Vikan


Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 50

Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 50
Daplept líf hjá Dóru Texti: Dóra Stefánsdóttir Teikning: Hólmfríður Benediktsdóttir Astríöur er einhver yndisleg- asta manneskja sem ég hef nokk- urn tíma hitt og um leið ein af þeim sérkennilegustu. Hún er sjö- tíu og sjö ára, sænsk, lítil og blíð- leg að sjá, hárið silfurhvítt og tek- ið saman í örlítinn hnút í hnakkan- um, andlitið alsett örsmáum hrukkum, hláturhrukkum. Hún er afar fíngerð að öllu leyti. En útlitið er blekkjandi. Ástríð- ur er ekki kona sem situr í róleg- heitum heima hjá sér með prjón- ana sína og lifir fyrir börn, barna- börn eða aðra nákomna ættingja. Nei, hún er á sífelldu flakki um heiminn, prjónalaus. Leiðir okkar lágu saman í París. Við vorum þar saman tvær ís- lenskar vinkonur þegar leiðsögu- maðurinn frá ferðaskrifstofunni hringdi upp á herbergiö og spurði hvort við gætum ekki tekið við einni konu enn. Ég kunni ekki við að segja nei og játti því hikandi. Við áttum ekki á góðu von, datt báðum í hug kona sem við höfðum séð í flugvélinni og síðan í rútunni. Það var kona um fertugt sem enn- þá lifði forna hippatíma, klædd í uppíklippt pils, þykka peysu, með bakpoka og breitt belti. Við beltið hékk ýmislegt, meöal annars tappatogari og emaléraður kaffi- bolli sem við höfðum bæði heyrt hana og séð drekka allt annaö en kaffi úr. Þaö væri laglegt aö fá þann ófögnuö inn á sig. Barið var kurteislega að dyrum og fyrir utan stóð ekki hippinn sem viö óttuðumst heldur Ástríð- ur, í svartri kápu og með lítinn loð- inn hatt úr gerviskinni. Henni haföi verið ætlað herbergi með hippanum en það flúði hún. Andartak fannst okkur við vera staddar í miðju ævintýrinu um Öskubusku. Þarna var álfkonan góða lifandi komin. Við köllum Ástríði enn okkar á milli aldrei annað en góðu álfkonuna. Hún átti líka sannarlega eftir að vera okkar góða álfkona í París, haföi verið þar oft áður og gat bent okkur á ýmislegt sem var þess virði að sjá þaö. Hún hætti ekki fyrr en hún dró mig á þann stað sem mér fannst yndislegastur í allri París, torgið Place de Tertre við Sacré-Coeur kirkjuna. Þar stóðu málarar í hópum meö léreftin uppspennt og máluðu. Þetta var París eins og mig hafði dreymt um hana í ótalmörg ár. Ég fylgdi henni líka eftir á opn- un málverkasýningar. Viö vorum á gangi í hverfinu okkar á leið á matsöluhús, gengum þá fram hjá litlu galleríi sem var uppljómað. Garöurinn í kring var skreyttur kertaljósum. Ástríður vatt sér feimnislaust aö næsta lögreglu- þjóni sem hún sá og spurði hvað væri um að vera. Hann upplýsti aö það væri verið að opna málverka- sýningu. „Komdu,” sagði Ástríð- ur ákveðin. Ég hlýddi auðvitað eins og penar stúlkur gera. Þegar við komum inn sáum viö strax ástæðuna fyrir þeim ara- grúa lögregluþjóna sem var á vappi í kringum húsið. Að passa gestina. Þama var greinilega flest- allt fína fólkið í París samankom- ið. Konurnar voru í glæsilegum samkvæmiskjólum frá öllum þessum þekktu tískuhúsum og SOVikan 18. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.