Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 53
Segðu EUBOS (Jú-boss)
i staðinn fyrir sápu!
Sennilega er Eubos eitthvað það besta,
sem komið hefur á markaðinn fyrir þá
sem eru með viðkvæma húð.
Eubos kemur nefnilega í stað sápu,
sem oft getur verið ertandi fyrir húðina.
Tilvalið fyrir þá sem vegna vinnu
sinnar, iþróttaiðkana og annarra
aðstæðna þurfa oft á tíðum að nota
mildari sápu en aðrir. Sumir þola jafnvel
ekki að nota sápu. Það eru einmitt þeir,
sem eiga að nota Eubos í stað sápu.
Eubos fæst bæði í hörðu og fljótandi umboð á ísiandi:
formi. C. Ólafsson,
Grensásvegi 8, Reykjavík.
Auglýsingar
Konan sem skildi loöfeld eftir í
bílnum mínum í gærkvöldi er
vinsamlegast beöin um aö
hringja nú þegar og útskýra
fyrir konunni minni hvers vegna
hún gerði þaö.
Til sölu bolabítur! Borðar hvaö
sem er. Mjög hrifinn af börnum.
Tilkynning frá lögreglunni:
Reglugerð frá 24/12 ’83 og 11/1
’84 um bann viö að fara út á ísinn
á Rauöavatni er hér meö numin
úr gildi. Reykjavík, 2/5 1984,
lögreglustjóraembættið.
Astkær faðir okkar hefur verið
burtkallaöur til eilífs lífs á býli
bróðursíns íSælingsdal.
Öllum þeim sem hafa lagt sitt af
mörkum viö andlát mannsins
míns elskulega, Tómassen lækni
og séra Sakaríasi sérstaklega,
þakka ég einlæglega hjálpina.
Svín, sem slátra á í Raufarvík á
mánudaginn, þann 8., eru
vinsamlegast beöin um aö láta
vita í síma 96969.
— Borðiö hjá okkur, þá borðiö
þiö ekki annars staðar nokkurn
tíma!
Ef guð og veður leyfa mun ég
vera til viðtals í Sauðafiröi á
morgun; annars eigi síöar en
hinn daginn.
M.J. tannlæknir.
Til sölu: 50 hreinræktaðir hvolp-
ar, 2500 krónur stykkið. Ef karl-
mannsrödd svarar í símann
vinsamlegast leggið á.
Oskast — karlar, konur og börn
á lítiö notaða kirkjubekki.
Safnaðarnefnd Skólavörðu-
sóknar.
„Bestu ár ævinnar” framlengj-
ast til sunnudags.
Ungur, rólegur maöur með há-
skólapróf, meö góðar tekjur og í
góðri stöðu, sem finnst hann ein-
mana í stórborginni, óskar eftir
bréfasambandi viö unga konu
úti á landi meö skipti á hug-
leiðingum og smjöri í huga.
45 ára kaupmaöur, sem hefur
veriö í söluferöum um
Norðurland, er í kvenundirföt-
um og inniskóm, óskar eftir
fleiri samböndum.
Trabant ’68 með rafljósum,
miðstöð og góðum suðurglugg-
um til sölu vegna brottflutnings.
18. tbl. Vikan 53