Vikan


Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 44

Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 44
iS Framhaldssaga Sekúndur liðu. Smith kinkaði kolli en sagði ekkert. „Viö skulum þá taka saman,” skipaöi Peterson. „Burckhardt, hóaöu í þyrluna. Við getum fariö aftur til bækistöðvanna.” Þegar mennirnir tíndust burt gekk Smith til hans. „Það er víst svona sem þaö fer, herra,” sagöi hann treglega. „Hvaö skeytin varöar er ég skolli viss um að TOW er svarið.” „Þú getur veriö viss um það, kafteinn, aö viö yfirförum alla hugsanlega aökomu.” Eins og málin ganga, hugsaði Peterson meö sjálfum sér, fáum við nægan tíma til þess. Við missum bara snjóinn tilaöæfaí. SIMI ANDERSONS hershöföingja hringdi meðan hann var aö lesa Söndru fyrir. Línan var öryggis- lína til æösta foringja banda- manna í SHAPE skammt frá Mons. „Bíddu sem snöggvast,” sagöi hann við Söndru og svaraði í símann, hlustaði af athygli í fá- einar mínútur. „Þeir veröa bara aö samþykkja þetta. Þaö er þegar búiö að tilkynna að landgönguliðiö sé aö undirbúa æfingu sem ekki er á dagskrá. Viö veröum að senda ACE hreyfanlegu sveitirnar.” Jafnvel þó aö orö hans væru rugluð meö rafeindabúnaði notaöi hershöföinginn svo mikið rósamál sem hann mögulega gat og foröað- ist að nefna landið. En hreyfan- legar sveitir bandamanna í Evrópu voru til þess ætlaðar að styrkja stööu NATO, annaöhvort norðanvert í Noregi eða sunnan- vert í Grikklandi og Tyrklandi, og hann var staðráðinn í aö nú yröi gripiötil þeirra. „Viö veröum að sýna fánann. Já, ég er sammála því aö ráðið vilji lítið áberandi aögeröir. Þaö er rétt. Við veröum aö gefa út yfir- lýsingu um aö verið sé að æfa stað- setningu. Auövitaö er þaö vit- leysa. Þeir verða aö vera reiðu- búnir að berjast. Ef við sendum ekki hreyfanlegu sveitirnar, hvernig getum viö þá sýnt stuðning við bandalagsríki sem býr viö ógn?” Anderson talaði fáeinar mínútur enn, lagöi svo á og sneri sér aftur aö einkaritaran- um sínum. „Jæja, Sandra, hvert var ég kominn?” Þetta kvöld lá Söndru mikið á aö sleppa á réttum tíma. Hún ætlaöi að elda kvöldverö handa Erich og hafði áhyggjur af því aö þurfa kannski aö vinna frameftir. „Vandræöi meö kærastann?” spurði Júlía, glampaði á nýtt gull- armband á úlnliði hennar. Hún fann ævinlega á sér þegar Sandra átti sérstakt stefnumót. Þaö var kvíði í fasi hennar sem óx eftir því sem leiö á daginn. „Enginn þeirra er þess virði, ljúfan mín. Taktu mitt ráð. Sparkaðu nokkrum sinnum í kjaftinn á þeim. Þaö heldur þeim viö efniö.” Hún drap áberandi tittlinga framan í liö- þjálfann. „Ekki síst Þýskurum. Þeir vilja vera beittir aga. Ekki skeyta neitt um mig, elskan. Eg er bara afbrýðisöm, þaö er allt og sumt. Helvítis viðhaldið mitt er farið aftur til kerlingarinnar sinnar.” „Æ, hvaö mér þykir það leitt. ” „Þeir koma og fara.” Júlía fitjaöi glettnislega upp á nefiö. „Þaö er það yndislega við NATO. Alltaf nýir menn. Af hverju held- uröu að ég hafi hangið hérna öll þessi ár?” Hún lagði drafandi áherslu á orö sín. „011” var eitt uppáhaldsorðiö hennar. „Hvaö sem því líöur skaltu ekki hafa áhyggjur. Ef það verður kreppa klukkan fimm verö ég frameftir. Eg skulda þér greiöa, ekki satt?” Það var einkennilegt viö Júlíu, hugsaði Sandra þegar hún ók aftur inn í Brussel eftir vinnu. Maður skyldi ætla aö hún væri svo vitlaus í karlmenn aö hún myndi aldrei neitt. I raun og veru var Júlía langt frá því aö vera kjáni og hafði næmt eyra fyrir því sem var á seyöi. Curtis stórfylkisforingi var ekki fyrsti starfsmannastjórinn til aö treysta bæði á það og á þekkingu hennar á því hvernig samtökin störfuöu. Sandra þoldi ekki tilhugsunina um aö vera meö í eilífu NATO-slúðrinu. Eini hængurinn á að vinna hér, þrátt fyrir hátt kaup og góða aðstöðu, var að öll þörfin fyrir leynd geröi allt svo lokaö og jók á makk. Þetta kvöld kom Erich stund- víslega þó hann væri í úfnu og ein- kennilegu skapi. Hann drakk fyrsta viskíglasiö sitt óvenjulega hratt. Hann tók heldur ekki eftir því, henni til vonbrigða, aö hún haföi skolað háriö á sér nokkrum blæbrigöum ljósara. Hún var hálf- vegis hrædd um aö tilraunin mis- tækist og breytti sér hægt í ljósku. En þaö var svo auðsætt aö hann var í uppnámi aö hún einbeitti sér aö því aö hugga hann. „Hvað er aö, ástin mín?” spurði hún full samúöar um leiö og hún bjó til