Vikan


Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 14

Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 14
1S Smásaga EGON HAFÐI endilega viljaö aö þau eignuöust barn. Dorte haföi dregiö nokkuö lengi úr því — og kannski verið ófús til þess því aö það var hún sem varö aö hætta til að sinna móöurhlutverkinu. En hann var svo sem velkominn þegar hann kom í heiminn. Hann var dásamlegur — séöur meö augum foreldranna. Og þó var ekkert merkilegt viö hann því aö hann var álíka þungur og flest nýfædd börn og hann var hvorki sérlega stuttur né sérlega langur. Egon, þessi nýi og hrifni faðir, leyfði sér meira aö segja aö koma meö niðurlægjandi athugasemdir um hárprýöi sonarins á spítal- anum og segja að augun í honum væru útstæö eins og í froski. Þaö var ljótt. Þaö var líka ljótt aö segja aö bognir fingurnir minntu á pillaðar, grænlenskar rækjur! En barnsfingur litu nú svona út! Egon vigtaöi og mældi litla manninn daglega eftir að Dorte kom heim af spítalanum. Hann var alltaf aö taka af honum myndir, liggjandi í baöi og meöan mamma hélt á honum. Seinna var fariö aö tala um hvaö drengur- inn ætti aö heita. Þaö var erfitt aö ákveöa nafnið því aö hann átti svo marga góöa og ríka frændur sem hétu Wilhelm, Sophus, Alexander og svo framvegis. Svo að erfinginn var bara kallaður „Litli”. — Af hverju er hann svona til- eygður? sagði Egon einn daginn og vonbrigðin heyröust í röddinni. — Eg er alltaf tileygö þegar ég þarf að þræða nál, svaraði Dorte. Þú verður líka tileygöur þegar þú hefur verið lengi á stjórnarfundi. Annars er allt í lagi meö þig. Viltu halda á syni þínum á meöan ég fer og hita pelann hans? Mundu eftir að styöja vel viö bakiö á honum. . .. Egon stóö og horföi á litlu hend- urnar sem pötuðu út í loftið. Allt í einu breyttist svipurinn á nýja pabbanum. — Þaö er fýla af honum, sagði hann og hélt „Litla” fjær sér. — Þá geturðu byrjað að skipta á honum meöan ég sæki volgt vatn, var svarið viö spurningunni sem aldrei var borin upp. — Eg? Stuna heyrðist. — Var ekki einhver aö hringja? Ég skal opna! Litli var lagöur í reyndar móöurhendur og Egon horfinn eins og skot. Dyrnar voru opnaðar og þeim lokaö aftur og Egon sagði í forstofunni: — En skrýtið. . . mér heyrðist hringt. Jæja, ég sæki þá blaðið. — Þaö sem kom í morgun, elskan? Egon kom inn í barnaherbergið með hendurnar í buxnavösunum. Hann lét hringla í lyklum og smá- peningum. — Ég. . . Ég held aö ég sé aö verða gamall, sagöi hann og brosti einkennilega til Dorte. Dorte var búin aö taka bleyjuna af barninu og brosið hvarf af vörum Egons þegar hann leit á hana. — Hvert? spurðihann. — I frystinn, sagði hún og hélt áfram að skipta á barninu. Egon hvarf og einhvern veginn tókst honum aö losa sig viö leifarnar því að Dorte heyrði hann kveikja á sjónvarpinu eftir smástund. Egon sat í stóra sófanum þegar Dorte kom inn eftir aö hafa gengiö frá Litla. — Flýttu þér, asninn þinn! æpti hann. — Æ. . . dómarinn er ómögulegur! Hann sá vel að þetta var aukaspyrna! Egon benti titr- andi fingri á skjáinn. — Hreina, fína barnið vill láta fara vel um sig hér meöan mamma hitar mjólkina. Getur pabbi slakað á og lækkað í sjón- varpinu? Dorte rétti barniö til Egons sem tók brosandi viö drengnum án þess aö líta af þessum heimsku leikmönnum eða ómögulega dómaranum. — Lítil börn hafa ekki gott af að horfa á sjónvarp! Hann lækkaði hljóðiö. — Eg las greineftirsænskansálfræðing. . . — Hvaðertuaðsegja? Egon lækkaöi enn í sjónvarpinu. — Eg segi bara aö börn sem horfa mikið á sjónvarp veröi oft skrýtin þegar þau stækka. Þau geta bilað tilfinningalega séö! Hann lét son sinn snúa baki í skerminn til að sýna aö sér væri alvara. En hver vill snúa baki við því sem á skjánum er? Volið varð aö góli sem yfirgnæfði hrifna og vonsvikna áhorfendur meö lítil flögg og frethorn. Sem betur fer haföi Dorte fariö fram í eldhús svo að Egon gat snúiö Litla skræk aftur viö og látið sænska sálfræöinginn lönd og leiö. Litli æpti hrifinn. Honum var nákvæmlega sama í hvaða mark boltinn fór og enn meira sama þó aö þyrfti að bera einhvern leik- manninn af velli. Litli áhorfand- inn hrópaði af hrifningu svo aö ekki heyrðist í flautu dómarans og baðaöi út öllum öngum. Þaö var alls ekki hægt að horfa á þennan spennandi