Vikan


Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 17

Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 17
\ i . r * i • »Harry Bökstedt íva Vismdi fyrir almennmg Fjórðungi bregður til fósturs — og kannski vel það Þetta er ekki fyrsta tilraun Frakka til þess aö fá meö rannsóknum á hreint að hve miklu leyti greind einstaklings vísar til fósturs og uppvaxtarskilyrða og aö hve miklu leyti til upplags. Tímaritiö Science geröi fyrir nokkrum árum grein fyrir svipuðum rannsóknum og samanburöi á verkamanna- börnum, sem hærri stétta fjölskyldur höfðu ættleitt, og börnum sem fædd voru og uppalin í þeirri stétt. Þá gengu menn úr skugga um aö enginn munur var þar á, hvorki í náms- árangri né í greindarmælingum. Aö þessu sinni slá Schiff og samstarfsmenn hans því föstu aö niðurstöður þeirra sýni að það sé fyrst og fremst uppeldiö og umhverfið en ekki upplagiö sem stjórnar því hvernig barn spjarar sig í skólanum. I þessari ályktun beinist nokkur broddur að þeim sem hafa stundað greindarmælingar og rannsóknir og vilja leggja alla áherslu á mikilvægi upplagsins eða erfðanna. H.J. Eysenck, hinn þekkti sálfræðingur í London, hefur til dæmis haldið þeirri kenningu á lofti að stéttamunur í nútímasamfélagi sé öllu frekar fram kominn fyrir meðfæddan mis- mun, í gáfum og öðru. Bandaríkjamaðurinn Arthur Jensen telur að ytri aðstæður hafi ekki önnur áhrif en til hindrunar, svo sem þegar barn líður mikinn skort meðan það er í vöggu. Þá megi auka greind þess eitthvaö með betra atlæti síðar — en aðeins upp að því marki sem erfðaupplag setji því. Samkvæmt því ætti ekki aö vera unnt að auka greind barns úr almúgastétt með því einu að koma því fyrir í menningarlegra umhverfi. I frægri grein, sem birtist í Harvard Educational Rewiev 1969, benti Jensen þessi á að ekki lægju fyrir neinar vísindalegar rannsóknir á barnahópum þar sem greindar- vísitalan hefði breyst. við það að þau skiptu um umhverfi. Af öllum sólarmerkjum að dæma ætti skýrsla frönsku vísindamannanna, sem nú er komin fram, að ráða bót þar á. Munurinn á greindarvísitölu barna á hærri og lægri samfélagsstigum er að öllu leyti af- leiðing af mismunandi umhverfi í uppvexti. Væru börn verkafólks alin upp við sömu skil- yröi og bjóðast í efnaðri millistétt mundu þau ná sama árangri í gáfnaprófum og spjara sig jafnvel í náminu og börn sem frá upphafi áttu heima hjá hærri stéttunum. Þetta er niðurstaða sem hópur franskra vísindamanna telur sig hafa fræöilegar sann- anir fyrir. Hafa þeir starfaö að rannsóknum á þessu í tengslum við Institut National de la Santé et la Recherche Médicale (heilbrigðis- og læknisrannsóknarstofnun Frakklands) undir stjórn Michael Schiff sálfræðings. I nýrri rannsókn, sem tímaritið Cognition greinir frá, sýna þeir fram á að verkamanna- börn, sem snemma hafa verið færð yfir í efn- aðra og samfélagslega hærra sett umhverfi, hafi vaxið aö gáfum um 15 greindarvísitölu- stig. Þessi umhverfisbreyting hefur áhrif þegar barn fætt af menntunarlausri verkakonu hefur verið ættleitt af fjölskyldu ofarlega í millistéttum áður en það náði sex mánaða aldri. Þessi börn hafa síöan veriö borin saman við önnur börn sömu mæðra og uxu upp í móöurgarði, nutu sem sé á ýmsan máta snauðara atlætis. Rannsóknirnar tóku til 35 ættleiddra barna og 32 mæðra þeirra og að auki annarra barna sem 20 af þessum mæörum höföu sjálfar alið upp. — Börnin í báöum hópunum voru æ ofan í æ látin ganga undir greindarpróf frá sex til þrettán ára aldurs. Munurinn var sláandi, eins og segir í um- sögn Scientific American um rannsóknirnar. Hjá ættleiddu börnunum var meðalgreindar- vísitalan 109, þaö er að segja nánast ná- kvæmlega sú sama og hjá öðrum börnum hærri stétta í Frakklandi, en um það lágu fyrir upplýsingar úr rannsóknum á landsvísu. — En systkini þeirra og hálfsystkini, sem alist höfðu upp á verkafólksheimilum, höföu að meöaltali greindarvísitöluna 95, þá sömu og mælst hefur hjá börnum fransks verka- fólks sem ekki hefur notið menntunar. Hættan á að ættleiddu börnin ættu í náms- erfiðleikum, þyrftu að sitja eftir í bekk eða njóta sérþarfatilsagnar var 75% minni en hjá systkinum þeirra á verkamannaheimilunum. Hjá hvorum hópi um sig voru falleinkunnir í skólum ámóta algengar og gengur og gerist hjá frönskum börnum í þessum stéttum. 18. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.