Vikan


Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 35

Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 35
Draumar Vanskapað barn Kœri draumráðandil Mig langar til þess að biðja þig að ráða eftirfarandi draum: Mér fannst ég vera stödd í heimsókn hjá vinkonu minni. Hún er ófrísk núna en mér fannst hún vera búin að eiga. Mér fannst vinkona mín vera sér- staklega falleg og hún var í fal- legri, hvítri blússu. Eg sþurði hana hvernig fæðingin hefði gengið og hvort barnið hefði verið stelpa eða strákur. Þá varð hún mjög döþur, tók utan um mig og grét og sagði að barnið hefði verið hræðilega vanskaþað, útlimirnir afskræmdir. Svo fannst mér tungan í barninu vera svo ofboðslega stór. Ég vissi ekki hvort barnið var strákur eða stelpa. Lengri var draumurinn ekki en þetta er sá allra skýrasti draumur sem mig hefur dreymt. Með fyrirfram þökk, S. Langlíklegast er að þessi draumur endurspegli mjög venjulegan ótta sem er ríkur í mörgum varðandi ófædd börn, eigin og annarra. Og sé svo er þetta ekki tákndraumur. Þú þarft ekki að hafa hugsað neitt sérstaklega um þetta ófædda barn þó kvíðinn birtist í draumi. Hann er mjög algengur. Ráðning á þessum draumi er til en þar sem á aðeins einu tákni er að byggja, og daufum endur- ómi frá öðru tákni, þá telur draumráðandi að draumurinn sé ekki endilega táknrænn. En merkingin í draumnum er svo ágæt að það er gaman að leyfa henni að fljóta með og vona bara að þetta sé tákndraumur þegar allt kemur til alls. Það á nefni- lega að vera hverjum þeim til einstakrar gæfu sem birtist vanskapaður í draumi og þess vegna er merking draumsins hinu ófædda barni fyrir einhverj- um stórvirkjum og afrekum í framtíðinni. ~V*i Skop — Mamma, ég er með magaverk, sagði Sigga litla, sex ára. — Það er bara af því þú vildir ekki borða matinn þinn. Maginn er tómur! Skömmu síðar kom pabbinn heim og kvartaði sáran yfir því að hann hefði haft höfuðverk allan daginn. Þá gall í Siggu litlu: — Það er bara af því aö höfuðið ertómt! — Trúið þér á ást við fyrstu sýn,' fröken? - Nei! — Gætumviðþáhistámorgun? — Heyrðu Kalli! Ég er að fá undirhöku! sagði konan við mann- inn sinn. Jæja, góða mín, hefur hin upp- runalega haft of mikið að gera ein. . .! — Góðan dag, fröken, ég held að við höfum hist áður. Gæti það ekki hafa verið í dýragarðinum? — Það er mögulegt. I hvaða búri ertu vanur að vera? Aumingja Hans gamli. Hann lagði peninga til hliðar til elliár- anna og nú getur hann ómögulega munað hvor hliðin það var! María litla vaknaði klukkan tvö að nóttu: — Segðu mér sögu, mamma, sagöi hún. — Bíddu svolítið, góða mín. Bráðum kemur hann pabbi þinn og þá færðu að sjá leikrit. Kennarinn: Hvernig getur þú sannað að jörðin sé hnöttur? Stína: Eg hef aldrei sagt að hún sé það! Kennslukonan sat og talaði við börnin í fyrsta bekk um heimili þeirra og systkini. — Og hvað eruð þiö nú mörg heima hjá þér, Sonja mín? — Viðerumtólf systkinin. — Almáttugur. Það hlýtur að kosta foreldra þína mikla peninga. — Nei, þau hafa alls ekki ráð á að kaupa okkur. Þau búa okkur bara til sjálf. Svo var það lögregluþjónninn sem stöðvaði ökumanninn