Vikan


Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 58

Vikan - 03.05.1984, Blaðsíða 58
II Barna— Vikan Sögur af Galldóru: Það gerðist margt undarlegt þennan dag. Galldóra fékk splunku- nýjan kjól og fékk að fara með henni Möggu mömmu sinni á ströndina. Hótelstýrunni þótti Galldóra meir en litiö undarleg og það sem verra var, hún sagði Möggu það. — Já, en hún er tuskudúkka, þess vegna er hún svona, sagði Magga afsakandi. — Ég sé vel að hún er tuskudúkka, sagði hótelstýran, en mér finnst hún samt undarleg tuskudúkka. Galldóra var ekkert yfir sig hrifin af því að vera skoðuð svona í krók og kring og þaðan af síður af athuga- semdunum sem féllu. En hún var í nýjum og fallegum kjól, sem að vísu geröi hana ræksnislegri en ella, og meira að segja með fallega borða í hárinu. Og svo gerðist líka svolítið fyrsta kvöldið sem Galldóru þótti svo skemmtilegt að hún gleymdi alveg að vera spæld það sem eftir var frísins. Magga var svo spennt að fara niður á strönd að hún rauk þangað um leið og hún var búin að finna sundbolinn sinn í töskunni. — Gleymdu ekki tuskudúkkunni þinni, hrópaði hótelstýran á eftir henni og Magga greip Galldóru með í flýti. Þegar hún kom á ströndina byggði hún stóran sandkastala, svo stóran að þær Galldóra gátu báðar setið í honum án þess að hann skemmdist. Og hún bjó meira að segja til sér- stakt sæti fyrir Galldóru. Þar sat Galldóra og virti umhverfið fyrir sér hýr á brá á meðan Magga fékk sér hundasundsprett í sjónum. En allt í einu kallaði mamma hennar Möggu á hana og sagði: — Veistu hvað klukkan er orðin? Hún er að verða sex og allir hljóta að vera orðnir gáttaðir á okkur, við verðum að drífa okkur heim! Magga og mamma hennar þrifu upp handklæðin úr sandinum og ruku af stað, en gleymdu aumingja Galldóru, rétt einu sinni. Mamma spurði Möggu svo þegar þær komu að hótelinu hvort hún væri með Galldóru og Magga hélt að hún hlyti að hafa verið á handklæðinu og hún hefði vafið hana inn í það, svo þær hugsuðu ekki meir um það í bili. Magga mundi nefnilega ekki lengur að Galldóra sat í sérbyggðu sæti í kastala á ströndinni. Galldóra heyrði þegar raddirnar fjarlægðust og hugsaði með sér: — Jæja, það er nú ekki amalegt að eyða nóttinni í hásæti í kastala. Hún vissi af gamalli reynslu að hún hafði gleymst. En öldugjálfrið varð hærra og hærra eftir því sem himinninn varð rauðari og rauðari. Og þegar tunglið óð í skýjunum upp að mitti og minnti helst á seglskútu í ölduróti heyrðist Galldóru sjórinn vera kominn alveg að henni. Og það var alveg rétt. Bárurnar voru farnar að brjóta kastalann niður og sópa honum til sjávar og nú sá Galldóra að hafið var komið ískyggilega ná- lægt henni, sjálft úthafið var rétt við tærnar á henni, tærnar sem gleymst hafði að sauma á tuskufæturna hennar. Þá allt í einu fannst Galldóru hún heyra söng. Svo sá hún stúlku í öldurótinu. Þegar betur var að gáð þá var það ekki venjuleg stúlka heldur hafmeyja. — Halló! sagði Galldóra. — Halló, sagði hafmeyjan. Hvar ertþú? Hverert þú? — Ég er hérna, sagði Galldóra. Sérðu mig ekki? — Nei, ég sé ekkert fyrir þessu hári. Ég sé aldrei neitt fyrir því. Þegar ég syndi fer það allt fyrir augun á mér. Ég veit ekkert hvað ég áað gera við það! — Þú ættir að klippa það, sagði Galldóra. — Klippa, hvað er nú það? sagði hafmeyjan. — Æi, ekkert, sagði Galldóra því hún vissi að það væru engin skæri niðri í hafinu og of flókið að útskýra þetta fyrir hafmeyjunni. — Eru allar hafmeyjar í vandræðum með hárið á sér? spurði hún þess í stað. — Nei, nei, bara ég, og það er bara af því aö ég er slæm hafmeyja. Góðu hafmeyjarnar sitja á klettum og greiða hár sitt og syngja og reyna að töfra skipstjórana til að sigla á klettana svo skipin þeirra farist og þeir lendi allir í sjónum. — Það kalla ég ekki að vera góður! sagði Galldóra. — Ja, í sjónum er það að vera góð hafmeyja, en ég er vond því ég vil ekki lokka skipstjórana til að sigla á kletta. Mér finnst miklu meira gaman að leika mér og þess vegna er hárið á mér alltaf í óreiðu! — Veistu hvað þig vantar? sagði Galldóra. Þig vantar borða í hárið eins og ég er með. — Já, það er líklega rétt hjá þér, sagði hafmeyjan raunamædd. En ég hef bara aldrei séð svona borða í sjónum. — Þú mátt fá minn, sagði Galldóra þá. En þá verðurðu víst að sækja hann til mín sjálf því ég er bara dúkka og get ekki gengið. — Það get ég ekki heldur, sagði hafmeyjan, ég er með sporð og á 58 Vlkan 18. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.