Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 21
„Litla dóttir mín kemur
stundum í heimsókn í óperuna og
þaö hefur komiö fyrir að hún þekki
mig ekki — fyrr en hún heyrir
röddina,” sagði sænski óperu-
söngvarinn Bo Maniette brosandi
þegar viö röbbuöum viö hann ný-
lega. Bo tæpti niöur tánum á
íslandi í marslok, brá sér í gervi
Drakúla og söng hlutverk hr.
Frankensteins í samnefndu tón-
verki.
Þegar klukkutíma færi gafst
rétt fyrir sýninguna á þessu tón-
verki austurríska tónskáldsins
H.K. Gruber skaust Bo með okkur
í myndatöku hjá Vikunni. Hann
olli miklu fjaðrafoki hjá fyrirtæki í
sama húsi hér viö Síöumúlann
þegar hann vatt sér þar inn í full-
um skrúöa og bauð djúpri bassa-
röddu (meö Drakúla-hreim)
„Good eve-ning”.
Bo Maniette hóf söngferil sinn
„undir píanóinu” heima hjá sér.
Þar lá hann barn aö aldri og
hlustaði á móður sína leika.
Snemma læröi hann aö syngja og
spila á gítar. Um tíma feröaðist
hann um og hafði ofan af fyrir sér
sem farandsöngvari. Síðan komst
Bo í nám hjá þekktum sænskum
söngkennurum og hlaut kröftug
bassarödd hans góða þjálfun.
Fyrir sex árum var Bo ráðinn
til starfa viö óperuna í Gautaborg,
þá nær þrítugur aö aldri. „En
bassaröddin verður venjulega
ekki fullþroska fyrr en um
fertugt,” segir Bo, Fávís blaða-
maðurinn spyr hvort hann fái sér
ekki vatnsglas eða tesopa fyrir
sýninguna, svona til aö liðka radd-
böndin. (Drakúla-hreimur:) „No,
I just have one cupp of blodd! ”
Ekki hefur Bo Maniette
einskoröað sig viö óperuna. Hann
segir okkur frá því að hann taki
ööru hverju að sér aukastarf við
að syngja og leika á kabarett-sýn-
ingum. Þetta finnst honum ógnar-
spennandi starf. „I óperunni hefur
maður tvo tíma til að lagfæra
slæma byrjun en í kabarett tekur
atriðiö aðeins þrjá mínútur og þá
er ekkert svigrúm fyrir fálm eöa
mistök.”
Bo hefur samið einhver ógrynni
af lögum, hann segir okkur aö yfir
100 verk eftir hann hafi verið gefin
út í einu eða öðru formi. Þar á
meðal hefur sú víðfræga hljóm-
sveit ABBA tekiö lagasmíð eftir
Bo til flutnings.
Verkið Hr. Frankenstein hefur
Bo flutt víöa um lönd og yfirleitt
með stórum hljómsveitum. Hon-
um fannst því spennandi tilbreytni
að vinna með hljómsveit með
aöeins á annan tug hljóðfæra-
syngur Franken-
stein í gervi
DRAKWA
■ i 1 .
4
4
I
I
4
o/
4
leikara. Frankenstein-svítan var
frumflutt í Vínarborg árið 1975 og
hefur síðan farið sigurför um
Evrópu. Höfundurinn, Heinz Karl
Gruber, er afkomandi mannsins
sem samdi Heims um ból, Franz
XaverGruber.
Sjálft tónverkiö er „hugljúf
tónsúpa” en grínið felst í því aö
hin kostulegasta blanda verður úr
því þegar eitraður textinn er kom-
inn saman við:
Nú hjalar glóð við ofninn minn.
Um gluggann brosir vetur inn.
Er snjóflygsurnar dansa dátt,
drepa skal á verúlfs þátt.
Sveimar hann um sveitir enn,
sáttur mjög við guö og menn;
Texti: Jón Ásgeir
Ljósm.: Ragnar Th.
ekkert fær á honum hrinið,
hamingju- leikur -bros um ginið.
Börnin góð, út göngum fús,
gerast þröng vor föðurhús,
jólabakstur berum greiö,
bjóðum verúlfinum sneið.
Áöðrumstaðsegir:
Okind labbar framhjá mér,
löðrandi í blóði er.
Er hér nálykt, eða hvað?
Ættir þú að fara í baö!
Þegar hljómsveitin hefur kom-
ið sér fyrir á sviðinu í Gamla
bíói og hljómsveitarstjórinn,
Guðmundur Emilsson, kominn á
sinn stað, bíöa gestir eftir
söngvaranum. Svo fer hlátur-
hvískur að berast um salinn, úr
aftara horni hægra megin. Við
sem sitjum á hliðarsvölunum
komum auga á Bo í Drakúla-gerv-
inu þar sem hann tekur nokkur
skref og staðnæmist svo við ein-
hvern áheyranda og starir á hann.
Sá flissar og þá heldur Bo áfram
— og staönæmist aftur. . .
Fremst í salnum vinstra megin
sat kona í hjólastól og hló þessum
diilandi hlátri. Bo beið stundarkom
og hláturgusurnar gengu út um
salinn eins og vatnsgárur út frá
staðnum þar sem konan sat. Eftir
smástund hélt Bo áfram upp á
sviðið og hóf að syngja um músar-
tetrið sem býður í höllina og
„stingur úr mér augun þar, ekki
munég rata par”.
Áhorfendur hlógu dátt þegar
slagverksleikarinn dró á einum
staö í tónverkinu upp hvern bréf-
pokann á fætur öðrum, blés þá upp
og sprengdi. Önnur barnahljóö-
færi af ýmsu tagi komu einnig viö
sögu, fyrir utan hin hefðbundnu.
Frumtexti Hr. Frankenstein er
á þýsku og var dreift íslenskri
þýðingu (frjálslegri) eftir Ríkarð
Ö. Pálsson. Léttleikinn og gríniö í
þessu tónlistarverki lét hugann
hvarfla aö því hvort þetta væri
ekki tilvalið sem barnasýning. En
Bo söng á sænsku, sem fæst
íslensk börn skilja. Meiningin
komst allvel til skila hjá áheyr-
endum sem ákaft klöppuðu Bo
Maniette lofílófa.
Það er ekki annaö að sjá en
vegferö íslensku hljómsveitarinn-
ar ætli áfram að verða til fyrir-
myndar. Henni hefur tekist að
ljúka öðru starfsári sínu og spáðu
þó sumir aö árið yröi aldrei nema
eitt. Hljómsveitinni hefur tekist að
festa rætur í menningarlífi lands-
manna og er það vel.
18. tbl. Vikan 21