er hann kom út úr hringtorginu: — Heyrðu mig, góði maður! Þú ókst öfugan hring á hringtorginu. Sástu ekki örvarnar? — Örvarnar?! Fyrirgefðu. .. hikk. . . herra lögregluþjónn, en ég sá nú... hikk. .. ekki einu sinni indíánana. . .! A: Eg sá mann sem var svo hræðilega líkur asna. B: Nú, svo þú hefur litiö í spegil nýlega. Hann: Það er ein spurning sem hefur brunnið á vörum mínum í margar vikur! Hún: Jæja, og ég hef haft svariö á reiðum höndum í marga mánuði. . . Dómarinn: Það er sagt að þú hafir slegið ákærandann í höfuðið meðvínflösku! — Já, herra dómari, en mér datt ekki í hug að hann myndi rot- ast, því þetta var nú bara flaska af léttvíni. . .! Svo var það strákurinn sem kom þjótandi inn á bensínstöðina með dunk í hendinni. Strákurinn: — Ég ætla að fá bensín fyrir 1000 kall í hvelli. Það er kviknað í skólanum! — Nei, hvernig getur þetta verið? Þrjátíu kall fyrir tvær nátt- skyrtur? spurði Skotinn sem kom að sækja tau í þvottahúsið. — Þú gleymir nú öllum sokkunum og vasaklútunum sem þú hafðir troðið í skyrtuvasana. Víðfrægur pólfari í blaðaviðtali: — Birgðirnar voru allar uppurnar, við vorum búnir að borða hundana. Loks urðum við að leggja okkur stígvélin til munns. Eg var sá eini sem liiði af. Eg nota stígvél númer 52! Maöur nokkur var sendur í fyrstu geimferðina til Venusar. Fljótlega eftir að hann var lagður af staö út í geiminn rofnaði allt fjarskiptasamband við hann. Fréttist nú ekkert af manninum fyrr en allt í einu að geimfariö lenti í höfninni í New York. Æstir blaöamenn voru komnir á vett- vang þegar hann skreiö hund- blauturá land: — Segðu mér, er líf á Venusi? — Ja, líf og ekki líf. Þaö er ágætt á föstudögum og laugardögum, en sunnudagseftirmiðdagarnir eru alveg dauðir! Tveir borgarskæruliðar á tali í ónefndri borg á Italíu: — Heyrðu, þú átt að sprengja upp rikislista- safnið! — Það get ég ekki, ég á ekki nema 500 lírur og það kostar þúsund inn! — Heyrðu, þú verður þá bara að gera það á miðvikudag, þá er frítt inn! Suður-Ameríkani var fyrir rétti, sakaður um að hafa keypt kókaín til útflutnings. Hann játaði... strax. Það var ekki um annaö aö ræöa. Dómarinn hafði selt honum það. Enskur hefðarpúki var á ferð í New York fyrir allmörgum árum. Bandarískur vinur hans sýndi honum það markverðasta í borg- inni. — Þetta er hæsti skýjakljúiur í heimi, sagöi Kaninn. — Athyglisvert. — 72hæðir! — Merkilegt. —Utsýnið af efstu hæðinni er einstakt! — Svo...? — 43 lyftur! — Virkilega? — Byggt úr steinsteypu, stáli og gleri, eldur fær ekki grandað því. — Hryggilegt! Tvær mannætur stóðu inni í myrkviðum skógarins. Flugvél flaug yfir og úr vélinni svifu nokkrir menn í fallhlífum. — Sko, matarpakkar! sagöi önnur mannætan þá við hina. Þrír fangar sátu í fangelsi í Austur-Þýskalandi. Þeir voru að tala um hvers vegna þeir sætu inni: —Eg kom tíu mínútum of seint í vinnuna og sit inni fyrir svik gagnvart ríkinu. — Eg kom tíu mínútum of snemma í vinnuna og sit inni fyrir njósnir. — Eg kom á réttum tíma í vinn- una og þá komst upp að ég átti vestur-þýskt úr! 18. tbl. Vikan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.