Vikan


Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 61

Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 61
- hugtök, líkams- og heilarokkið, eru háð hvort ööru. Þetta er hægt að rökstyðja með því að ef allir spiluðu líkamsrokk væri ekkert gaman að því, sömuleiðis ef allir spiluöu heilarokk. Um leið og aðdáandi einhverrar tónlistar veit að honum finnst hún betri/skemmtilegri en einhver önnur lærir hann miklu betur að meta hana. Það er staðreynd. Ahlýðendur Police þakka guði fyrir að þurfa ekki að hlusta á barnalegt líkamsrokk og sömuleiðis þakka aðdáendur Van Halen fyrir að geta dansað áhyggjulaust og hleypt sínum dýrslegu til- finningum út í trylltu flippi. stungið á mörgum kýlum með textum sínum og ef einhverjir hafa byrjað á því að hlusta á tónlistina sjálfa hlýtur sú stund aö renna upp að þeir hinir sömu fari ósjálfrátt að íhuga hvað þeir eru að segja, þessir vel menntuöu og „informeruðu” herramenn. Öfugt viö þetta heilarokk er þá hið boðskapslausa rokk, tónlist tónlistarinnar vegna. Til er svo mikill aragrúi svona sveita að ætla mætti að a.m.k. helmingurinn af rokkurum sé að þessu peninganna vegna, 25% hefðu ekki vit til að semja texta um annað en skrattann, bad women og síðast en ekki síst ástina. Restin hlýtur þá aö vera á svipuðum bát og Police, meira eða minna þenkjandi. Vart er hægt að hugsa sér betri samnefnara fyrir líkams- rokkið en bandarísku þungarokksveitina Van Halen. Lagatitlar eins og Unchained, Dirty Movies og Feel You Love Tonite gefa það vel til kynna að tónlist Van Halen er helst ekki gjaldgeng fyrir ofan háls. Aðspurðir kveðast félagar Van Halen akkúrat vilja hafa það svona: „If it feels good, do it”, og það er akkúrat það sem þeir gera. Þetta er músík til að fíla og dansa eftir og má þá kannski segja að tónlist sem þessi hafi talsverðan boðskap eða markmið, alveg eins og tónlist Police. Ef menn geta fílað Van Halen er boðskapnum náð, líkt og ef menn hugsa heimsmálin eftir Tvær hliðar eru á hverju máli, ef ekki fleiri. I upphafi var málið kannski ekki svo snúiö énda var heimurinn ekki flókinn þá miðað við daginn í dag. Rokkið, upphaflegt uppreisnar- tákn unglinga, hefur tekið á sig ýmsar myndir og gengiö í gegnum allmörg skeið sem hafa oftast endurspeglað mál líðandi stundar betur en flest annað. Hippatímabilið sýndi fram á byltingu yngra fólksins gagnvart ríkjandi giidismati hinnar ráðandi stéttar, pönkið var í raun vonleysisyfirlýsing og svona mætti halda endalaust áfram. Eftir því sem nær dregur nútímanum klofnar hið upphaflega rokk í fleiri og fleiri greinar. Þessu má líkja við tré sem byrjar eins og flestöll tré, sem ein heild, tekur sífellt út vöxt og breytingar um leiö og það klofnar í óteljandi greinar. Hvert ætli poppið, diskóið, pönkið, skaið, nýróman- tíkin og ótal aörar stefnur reki rætur sínar? Hvaðan ætli það sé ættað annars staðar en úr gamla rokkinu? Það myndi eflaust gera hvern mann óðan að reyna að henda virkilegar reiður á þessum frumskógi tónlistarstefna sem eru við lýði núna en ljóst er aö allir geta fundiö eitthvað viö sitt hæfi til aö kenna sig við, sbr.: „Hann var sannur rokkari sem strengdi þess heit að greiða aldrei rasssítt hár sitt og hlusta á heví- metal þar til hausinn poppaði af honum.” (Skýring: Þegar sannir rokkarar hlusta á tón- list sem þeim fellur vel í geð hrista þeir hausinn upp og niður. Vitað er um að minnsta kosti eitt dauðsfall af þessum sökum.) A sama hátt eru týpiskir diskarar á japönskum bíl (Mazda 323 er vinsæll) og hlusta á 354. út- gáfuna af Billie Jean í Pioneergræjunum. Er einhver munur á þessum tveimur mann- verum? Hvaö gerir þaö að verkum að fólk dregur sig í dilka um tónlist sem því fellur vel? Ætli félagsfræðileg könnun myndi leiða í ljós að diskófrík koma úr betur stæðum fjöl- skyldum en rokkarar eða að reggaeaðdá- endur reyktu meira hass en tölvupopparar? Undirritaður er í raun skíthræddur um út- komu slíkrar könnunar, hún myndi örugglega leiða til þess að fólk yrði stéttgreint þegar það keypti sér plötu. Hvaö um það, þessi grein er ekki til þess gerö aö flokka fólk eftir músíkinni sem það hlustar á heldur átti aö benda í fáum orðum á þær hliðar sem rokkið sjálft getur sýnt af sér, þetta fyrirbrigði sem hægt er að segja að sé hvað næst upprunanum af þessu öllu (staðnaðast?). Hægt er að tala um bæöi alvarlegt rokk og ekki. Eins og nafnið gefur til kynna er hið fyrrnefnda tónlist sem flytjendurnir nota sem miðil til að koma einhverjum boðskap á framfæri. Gott dæmi um þetta eru The Police og Clash, að maöur tali nú ekki um Crass eða Psychic TV þar sem tónlistin er nánast aukaatriði. Ef við tökum Police sem dæmi þá er það athyglisvert aö sú hljómsveit byrjaði á því að koma fólki á bragðið með létt- um lögum eins og „Da, Do Do Do, De Da Da Da” og „Roxanne” en eftir þriðju plötu þeirra Höfuðmálið er að höfða til sem flestra höfða. félaga eru þeir að mestu búnir að hella sér í boðskapinn þó ekki sé hægt að segja annað en að með fljóti léttari lög, eins og Every breath you take. Þá vaknar spurning: Eru þetta vörusvik? Hvort eru aðdáendurnir vegna tón- listarinnar eða boöskaparins? Skiptir það engu máli? Svo mikiö er þó víst aö þeir hafa David Lee Roth, sönyvari Van þykir rosaleyur á sviði... ... og klæðnaðurinn ber það með sér að hann er verðugur fulltrúi tónlistarstefnu sinnar. (Nei, hann er ekki heilarokkari.) Hér er hann í uppáhaldsbuxunum sínum. 18. tbl. Vikan 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.