Vikan


Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 26

Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 26
15 Spennusaga Nedra Tyre John Johnson vissi aö hann varö að myröa konuna sína. Hann neyddist til þess. Þaö var það eina sem hann gat. Svo mikla tillits- semi varö hann að sýna henni. Skilnaöur kom ekki til greina. Það voru engar forsendur. Mary var góö og lagleg og skemmtileg og haföi aldrei litiö á annan mann. Hún hafði aldrei rifist í honum öll þeirra hjúskaparár. Hún eldaöi frábæran mat og spilaöi bridge vel. Þaö var engin húsmóöir í bænum jafnvinsæl og hún. Þaö var sorglegt aö þurfa að myrða hana. En hann ætlaöi ekki aö svívirða hana með því aö segja henni aö hann vildi skilja við hana, ekki eftir aö þau höföu haldiö upp á tuttugu ára hjúskaparafmæli — fyrir tveimur mánuöum — og óskað hvort ööru til hamingju með að vera ham- ingjusömustu hjón í öllum heimin- um, skálað í kampavíni fyrir framan hrifna vini og heitiö hvort ööru eilífri ást. Þau sögöust vona að guö yröi svo góður að hann leyföi þeim að deyja saman. Nei, John gat ekki hent Mary frá sér. Slíkt geröu dónar einir. Mary gæti ekki lifaö án hans. Auðvitað hefði hún verslunina á- fram, sem haföi gengiö ágætlega frá því aö hún opnaði hana, en hún var ekki ein af þeim konum sem gera starfiö aö lífsstarfi. Þaö haföi veriö góö hugdetta að opna verslunina þegar Greer-húsið við hliðina á þeirra húsi var sett á sölumarkaðinn. Það voru engar endurbætur geröar nema hvað hluti var brotinn úr veggnum svo aö þaöan yrði innangengt í þeirra hús. Mary sagöi að þaö yröi gott fyrir sig að hafa þessa verslun á meðan elsku maðurinn hennar væri aö vinna. Það skipti hana engu máli aö hafa búö þó aö hún væri ágæt kaupsýslukona. John kom sjaldan inn í verslunina. Hon- um fannst alltof mikið þar inni. Honum leið illa þar. Allt var hlaðiö af húsgögnum og eitthvað svo brothætt. ,,Já, Mary haföi áhuga á honum en ekki versluninni. Hún yröi að hafa eitthvað annað en verslunina til að lifa góöu lífi. Hún hefði engan til að fara meö á hljómleika eöa í leikhús ef hann skildi viö hana. Kvöldveröar- boöin, sem hún skemmti sér svo vel í, yrðu líka úr sögunni. Hún yröi ein og fráskilin og myndi þar meö lenda í hópi piparmeyja og ekkna sem var boðiö í hádegisverð en ekki kvöldverö. Hann gat ekki fengið af sér að láta Mary lifa slíku lífi þó aö hann væri sannfæröur um aö hún gæfi honum eftir skilnaö ef hann bæöi um hann. Hún var svo góð og skilningsrík. Nei, hann ætlaði ekki aö auö- mýkja hana meö því aö biöja hana um skilnað. Hún átti betra skilið af honum. Ef hann heföi ekki hitt Lettice í viðskiptaferöinni til Lexington! En hvernig gat hann séð eftir slíku kraftaverki? Hann var nýr maður og haföi allur lifnaö viö á þessum sex vikum sem hann hafði þekkt Lettice. Honum fannst hann eins og blindur maður sem haföi fengiö sjónina eftir aö hann kynntist Lettice. Og þaö stórkostlega var aö Lettice elskaði hann og vildi giftast honum — og hún var frjáls. Og beiö. Og heimtaöi. Hann varö aö einbeita sér að því aö losna viö Mary. Hann hlaut aö geta séö um smáslys vand- ræöalaust. Þaö væri best aö gera það í versluninni, innan um allt draslið, innan um þessi þungu marmaralíkneski og ljósakrónur og hlóðagrindur hlaut hann aö finna eitthvað sem hann gat notað til að koma elsku Mary sinni til himna. „Þú veröur aö segja konunni þetta, elskan,” sagði Lettice þeg- ar þau hittust næst á eftirlætis- hótelinu þeirra í Lexington. „Þú verður aö biöja hana um skilnað. Þú verður að segja henni frá okkur.” Rödd Lettice var svo lág og hljómfögur aö John fannst hann vera dáleiddur. En hvernig átti hann aö segja Mary frá Lettice? John skildi ekki einu sinni hrifningu sína á Lettice. Mary var aölaöandi, Lettice glæsileg. Lettice var ekki jafn- lagleg eöa töfrandi og Mary. En hann stóöst hana ekki. Hann var heitur elskhugi í návist hennar en tillitssamur eiginmaöur með Mary. Hann lifði lífinu út í ystu æsar meö Lettice því að ekki eitt af öllum árunum með Mary jafnaöist á viö dag meö Lettice. Lettice var höfuöskepnurnar fjórar, eldur, vatn, jörð, loft. Mary var — nei, hann gat ekki gert neinn samanburö. Til hvers var líka að bera þær saman? Um leiö og hann ætlaði að stinga upp á því viö Lettice aö þau færu á barinn sá hann Chet Fleming koma inn á hóteliö. Hvaö var Chet Fleming að gera í Lexington? En allir gátu fariö allt, því miður fyrir ástfangiö fólk. En Chet Fleming haföi hann síst af öllum viljaö sjá því aö hann var maðurinn semmyndi geramest úr því að sjá John meö annarri konu. Hann var kjaftaskur sem myndi segja konu sinni og vinum, lækni sínum og kaupmanninum, bankastjóranum og lög- fræðingnum allt af létta. Mary hlyti að frétta þaö. Hún átti betra skiliö. John hnipraöi sig saman viö hliðina á Lettice. Chet hékk viö borðið. John gat ekki verið svona öllu lengur, Chet hlaut að sjá þau Lettice. John afsakaöi sig og fór yfir að blaðagrindinni í horninu og faldi sig þar þangað til að hann sá Chet fara upp í lyftunni. Þau sluppu naumlega í þetta skipti. John varö aö gera eitthvaö til 26 Vikan 18. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.