Vikan


Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 13

Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 13
NA UR LIFINU a um leikhúsið Texti: Guðrún Ljósmyndir: Ragnar Th. o.fl. HRÍMGRUND, GÓÐAN DAG. Sólveig Halldórsdóttir er líklega þekktust fyrir að segja þessi orð en þau hefur hún sagt reglulega fyrir há- degi á laugardögum síðan haustið 1982 í útvarpi barnanna á rás 1. Hjá hlustendum Hrímgrundar er hún þekktari sem Solla. En hver er þessi Solla? Jú, hún er ein af mörgum „free lance" leikurum sem koma víða við úti á vinnumarkaðinum. Þættirnir hennar í útvarpi eru orðnir eitthvað á milli fimmtíu og sextíu, hlutverk leikarans, síðan hún útskrrfaðist frá Leiklistarskóla íslands 31. maí 1976, eru komin eitthvað á annan tug, hún hef- ur leikstýrt fimm leiksýningum, leikið í kvikmyndinni Útlaganum, verið með leiklistarnámskeið hjá flestum grunnskólunum á höfuðborgar- svæðinu, kennt gömlum skólabræðr- um í tækniskólanum á Akureyri, hald- ið námskeið fyrir kvenfélagskonur. . . . . með öllu þessu hefur Sólveig setið á skrifstofu á daginn. En hvernig lífi lifir ,,free lance" leikari, leikari sem ekki er á föstum samningi? Um þetta og annað ræddi blaðamaður við Sólveigu sem um þessar mundir kveður börn og unglinga í útvarpinu og leikur ömmuna undir teppinu í verki Nínu Bjarkar Árnadóttur hjá Al- þýðuleikhúsinu, þar sem hún hefur fengið frábæra dóma. „Mér finnst eins og ég hafi alltaf veriö aö leika af og til síöan ég man eftir mér. Ég lék í skólaleikritunum í barnaskólanum á Akur- eyri, þar sem ég er fædd og uppalin, og í gagn- fræðaskóla var ég komin í hóp fólks sem hræröist mikið í leiklist og var meira og minna í tengslum við Leikfélag Akureyrar. Eftir gagnfræöaprófið fór ég svo aö heiman til höfuöborgarinnar til aö freista gæfunnar. Það var eiginlega í hálfgeröu fússi hvað fjölskyld- una varðaöi. Þetta var áriö 1971 og ég var sautján ára og til í allt. Ég fékk lánað fyrir farinu suður, ég átti hreinlega enga peninga og fyrstu vikurnar í höfuðstaðnum svaf ég í stórri grænni kápu á gólfinu hjá vinum og kunningjum. Þetta var meira að segja þannig að þegar húsráðendur mínir hverju sinni fóru til vinnu á morgnana þá fór ég á Laugaveginn og horföi á öskukarlana og einhverjar nætur fékk ég inni í húsakynnum baháista þótt ég tæki ekki trúna í það skiptið. Heima á Akureyri spáöu ættingjarnir því að ég kæmi grátandi heim eftir hálfan mánuö svo ég varð að standa mig. Við vorum nokkur úr leikhópnum að noröan sem fórum suður um svipað leyti. Þar á meðal voru til dæmis þau Gísli Rúnar, Svanhildur Jóhannesdóttir, Guðlaug María Bjarnadóttir og Viðar Eggertsson en við Viðar gengum eiginlega saman í gegnum þessar fyrstu vikur í borg- inni. Ég fékk svo vinnu og fljótlega kom ég mér í hóp sem samanstóð af fólki sem var tengt sýningum á Hárinu. Það var fólk sem haföi verið á leiklistarnámskeiði hjá Ævari Kvaran, við aö norðan og annað fólk meö áhuga á leiklist. Þarna um haustið 1971 voru sýningar á Hárinu í fullum gangi í Glaumbæ og ég brá mér á staðinn þegar verið var að prófa í hlut- verk. Árangurinn varð sá að ég lék í eitthvað í kringum tuttugu sýningum. Ég hékk uppi í Z2. tbl. Vikan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.