Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 50
Daplept líf hjá Dóru
Texti: Dóra Stefánsdóttir
Teikning: Hólmfríður Benediktsdóttir
Astríöur er einhver yndisleg-
asta manneskja sem ég hef nokk-
urn tíma hitt og um leið ein af
þeim sérkennilegustu. Hún er sjö-
tíu og sjö ára, sænsk, lítil og blíð-
leg að sjá, hárið silfurhvítt og tek-
ið saman í örlítinn hnút í hnakkan-
um, andlitið alsett örsmáum
hrukkum, hláturhrukkum. Hún er
afar fíngerð að öllu leyti.
En útlitið er blekkjandi. Ástríð-
ur er ekki kona sem situr í róleg-
heitum heima hjá sér með prjón-
ana sína og lifir fyrir börn, barna-
börn eða aðra nákomna ættingja.
Nei, hún er á sífelldu flakki um
heiminn, prjónalaus.
Leiðir okkar lágu saman í París.
Við vorum þar saman tvær ís-
lenskar vinkonur þegar leiðsögu-
maðurinn frá ferðaskrifstofunni
hringdi upp á herbergiö og spurði
hvort við gætum ekki tekið við
einni konu enn. Ég kunni ekki við
að segja nei og játti því hikandi.
Við áttum ekki á góðu von, datt
báðum í hug kona sem við höfðum
séð í flugvélinni og síðan í rútunni.
Það var kona um fertugt sem enn-
þá lifði forna hippatíma, klædd í
uppíklippt pils, þykka peysu, með
bakpoka og breitt belti. Við beltið
hékk ýmislegt, meöal annars
tappatogari og emaléraður kaffi-
bolli sem við höfðum bæði heyrt
hana og séð drekka allt annaö en
kaffi úr. Þaö væri laglegt aö fá
þann ófögnuö inn á sig.
Barið var kurteislega að dyrum
og fyrir utan stóð ekki hippinn
sem viö óttuðumst heldur Ástríð-
ur, í svartri kápu og með lítinn loð-
inn hatt úr gerviskinni. Henni
haföi verið ætlað herbergi með
hippanum en það flúði hún.
Andartak fannst okkur við vera
staddar í miðju ævintýrinu um
Öskubusku. Þarna var álfkonan
góða lifandi komin. Við köllum
Ástríði enn okkar á milli aldrei
annað en góðu álfkonuna.
Hún átti líka sannarlega eftir að
vera okkar góða álfkona í París,
haföi verið þar oft áður og gat bent
okkur á ýmislegt sem var þess
virði að sjá þaö. Hún hætti ekki
fyrr en hún dró mig á þann stað
sem mér fannst yndislegastur í
allri París, torgið Place de Tertre
við Sacré-Coeur kirkjuna. Þar stóðu
málarar í hópum meö léreftin
uppspennt og máluðu. Þetta var
París eins og mig hafði dreymt
um hana í ótalmörg ár.
Ég fylgdi henni líka eftir á opn-
un málverkasýningar. Viö vorum
á gangi í hverfinu okkar á leið á
matsöluhús, gengum þá fram hjá
litlu galleríi sem var uppljómað.
Garöurinn í kring var skreyttur
kertaljósum. Ástríður vatt sér
feimnislaust aö næsta lögreglu-
þjóni sem hún sá og spurði hvað
væri um að vera. Hann upplýsti aö
það væri verið að opna málverka-
sýningu. „Komdu,” sagði Ástríð-
ur ákveðin. Ég hlýddi auðvitað
eins og penar stúlkur gera.
Þegar við komum inn sáum viö
strax ástæðuna fyrir þeim ara-
grúa lögregluþjóna sem var á
vappi í kringum húsið. Að passa
gestina. Þama var greinilega flest-
allt fína fólkið í París samankom-
ið. Konurnar voru í glæsilegum
samkvæmiskjólum frá öllum
þessum þekktu tískuhúsum og
SOVikan 18. tbl.