Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 41
skammti á mergðina. Nákvæm-
lega jafneldsnöggt hvarf hver ein-
asta silfurskotta úr skálinni.
— Já, takk, heyrði ég í Marí-
önnu við dyrnar, þetta nægir!
Sítrónubúðingurinn minn! Eins og
sé nú ekki nóg af eiturefnum í
matvörunni samt.
Silfurskotturnar fylgdust
spenntar með hverju fram yndi úr
glufum og holum sem voru felu-
staöirnir þeirra. Ég ýtti Maríönnu
út úr eldhúsinu og lét sem ég væri
aö fara að borða sítrónubúðinginn
eftir að hafa skafið efsta lagið af.
Síðan reyndi ég að stauta mig
fram úr áletruninni á úðabrúsan-
um, þó máð væri. „Fullur árangur
næst ekki fyrr en eftir hálfan til
heilan sólarhring,” stóð þarna.
Það virtist nógu sanngjarnt. Þess
vegna fór ég út úr eldhúsinu og
læsti vandlega á eftir mér.
— Á morgun finnum við
þúsundir dauðra silfurskottna í
eldhúsinu, sagði ég viö Maríönnu.
— Þær ættu að fá þaö óþvegið, á
magann, hálsinn og falla unn-
vörpum fyrir eitrinu! Síðan
sópum við þeim saman, leggjum
þær í stóra hrúgu í ruslahauginn
og ausum á þær bensíni og kveikj-
umí.
Daginn eftir fundum viö dauða
silfurskottu í eldhúsinu. Eina.
— Sópaðu henni saman, leggðu
hana í stóra hrúgu ofan á rusla-
hauginn og kveiktu í! sagði Marí-
anna napurlega. Ég opnaði eld-
hússkápinn. Þar voru silfur-
skotturnar í óða önn að ryðja sér
braut gegnum hafsjó af rottueitri.
Þær voru greinilega lúsiðnar
þegar þær lögðu saman, þaö
máttu þær eiga. Þar sem mér
sýndist að aðalathafnasvæðiö
þeirra væri þarna í skápnum þá
náði ég í úðabrúsann til aö gefa
þeim nú ærlegt skot. Á milli augn-
anna. Það var ekki ein einasta
silfurskotta á staðnum þegar ég
var búinn að koma brúsanum í
skotstöðu.
— Komið þið fram, hugleysingj-
arnir ykkar! hrópaði ég. En nei,
takk. Ekki þorðu þær. Ég lét mér
því nægja að úöa rottueitri um
allan skáp svo það var farið að
safnast í hauga sums staðar. Ég
vonaði að þær myndu að minnsta
kosti drukkna í duftinu.
Morguninn eftir fór ég snemma
á fætur til að athuga gang mála í
eldhússkápnum. Þar var allt við
bestu heilsu. Svo lúsiðnar sem
þessar pöddur eru þá þurfti ég
kannski ekki að láta mér koma
það á óvart að þær voru búnar aö
Þýöandi: Anna
sópa öllu eitrinu saman í eina
hrúgu. Og þar að auki sá ég ekki
betur en þær væru langt komnar
meö að byggja sér brú úr eldspýt-
um upp í hunangskrukku sem
þarna var mitt í skál fullri af
vatni. Þegar þær sáu mig lögðu
þær umsvifalaust á flótta.
— Afbragö, sagði ég, ef þið
viljið hafa það svona, þá gerið svo
vel. En gleymið því ekki að það
eruð þið sem eruð svona lítt sam-
starfsfúsar. Ég hefði ekkert á
móti því að geta þyrmt ykkur, en
ef þið ætlið að hafa það svona
neyðist ég til að fara í hart!
Ég sneri mér að Maríönnu og
bað hana um að fara með barnið
út. Það skyldi ekki verða vitni að
þeim hildarleik sem nú yrði
háður.
— Þessir silfurskottuaumingjar
eiga ekki betra skilið en ég svæli
þá burt með gasi, sagði ég.
— Ö, nei, ekki það. Þú veröur að
gefa þeim tækifæri, sagði Mari-
anna.
— Út úr eldhúsinu, sagöi ég
ákveðinn. Ég var farinn aö ryöga
einum um of í því hver var hús-
bóndinn á heimilinu.
Maríanna dró sig í hlé, dauö-
skelkuð. Svo lokaði ég gluggum,
tróð upp í allar rifur og glufur meö
dagblaðapappír. . . og skrúfaði
frá gasinu. Síðan flýtti ég mér út,
lokaði dyrunum, sneri lyklinum í
skránni, tók hann úr, tróð í skráar-
gatið, svo enginn slyppi þá leiðina.
Undir kvöld braust ég inn í eld-
hús, meö skýlt fyrir öll vit,
skrúfaði fyrir gasið og opnaði
síðan alla glugga og huröir til að
lofta út. Nokkrum tímum síöar
hætti ég mér aftur inn í eldhús. Ég
kallaði á Maríönnu sigri hrósandi
og benti henni á gaseldavélina.
