Vikan


Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 48

Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 48
 Pósturinn AIRMAIL PAR AVION Tækniteiknun, Au Pair, óvígð sambúð og fingramál Halló. Ég er hérna med nokkrar spurningar sem mig langar aö bidja þig aö svara fgrir mig af því ég veit annars ekki hvert ég á að snúa mér. Fyrst langar mig ad vita eitthvað um nám í tœkni- teiknun og möguleika á starfi. Svo kemur nœsta spurning. Hvar er hœgt að lœra fingramál? (Eg er hvorki heyrnarlaus né mál- laus en langar mikið til að kunna þetta.) Hvað gera þeir sem eru Au Pair? Og að lokum. Hafa þeir sem eru í sambúð sama rétt og giftir þegar þeir ákveða að slíta samvistum, til dœm- is í sambandi við skiptingu á eignum ? Segjum sem svo að fólk í óvígðri sambúð eigi hús/íbúð saman en eignin sé skráð á nafn annars. Hefðu þá ekki bœði jafnan rétt á eigninni? Jœja, nú er ég hœtt þessum spurningum, áður en þú drukknar í þeim, en vona samt að þú svarir þessu fyrir mig. Með kœrri kveðju og þökk fyrir ágcetan Póst. Bara ég. Tækniteiknun getur þú lært í Iönskólanum í Reykjavík og Iðn- skólanum í Hafnarfirði. I Reykjavík er þetta eins árs nám með átta kennslustundum á dag eöa 40 kennslustunda vika. Það er hægt aö byrja bæöi í janúar og síðan á haustin, þannig er hægt að ljúka fyrrihluta námsins fyrir sumarið og seinni hlutanum síðan fyrir jól. I Hafnarfirði er tækni- teiknaranámiö hálfs dags skóli eða 22 tímar á viku og hefur hing- að til verið kennt eftir hádegi. Þetta hefur verið mjög vinsælt hjá þeim sem vinna úti fyrir hádegi. Eins hafa margar heimavinnandi húsmæður verið ánægðar með hálfs dags skólann í Hafnarfirði. Námiö í Hafnarfiröi tekur þá tvö ár. Markmiðið með tækni- teiknaramenntun er að mennta tækniteiknara til starfa á teikni- stofum fyrirtækja, ráðgefandi verkfræöinga, ríkisstofnana og bæjarfélaga. Tækniteiknarinn á meðal annars að vera fær um aö gera uppdrátt og vinnuteikningu af ýmsum hlutum og mannvirkj- um. Hann á líka að vera fær um að taka ljósrit af teikningum og ann- ast skrásetningu þeirra og fleira. Námsgreinar í tækniteiknun eru: grunnteikning, stærðfræði, íslenska, danska, enska og vél- ritun (fyrri hlutináms). Vélateikning, mannvirkja- teikning, raflagnateikning, korta- teikning, innréttingateikning, húsateikning, perspektivteikning og efnis- og tækjafræði (seinni hluti náms). Ekki veit Pósturinn til þess aö tækniteiknarar hafi gengið at- vinnulausir en með vaxandi tölvu- væðingu á þessu sviði veröa at- vinnuhorfurnar líklega ekki eins góðar, en þetta er ekki langt nám og menntunin veröur aldrei frá þér tekin. Kaup tækniteiknara er hins vegar ekki í hálaunaflokki. Þá er það Au Pair-starfiö. Þeir sem fara utan til starfa sem Au Pair eru yfirleitt ráðnir til aö gæta barna á heimilum og eiga ekki að fást við meiri háttar vinnukonu- störf. Annars er þetta misjafnt og best að semja um hvaö starfið á að innihalda hverju sinni. Venjulega er sá sem starfar sem Au Pair tek- inn sem einn af fjölskyldunni. Övígða sambúðin: Þaö er mikill misskilningur hjá mörgum aö þeir sem búa í óvígöri sambúö í svo og svo langan tíma njóti þar með sömu lagalegu réttinda og þeir giftu. Ef húseign er á nafni annars aðilans er hún eign hans en ekki hins þannig að það verður því að vera samkomulag milli þessara tveggja aöila um skipt- ingu eigna ef þeir ákveöa aö slíta samvistum. Eignaskiptingin getur einnig orðið