salatsósu. Hún var aldrei nægilega örugg um sjálfa sig til aö ljúka alveg undirbúningi máltíðar áöur en gesturinn kom og vildi gjarnan hafa afsökun til að skjót- ast inn í eldhúsið og út ef eitthvað skyldi brenna viö. „Eg frétti það í dag,” sagöi hann. „Der Spiegel fer með vissu aö leita að nýjum manni í haust. Þá hef ég fimm mánuöi til að skapa mér nafn. Drottinn almáttugur, ég þarf aö ná í skúbb sem fyrst.” Hann greip um höfuð sitt eins og hann væri óbærilega gramur. Þaö var engin þörf að nefna NATO. Hún vissi prýöilega hvaða frétt þaö var sem hann vildi, þó hann notaði slanguryröiö „skúbb” til að minna hana á þaö. Ef hún færi ekki fljótlega að gefa upplýsingar neyddist hann til að fara aö beita þrýstingi, alvar- legum þrýstingi. „Þaö er í rauninni ákaflega lítiö að gerast,” sagöi hún og beindi samræöunum aö ööru efni. En hugsanir hennar sneru ævinlega aftur að símtali Andersons hers- höföingja. Hún rökræddi við sjálfa sig meðan hún lyfti steikunum af grillinu. Þaö átti aö vera önnur æfing í Noregi og Anderson haföi sérstaklega talaö um opinbera yfirlýsingu. Þaö gat áreiöanlega ekki gert neitt þótt hún gæfi Erich ábendingu um aö vænta einhvers. Hann var óhuggandi, veslings maðurinn. Þegar þau voru komin að kaffinu og fáein glös af góöu Beaujolais höföu hjálpaö henni að slaka á tók hún ákvörðun. Af hverju ekki? Það gat engan veginn gert neitttil. „Satt aö segja, ástin mín, heyrði ég eitt smáatriði í dag sem gæti komiö þér að gagni. Þaö á bráöum aö gefa út yfirlýsingu um æfingu í Noregi.” „Er þaö?” Hann varö þegar árvökull. „En Pólhraöferöinni er lokiö. Þaö er búiö aö senda út myndir.” „Jæja, ég held aö þeir ætli að fylgja henni eftir meö annarri.” „Og þykir Rússum eitthvaö til koma?” Hann leyfði sér aö sýna fyrirlitningarvott. „Allar myndir frá Pólhraöferöinni sýna hermenn aö borða eöa drekka eða sitja í sól- inni! Pólleyfisæfinguna nefnum viö hana.” „Eg veit ekki um þaö.” Hún kunni ekki viö hæöni hans, jafnvel þó aö vottaöi fyrir sannleika í henni. „Hvaö sem því líður er meginmáliö að þú ættir aö fá góða frétt eftir fáeina daga.” „Það er ágætt,” flýtti hann sér aö samsinna. „Þakka þér fyrir, ástin mín, þakka þér fyrir aö segja mér þetta.” Hann klingdi glasinu við glas hennar og drakk þegjandi skál. Augu hennar voru full af ánægju. Já, hugsaði hann, þaö þarf aö skála fyrir þessari stundu. Sögulegri stundu: Fyrsta skipti sem hún hefur látið í té hernaöarupplýsingar. „I sam- bandi við flugferöina okkar, ljúfan mín. Hefuröu einhvern tíma kom- iötil Cannes?” „Væri þaö ekki skelfilega dýrt?” „Deauvill er nær.” „Við skulum þá fara þangað. Þaö er líka í Frakklandi þegar öllu er á botninn hvolft. Eg er svo hrifin af Frakklandi, ekki síst að vorlagi.” „Deauvill verður þaö.” Hann þrýsti hönd hennar undir borðinu. „Viö förum í maí þegar fariö er aö hlýna í veöri.” Og þegar átökin viö NATO ættu líka að vera farin aö hitna, hugsaði hann, brosti aö þessum leynilega brandara sín- um. Hún hélt um hönd hans og brosti ásthrifin á móti. A HÆÐ fyrir ofan flugvöllinn í Bardufossi voru norsku flugvéla- skytturnar viðbúnar. Bofors-byss- urnar þeirra voru hálffaldar í snjógryfjum. Fáeinar stikur frá þeim gnæföi föl hvelfing ratsjár- innar sem veitti byssunum upp- lýsingar og fylgdist með flugvél- um sem nálguðust. Inni í hlýjum ratsjárklefanum fylgdist starfsliö- iö meö stööugum straumi flugvéla sem nálguðust. Æfing ACE hreyfanlegu sveitanna var hafin og C-141, risastórar lang- vængjaðar þotur, fluttu lið frá Bandaríkjunum og Kanada; stuttar túrbó-vélar af Hercules- gerö voru þegar komnar með breska hersveit frá Tidworth í Wiltshire; herstjórinn haföi flogiö frá aðalbækistöövum sínum í Suður-Þýskalandi í gær; fleiri sveitir voru sífellt aö koma. Niöri á flugvellinum voru stjórnendur aö koma reglu á hugsanlega upplausn; skráöu sveitirnar í stóru flugskýli eftir aö þær voru komnar úr vélunum, sendu þær í bráðabirgöabúöir á svæðum sem höföu veriö höggvin í skóginn fyrir þetta tækifæri. Það var veriö aö setja upp tjöld, elda mat í risastórum álpottum og menn meö svartar alpahúfur úr Leopard skriödrekasveitinni, sem átti hér fast aðsetur, voru að koma upp vörnum. Frá Bardufossi færi alþjóðlega hersveitin á æfingarsvæðiö í Tromssveit, en allan tímann yröu 44 Vikan 18. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.