— Þarna sérðu, sagði ég
stoltur, þaö varö að taka þetta mál
föstum tökum eða sleppa því
alveg. Það varð að fara sem vildi!
Á gaseldavélinni lágu tvær
silfurskottur í valnum. Það var
ekkert lífsmark með þeim. Þær
voru eins dauðar og hægt var að
hugsa sér.
Þegar við vorum að ganga til
náða um miðnæturskeið fór ég
fram í eldhús til að kanna ástandið
þar.
Þaö var alveg prýðilegt.
Þarna voru mörg hundruð
silfurskottur í einfaldri sorgarröð
og stefndu út úr eldhúsinu. Fremst
fór fríður flokkur með lík hinna
föllnu. Þær ætluöu rétt að skreppa
út að bera hina látnu til hinstu
hvílu.
Stjörnuspá
Hrúturinn 21. mars-20. apríl Nautið 21. april - 21. mai
Tvíburarnir 22. mai-21. júni
Þú hefur verið undir
miklu álagi að undan-
förnu og þú átt mjög
erfitt meö að ná þér
niöur á jörðina eftir
það. Langbesta ráö-
ið er að skipta um
umhverfi og mun sú
breyting færa þér
margar ánægjustund-
ir.
Þér hefur fundist eins
og þér miöaði ekkert
áfram í ákveðnu
verkefni. En nú mátt
þú búast við að fara
aö sjá sólarljósið og
þú verður fljótur að
gleyma öllum erfiö-
leikum er þeir verða
að baki.
Þú átt þér leyndan
draum sem þú óskar
að rætist sem fyrst.
En þú mátt búast viö
að þurfa að fórna ein-
hverju í staðinn og
ekki er víst að allir í
fjölskyldu þinni veröi
jafnhrifnir af því.
Krabbinn 22. júní - 23. júli
Þú mátt eiga von á
heimsókn og mun
viökomandi færa þér
mjög girnilegt tilboð.
Þú ættir að hugsa vel
um alla þætti málsins
áður en þú tekur því,
fleiri tilboð leynast
hinum megin við
horniö.
Ljónið 24. júlí - 24. ágúst
Einkalífiö verður
svolítið stormasamt
en þegar upp er stað-
ið uppgötvar þú að
sökin liggur alveg
eins þín megin. Þú
verður að læra aö
stilla skap þitt og
telja upp á tíu áður
en vanhugsuö orö
falla.
Meyjan 24. ágúst - 23. sept.
Framtíö þín hefur
veriö nokkuð óörugg
upp á síðkastiö. En
nú bregöur svo við aö
þú finnur þig í nýju
umhverfi og þaö á
eftir að gerast mjög
margt spennandi hjá
þér næstu vikur og
mánuöi.
Vogin 24. sept. - 23. okt.
Þú ert mjög félags-
lyndur og þér þykir
alltaf gaman að
kynnast nýju fólki.
Þú færö mörg tæki-
færi til þess á
næstunni og allt
bendir til þess að
næstu vikur veröi
afskaplega líflegar
hjá þér.
Sporódrekinn 24. okt. - 23. nóv.
Einhver þér nákom-
inn er ekki ánægður
með lífið þessa
dagana og þér geng-
ur illa að setja þig í
hans spor. Reyndu
samt aö líta á málið
frá báðum sjónar-
hornum, það getur
hjálpaö viðkomandi
mikið.
Bogmaðurinn 24. nóv. - 21. des.
Undanfarið hefur
daglegt líf þitt tekiö
miklum breytingum.
Þú munt eiga í ein-
hverri innri baráttu
út af mikilvægri
ákvöröun sem þú
þarft að taka en að
lokum séröu að þú
geröir það eina rétta.
Steingeitin 22. des. - 20. jan.
Þú hefur einu sinni
brennt þig á ákveön-
um mistökum og þú
ætlar ekki aö lenda í
því aftur. Einhver
sýnir hugmyndum
þínum ekki nægilega
mikinn áhuga og þér
sárnar það. Láttu
það samt ekki á þig fá.
Vatnsberinn 21. jan. - 19. febr.
Þú færð tækifæri til
að sýna ákveömni
manneskju að þú
kannt vel aö meta
þaö sem hún hefur
gert fyrir þig. Þú
ættir aö gera meira
aö slíku, þaö gefur
lífinu aukiö gildi.
Fiskarnir 20. febr. — 20. mars
Þú hefur haft
einhverjar áhyggjur
af fjárhagnum að
undanförnu. Öll slík
vandamál munu leys-
ast á næstunni og þú
færð þar að auki
möguleika á aö sýna
sjálfstæði þitt og
hvað í þér býr.
18. tbl. Víkan 41