leik. Dorte kom inn með pelann og horfði á þá sitja við sjónvarpiö. Hún hellti nokkrum dropum á úln- liðinn innanveröan. — Þiö skemmtið ykkur vel! sagöi hún. Egon slökkti argur á sjón- varpinu. Um leið fór Litli að kjökra og Dorte flýtti sér að rétta Egon pelann. — Mundu nú aö láta hann ropa stundum! Eg verö aö fara fram í eldhús ef þú vilt fá blómkálsgratín. Litlar hendur gripu um pelann og ánægjuhljóö heyrðist um leið og varir drengsins náðu taki á túttunni. Þaö er allt í lagi meö Egon, hugsaði Dorte brosandi og hlustaði á mann sinn segja inni í stofu: — Svona, svona, Litli. Engin læti! Þú gætir oröið drykkjusjúkur! Namm, namm, góö mjólk, svo aö strákurinn hans pabba veröi stór og sterkur. . . Svona, upp á pabba öxl. Ropa! Var þetta ekki gott? Eigum viö að fáokkur aftur í glas. . . .? ALLIR VITA aö þaö er auðvelt að verða pabbi. Það er erfiðara að vera það og eins og til aö sanna það sagði Dorte einn daginn við morgunveröarborðiö: — Helduröu aö þú getir passað Litla á laugar- daginn, Egon minn? Faðir Litla varö hálfringlaöur. — Passa. . . passa hvernig? Og hversvegna? — Æ, við Bitta ætlum í búðir. Ég þarf aö kaupa mér pils og kannski fallegan kvöldkjól. Þú veist ekki hvað þaö er að ganga um eins og útspennt regnhlíf í margamánuöi. . . . — Verðurðu að fara á laugar- daginn? Egon var niðurbrotinn. — Ætlaöirðu eitthvaö á laugar- daginn? Dorte leit spyrjandi á hann. Hann svaraði ekki strax heldur leit út eins og hann vonaöist eftir hjálp frá æðri máttarvöldum: — Hver hugsar um. . . son Bittu? Dorte náði í brauð úr brauörist- inni. — Hann Lars? Auðvitaö maðurinn hennar. — Hann Mikael! Fékk Bitta þann þrjóskukálf til aö gæta barns. . . .ogþaðálaugardegi? — Hvernig talaröu um vinnu- félaga þinn og vin? Ætlar þú kannski aö vera enn þrjóskari og neita. . . — Það voru ekki mín orö. Egon skóf mestu brunablettina af sneið- inni svo aö molarnir fuku út um allt. — Hvenær leggið þiö af staö og hvenær get ég átt von á þér heim? — Þú ert engill, elskan mín! Dorte brosti fegin til hans. — Eg vissi að þú létir þig ekki muna um að taka að þér móðurhlutverkið — í hálfan dag. — Hálfandag. . . .! — Já, búðum er lokað klukkan eitt en við komumst í þó nokkrar ef við leggjum nógu snemma af staö. . . . LAUGARDAGURINN rann upp. Egon fékk ekki að sofa frameftir. Annars var hann duglegur að fara á fætur á laugardögum, já, sunnu- dögum líka, hita kaffi og leggja á borö meðan Dorte hugsaði um Litla. En í dag vaknaði hann viö kaffiilminn og konuna sína, sem hló og talaði við Egon yngri í leik- grindinni. — Þið eruö snemma á fótum! Egon kom af baöinu og batt beltið að sér um leiö og hann pírði augun mót sólinni. — Hvers vegna vaktirðu mig ekki? Svo vissi hann hvaö var á seyði. Þetta var laugardagurinn sem hann átti að sýna og sanna að hann væri faðir. — Þú ert bara búin aö klæða þig, sagði hann og settist þyngsla- lega niður. Dorte hellti kaffi í bollann hans. — Láttu nú ekki eins og þaö eigi að leiöa þig á höggstokkinn. Þessar klukkustundir verða fljótar að líöa. Ég verð eins fljót og ég get. Svo er allt til: pelinn og græn- metisstappa sem aðeins þarf að hita. Fat undir vatn, sápa, svampur og hreinar bleyjur. . . . alveg viöhöndina. . . Egon kipptist við þegar hann heyrði bleyjur nefndar. Hann gaut hornauga til stofunnar þar sem leikgrindin var. — Heldurðu að hann. . . . ertu viss.....? — Um hvað? Hún leit spyrjandi á hann en hann hræröi bara í boll- anum sínum og muldraði eitthvaö óskiljanlegt. UTIDYRUM lokað. Bíll sem ók á brott. Svo óhugnanleg þögn sem ekkert rauf nema mas Litla í leik- grindinni. Egon vissi að hann var — næstum því einn! Hann sat og lauk við allt kaffið. Hvað nú? Auð- vitað varð hann að taka af borðinu og svo. . . Lengra komst hann ekki því aö Litla þótti leiðinlegt aö vera svona lengi innan rimlanna og fór að berja í þá til að einhver kæmi að skemmta honum. Svo henti hann öllum leikföngunum út úr grind- inni, öskraði og teygði höndina milli rimlanna og reyndi aö ná í eitthvað. — Er allt dótiö horfiö! Bara rólegur! Pabbi hjálpar þér. . . . Egon hafði hlaupið til þegar ópin rufu morgunkyrrðina. Hann skreið um allt á fjórum fótum og náði í tuskuhund, snuð, tóma 14 Vikan 18. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.