDIR. Slúöur L3 grænmetisstöppunni upp í Litla sem var hvort eð er með opinn munninn. Honum tókst aö hella úr skeiö- inni upp í barnið en ekki kyngdi það. Gráturinn hélt áfram andar- tak og svo fékk Egon að finna hvernig það er að láta mata sig án þess að maður vilji líta við mat því aö þessi gómsæta stappa hrökk beint út úr munni litla sælkerans. Það heyrðist ekki orð, aðeins niðurbældar stunur og einhver þurrkaði sér í framan með hand- þurrku. Feögarnir horfðust undr- andi í augu. Þá komu aftur viprur við munnvikin og barnshönidin teygðist eftir sultubrauðinu. Egon gafst upp. Sá vægir sem vitiö hefur meira. Skömmu seinna ljómaði Litli af gleði með sultu um allt andlitið og faðir hans bragöaði á vítamínbættri grænmetisstöppu. Loks fengu þeir sér eitthvað að drekka. Nokkra dropa á úlnliöinn — nú, mjólkin var eins og hún átti að vera — og svo ropaði einhver og ældi á skyrtuna hans pabba síns. Hvað gerði það til? Vopnahlé ríkti meðan hálfur peli var drukk- inn. Svo var losað um öryggis- beltið því að nú átti barnið að sofna eftir matinn og Egon var dauðþreyttur. Það er ekkert sem þreytir fullorðið fólk meira en aö horfa á duglega og kraftmikla krakka og Litli var ekki á því aö fara að sofa strax. Hann barðist um á leiðinni til svefnherbergisins og spennti sig eins og stálfjöður þegar hann var lagður blíðlega en ákveðið í rúmið. Hann varð fjólu- blár í framan og veinaði svo hátt að enginn gæti trúað því að smá- barn gæfi slík hljóð frá sér. Faðir hans leit á úrið: Klukkan var stundarfjórðung yfir tólf! 18. tbl. VikanlS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.