Vikan


Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 17

Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 17
Vísindi fyrir alrrienning Harry Bökstedt Einkaréttur á íslandi: Vikan Bensenhrmgurinn birtist í draumi í slöngulíki Eftir að hafa lengi gruflað í atómuppbyggingunni í ilmandi kolvetnasamböndum sofnaði prófessor Friedrich A. Kekulé fyrir framan arininn. Þá dreymdi hann slöngu sem beit í hal- ann á sér. Það dugði til að Kekulé uppgötvaði bensenhring- inn — einn af hornsteinum lifefnafræðinnar. Draumar geta veriö uppspretta andagiftar sem flest fólk gerir sér ekki grein fyrir. í draumnum starfa öfl sem leysa stundum þrautir sem viö höföum ekki ráðiö við í vöku. Sá sem glöggvar sig á þessu og lærir aö túlka mál draumsins getur haft af því mikiö hagræði í ýmsu tilliti. Bandaríski sálfræöingurinn Morton Schatzman, sem starfar í London, er þessarar trúar. Hann viöar að sér öllu sem viröist staöfesta þetta og öllu sem gæti lagt eitthvað af mörkum til skýr- ingar fyrirbrigðinu. Það er auðskiliö aö Schatzman er lítt hrifinn af hinum nýju, byltingarkenndu drauma- kenningum Francis Cricks nóbels- verölaunahafa. Samkvæmt þeim eru draumar aöferð mannsheilans (og fleiri spendýra) til þess að losa sig viö óeölilega og óæskilega þanka. Þegar viö vöknum og munum drauminn er þaö aðeins lítill hluti þessarar heilastarfsemi sem við verðum þannig vör við, kannski síöasta þankabrotið sem heilinn er að má út úr minniskerf- inu og kannski væri æskilegast aö við hefðum aldrei oröið okkur meðvitandi um. Schatzman er öndverðrar skoöunar og sannfærður um aö draumar geti veriö jákvæðir og skapandi, leyst ýmsa hnúta, vísindalega, listræna eöa til- finningalega. Heyrst hefur af vísindamönnum sem kunna að segja frá því hvernig þeir voru strandaöir við úrlausn erfiös verkefnis en vöknuöu upp um miöja nótt og höföu þá lausnina á takteinum. Eitt merkilegasta dæmið þar um er draumur sem leiddi til einnar af þýöingarmeiri uppgötvunum efnafræöinnar, nefnilega hring- keðjunnar í kolefnissamböndum. Fræöimenn höfðu gruflað yfir því í nær 30 ár hvernig þau væru sam- sett. Meðal þeirra var Friedrich August Kekulé, einn af fremstu efnafræðingum Þýskalands á miöri 19. öld. Þaö var kolvetnis- sambandiö bensen CgH^ sem hann braut heilann um. Síðla kvölds 1865 sat Kekulé, þá nýskipaöur prófessor í Bonn, og vann að tímamótakennslubók sinni í lífefnafræði (sem hann lauk svo aldrei við). Hann rak í strand, sneri stólnum aö arineldinum og sofnaði. í draumnum svifu atómin honum fyrir hugskotssjónum. Þau tóku á sig ýmsar myndir og mynduðu alls konar sambönd. Nokkur mynduöu langar keöjur sem liöuöust eins og slöngur. Ein þeirra beit sjálfa sig í halann og hringurinn, sem þannig mynd- aöist, tók að snúast fyrir augum prófessorsins í svefninum. Hann hrökk upp og þaö sem eftir liföi nætur lá hann yfir þessari draumsýn og hóf útreikninga á hugmyndinni sem hún fæddi honum. Þar fékk hann sem sé hug- myndina aö bensenhringnum þar sem sex kolefnisatóm tengjast hvert ööru í lokaðri keöju, upp- bygging sem er einn af hornstein- unum í lífefnafræöinni. ,,Ef okkur lærðist aö dreyma gætum við kannski uppgötvað sannleikann,” segir Kekulé í minningum um þennan viðburö. En hann bætir því við aö slíkar uppgötvanir sé kannski gáfulegast aö segja ekki öðrum fyrr en maður hefur sannprófað þær í vöku og með fullri meövitund. Draumagrúskarar hafa auðvit- aö lengi haft áhuga á fyrir- brigðinu, þar á meðal Bandaríkja- maðurinn William Dement, þekktur