Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 25
u Eldhús Vikunnar
Umsjón: Jón Ásgeir
Kanína með plómum
Sígaunarnir eru sestir að. Þessi
dularfullu þjóðarbrot, sem flökkuðu
um Evrópu í litríkum búningum,
búandi í húsvögnum og leikandi létta,
fjöruga tónlist, halda nú orðið kyrru
fyrir í álfunni. Það er aðallega sunnan
til í Balkanlöndum og við Miðjarðar-
hafið að sígaunarómantíkin lifir enn.
Mataruppskriftir sígauna lifa líka
góðu lífi. Þeir veiddu dýr og söfnuðu
kryddjurtum, grænmeti og ávöxtum
sér til matar. Þessir flakkarar áttu
einnig í vöruskiptum við þorpsbúa á
viðkomustöðum sínum — í skiptum
fyrir tágakörfur, hnífaskerpingar og
bjarnardans létu íbúar staðarins af
hendi egg, spekk, fugla og kanínur.
Við grípum niður i bók eftir dr. P.
M. Bliiher um „Meistarastykki úr
matreiðslu og drykkjargerð" þar sem
sagt er frá uppskriftum úr hinu alþjóð-
lega farandeldhúsi. Án þess að staldra
við „maurasúpu með kartöflum og
steinselju", „reykt refakjöt með slý-
salati" eða „hamstursteik með pipar-
sósu" vindum við okkur beint í
kanínupottréttinn.
Matreiðslan tekur tvo og hálfan tíma og máltíðin ætti að duga fyrir 4-6 manns.
10 steinlausar, þroskaðar, bláar
plómur
50 grömm stórar rúsínur
2 sentílitrar brennivín
safi úr einni sítrónu
1 kanína, um 1500 grömm, hlutuð í
sundur
salt
svartur, nýmalaður pipar
3 matskeiðar smjör
3 matskeiðar ólífuolía
10 litlir, flysjaðir laukar
1 matskeið hveiti
1 thymian-sproti (eða 1 teskeið
þurrkað thymian)
1 teskeið sykur
1 matskeið rauðvínsedik
1. Þvoið plómurnar og rúsínurnar og látið
þær liggja í þrjá tíma í skál með brennivíni og
sítrónusafa. Hrærið í af og til.
2. Þvoið kanínubitana, þerrið þá og núið
með salti og pipar. Hitið smjörið og olíuna í
potti, leggið kanínubitana í hann og brúnið þá
vel á alla kanta. Veiðið bitana upp úr og
geymiöþáádiski.
3. Gullinbrúnið laukana í feitinni, veiðið þá
upp úr henni og geymið á diski. Hrærið
hveitinu saman við feitina og sjóðið upp sósu
með hálfum lítra af heitu vatni. Handþeytið
sósuna.
4. Hellið kanínubitunum og vökvanum af
þeim aftur í sósuna, sáldriö thymian yfir og
lokiö pottinum vandlega. Látið krauma í
pottinum við vægan hita í klukkutíma. Bætið
lauknum og plómu- og rúsínu-blöndunni út í
og látiö krauma áfram í aðra klukkustund.
5. Komiö kanínubitunum, ásamt laukum,
rúsínum og plómum, fyrir á diski og geymiö á
heitum staö. Bragðbætið sósuna með sykri og
ediki. Hellið henni svo yfir kjötiö og berið
fram þegar í stað.
Með þessu má bera fram kartöflumús og
grænt salat. Og þeir sem aðhyllast hófsemi
drekka þurrt rauðvín með.
18. tbl. Víkan 25