Vikan


Vikan - 03.05.1984, Page 56

Vikan - 03.05.1984, Page 56
í næstu VIKU Una Collins - í einum hvelli Una Collins búningahönnuður er íslendingum að góðu kunn, svo oft hefur hún séð um búningagerð fyrir íslensk leikhúsverk og þar að auki kvikmynd- ina Atómstöðina sem kann að verða sýnd í Cannes á nœstunni. En hver er þessi kona? Því fáum við að kynnast í hressilegu Vikuviðtali — í nœstu Viku. Skrifstofuveldið Frakkar efndu á síðasta ári til hönnunarsamkeppni um skrifstofuhús- gögn. í nœstu Viku kynnum við sýninguna ,,L’Empire du Bureau” sem haldin er íþessu tilefni á Skreytilistasafninu í París. Stjörnuleitin stendur enn Við höldum áfram að kynna leitina að stjörnunum tveim, Hollywood- stjörnunni og Sólarstjörnu Urvals — og nú er fulltrúi ungu kynslóðarinnar líka með í málinu. I nœstu Viku kynnum við tvœr stúlkur í viðbót. Tölvublað fyrir byrjendur Við göngum ekki svo langt að halda því fram að í nœstu Viku sé að finna lykilinn að skilningi á því hvernig tölvur starfa. En þeir sem œtla að kynna sér tölvur og notkun þeirra œttu skilyrðislaust að ná sér í nœstu Viku afþví að þar eru grundvallaratriðin skýrð. Við segjum einnig frá helstu gerðum af leikjatölvum og tölvuleikjum. Og ef lesandinn vill vita meira getum við helstu tölvuskólanna og tölvubóka á íslensku. En fyrst er að ná sér í nœstu Viku. . . . Rölt um flóamarkað í Amsterdam Vonandi heldur enginn lengur að flóamarkaður sé markaður fyrir flœr, þótt kannski geti þcer stöku sinnum fylgt með í kaupunum ef illa tekst til. Nei, flóamarkaður er markaður þar sem hœgt er að kaupa allt milli himins og jarðar, líklegt sem ólíklegt, frá fölskum tönnum upp í fín föt og allt þar á milli. Vikan átti leið um Amsterdam á dögunum og brá sér þar meðal annars á flóamarkað — en meira um það í nœstu Viku. Sumarfötin í ár eru heimasaumuð! Það er mjög áberandi í sumartískunni í ár hvað öll snið eru einföld. Og þá er um að gera að nota tœkifœrið og sauma sér fallega sumardressið sem birtist í nœstu Viku. Sniðið er einfalt og ítarlegar leiðbeiningar fylgja svo að jafnvel byrjendur í saumaskap geta orðið einu dressinu ríkari á örskömmum tíma.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.