forgöngumaður í þessum vísindum. I einni tilrauna sinna fékk hann til liös viö sig 500 stúd- enta í Stanfordháskóla. Hann lét þá velta lítilsháttar fyrir sér eftir- farandi stafaröö (hér aölagaö íslensku): ETÞFF. . . — Spurn- ingin var þá eftir hvaöa reglu bókstöfunum var raðaö og hvaða tveir bókstafir ættu að koma næst samkvæmt þeirri reglu. Áttu stúdentarnir aö skila skriflegum lausnum næsta dag og um leiö gera grein fyrir draumförum sínum sömu nótt ef hugsanlegt væri aö tengja þær eitthvað lausn- inni. Níu stúdentar skiluöu inn réttu svari. Tveir þeirra höföu kraflað sig fram úr því í vöku en hinum sjö haföi svarið birst í draumi. Einn dreymdi að hann væri að skoða málverkasal og byrjaði að telja myndirnar á veggnum: Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm. . . en næstu tveir rammar voru auöir. Stafarunan var þá fremsti bók- stafur í hverri tölu og næstu tveir stafir skyldu því vera SS (sex og sjö). í annarri tilraun setti Dement fyrir stúdentana bókstafaþuluna H, I, J, K, L, M, N, 0 og setti þeim fyrir að lausnin væri eitt orö. Á einn stúdentinn sóttu draumar um vatn í alls konar mynd. Hann var að sigla á vatni, hann var á sjó að veiöa hákarla, hann var úti í úr- hellisrigningu. En ekki kom honum annaö í hug en orðið „alfa- bet”. Það sem Dement haföi hins vegar hugsaö sér og draumarnir höfðu reynt aö birta stúdentinum án árangurs var einmitt oröið vatn. Það var aö vísu nokkuð lang- sótt og byggöist á leik meö fram- burð á ensku. Efnafræðiformúla vatns er H20, sem mælt fram á ensku er H two 0, en þaö gæti hljómað eins og ef sagt væri á ensku aö bókstafsrunan heföi náð „from H to 0” (frá H til 0). Meö aðstoð tímaritsins New Scientist hefur Schatzman reynt að leggja ýmislegt til þessarar rannsóknaraðferðar á draumum. Síðasta vor fengu lesendur tíma- ritsins eftirfarandi gestaþraut að glíma við. Forsendur: Sex jafnlöng strik. — Þraut: Myndið fjóra jafnhliöa þríhyrninga úr þessum strikum og skulu hliðar þeirra jafnlangar strikunum. Um sumarið dreif inn yfir hundrað úrlausnir. Samkvæmt bréfunum höfðu ellefu þeirra fundist í draumi. Stúdínu eina hafði dreymt að hún gengi meðfram grindverki járnbraut- arinnar við gamla gagnfræða- skólann sinn og léti höndina strjúkast við rimlana. Allt í einu var eins og sex rimlar losnuöu og rööuðu sér upp, eins og væru þeir tjaldgrind í indíánatjaldi. Þá breyttist draumurinn og henni fannst hún stödd í efnafræðiprófi þar sem kennarinn var aó tala um hornbogann 108 gráður 28 mínútur. — Þessi bráðskarpa stúlka vissi aö það var hornið á mólikúlauppbyggingu metans, sem er CH4. Þar er kolefnisat- ómiö hugsað inni í miðju en vetnisatómin í fjórum hornum hyrnunnar. Hyrnan er eins og þrístrendur píramíti. Þar með lá allt ljóst fyrir og stúlkan gerði sér ljóst að hana hafði dreymt lausnirnar í tveim útgáfum. Slík svör eru Schatzman mjög að skapi, hvers virði sem þau annars kunna aö vera sem sannanir á kenningum hans, enda er það allt háð góðum vilja og sannsögli þeirra sem svara. Hann hefur einnig lagt til heila- brot í þættina Science in Action sem BBC World Service býður upp á hvert sunnudagskvöld. Hér er eitt þeirra sem hann leggur til að menn sofi á. Tölurnar 8, 5, 4, 9,1, 7, 6, 3, 2 mynda röö. Eftir hvaöa kerfi er þeim raðaö. Ef svarið birtist þér í draumi mættir þú gjarnan senda honum línu þar um til þessa heimilisfangs: 14 Laurier Road, London NW5ÍSG. 22. tbl. Vikan 17 Teikning: Mikk Noodapera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.