mikiö mál ef til dæmis annar aöilinn fellur frá og ættingjar hins látna, sem er skráöur eigandi, gera kröfur í eignirnar. Það sem helst hefur þokast áfram í sambandi við rétt- indi fólks í óvígöri sambúð er varðandi umráðarétt yfir börnum. Þar sem mjög langt mál yröi aö fara nákvæmlega út í þessa hluti vill Pósturinn benda þér á að leita til Borgardómaraembættisins aö Túngötu 14 en þar ættir þú að geta fengið nákvæmar upplýsingar. Síminn þar er 22166. I sambandi viö fingramál er mikilvægt að skilja á milli þess og hins svokallaða táknmáls (tákn- málsfréttir í sjónvarpinu). Fingramálið er hægt aö læra af einu blaði, það er fingrastafrófið, og er notað til dæmis til að tjá sig um nöfn manna (þegar viökom- andi þekkir persónuna). Þegar hins vegar á aö tjá sig um annað er notað táknmál. Táknmál er kennt í Heyrnleysingjaskólanum í Öskjuhlíð og er það einungis fyrir heyrnardaufa og aðstandendur þeirra. Námskeiöahald fyrir al- menning er þó væntanlegt og þá á vegum Félags heyrnarlausa á Klapparstíg í Reykjavík og ættir þú að snúa þér þangaö og spyrja nánar um hvort þetta verði aug- lýst og svo framvegis. Pósturinn fékk þær upplýsingar hjá Heyrn- leysingjaskólanum að í fyrra hefði birst á prenti í barnablaðinu ABC mjög skýrt fingrastafróf. Sædís Gunnardóttir, Birkilundi 7, 600 Akureyri, óskar eftir penna- vini á aldrinum 10 til 12 ára. Ahugamál eru frímerki, ser- víettur, spil og margt fleira. Mynd mætti fylgja fyrsta bréfi. Halldór Arni Jóhannsson, Stóru- Breiöuvík, 753 Eskifirði, óskar eftir að eignast pennavini á aldrinum 16 til 30 ára. Ahugamál eru margvísleg: stelpur, bréfa- skriftir, góðar bækur og margt fleira. Svarar öllum bréfum., * Gunnhildur Reynisdóttir, Teiga- seli 11,109 Reykjavík, óskar eftir pennavinum á aldrinum 14 til 16 ára. Er sjálf 15 ára. Helstu áhuga- mál eru tónlist, leiklist, penna- vinir, lestur, bíó og fleira. Svarar öllum skemmtilegum bréfum. Kristín R. Rögnvaldsdóttir, Nýbýlavegi 44, 200 Kópavogi, vill gjarnan skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 14 til 16 ára. Mynd mætti fylgja ef hægt er. Ahugamál margvísleg. Er 15 ára. Soffía Sturludóttir, Furugrund 81, 200 Kópavogi, vill gjarnan skrif- ast á við stráka og stelpur á aldrinum 14 til 16 ára. Mynd mætti fylgja. Ahugamál margvísleg. Er 15 ára. Harpa Sigurðardóttir, Hátúni 3, 230 Keflavík, er fædd ’69 og hefur áhuga á aö skrifast á við hressa stráka sem eru fæddir ’66 til ’69. Ahugamálin eru mörg, til dæmis skíði, útivist, frímerki og dýr. Sigurbjörg Sigurðardóttir, Drangavöllum 3, 230 Keflavík, er 14 ára og óskar eftir pennavinum á svipuöum aldri. Ahugamál eru til dæmis skíði, körfubolti, strákar, böll og margt fleira. Svarar öllum bréfum. Inga Heiða Heimisdóttir, Austur- vegi 31b, Selfossi, er 13 ára og ósk- ar eftir pennavinum á aldrinum 13 til 14 ára. Ahugamál eru sund, pennavinir og margt fleira. Svar- ar öllum bréfum. Lis Olsen, Ponydalen 5, 3000 Helsmgör, Danmark, er 17 ára dönsk stúlka sem óskar eftir pennavinum, bæði strákum og stelpum, á aldrinum 16 til 20 ára. Ahugamál hennar eru tónlist, dans, strákar, föt og ferðalög. Hefur áhuga á aö læra íslensku en svarar bréfum á ensku, dönsku og sænsku. Mynd má gjarnan fylgja. Marianne Schelin, Gjellumstubb- en 17, 1380 Heggedal, Norge, er 13 ára og óskar eftir íslenskum pennavinum á svipuðum aldri. 48 Víkan 18. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.