Vikan


Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 18

Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 18
13" Smásaga Paul Benter Geimskotið var svo fallegt, sagði Nellie. Hvaða skot? Skot hvers? GEIMSKOT handfarangur sinn. Philip fylgir röðinni til dyra, stífur í baki og fót- um af þreytu. Flugfreyja lítur brosandi til hans. „Totsiens, goodbye, au revoir.” Hann kinkar kolli og heldur út í afríska nóttina — það er svo sannarlega heitt. Hann hneppir frá sér jakkanum. Ætli snjóiíParís? I tollinum fylgir hann grænu ör- inni, fram hjá tollvöröunum, sem kinka kolli, og er löglega kominn inn í suður-afríska lýöveldið. Komusalurinn er fullur af bros- andi, talandi og jafnvel grátandi andlitum. Hann þekkir ekkert þeirra. Þetta er ólíkt Nellie. Hún hlýtur þó aö hafa fengið skeytið núna. Hrammur skellur á öxl hans og hann lítur við. André Steenkamp grípur um hönd hans. „Velkominn heim og hvernig gekk þér, númer eitt!” „André! Vel, takk. En ég héltað Nellie. . .” „Hún bíður heima. Tvíburarnir eru orðnir svo sólbrenndir. Hún hringdi til mín og ég hugsaði: Nú, fjandakorniö, þetta er þó yfir- maður minn — aö minnsta kosti þangað til ég geri eitthvað í mál- inu.” Philip brosir. „Þakka þér fyrir. Eg hefði þó getaö tekið leigu- bíl. . .” „Hreinasti óþarfi. Ertu bara meöþetta?” „Bara? Mér finnst þaö nógu þungt.” „Klám?” „Ætli það. En ég hefði svo sem getað komiö með eitthvað handa strákunum. Tollverðirnir eru steinsofandi! ” Þeir hlæja, karl- menn, félagar. Iönaöarhverfið öðrum megin við hraöbrautina og íbúðahverfiö hinum megin líta út nákvæmlega eins og þau gerðu fyrir mánuði. Turnarnir tveir í Jóhannesarborg gnæfa enn yfir borgarljósin, gömlu haugarnir með námugjall- inu gefa borginni blæfjalllendis. En André Steenkamp er breytt- ur. Ekki aö útliti: dökkt hárið, hreinn vangasvipurinn í gulum götuljósunum og hendurnar á stýrinu, allt er þetta eins. Breytingin er í rödd hans. Hann talar of mikið og ber of ört á. „Heyrðu, André, stalstu sjóðn- um meðan ég var í burtu? ’ ’ Hann vaknar viö hljóöbreyting- una í lendingunni og lítur út um gluggann á blátt myrkrið þjóta fram hjá vængnum. „Góðir far- þegar, gerið svo vel að halda kyrru fyrir í sætunum þar til hreyflarnir hafa verið stöðvaöir. Við vonum aö flugferðin hafi veriö þægileg. . .” Phil Drew hlustar á flugfreyj- una endurtaka ávarpið á suður- afrísku. Flugvélin er farin að hægja á sér. Hann sér jaðarinn á flugbrautinni og grasflötina þar fyrir handan í bláu tunglsljósinu. Enn lengra er röð af svörtum gúmmítrjám. Flugfreyjan hættir að tala og tónlist kemur í staðinn: það er hljóöfæraútgáfa af lagi Abba- flokksins, The Winner Takes It All. Philip reynir aö leiða þaö hjá sér. Boeingvélinni er snúið og hann sér byggingarnar glitra í nóttinni. Pan Am, British Airways, KLM og Air Malaiwi ber við himin. Flugþjónn kemur í áttina til hans og brýtur saman flugjakk- ann sinn. Gamall Frakki í sætinu fyrir framan Philip lyftir hend- inni. „Pardon,” segir hann. „Ekki vænti ég aö þér getið sagt mér hvernig veðriö er úti?” Flugþjónninn svarar: „Mjög heitt.” Philip brosir. Suður-Afríka á þessum tíma árs er ekki beinlínis lík Evrópu. Sennilega snjóar í París. Hann snýr sér aftur að gluggan- um og horfir á flugvallarrútuna nálgast. Flugvélin nemur staðar. Framdyrnar eru opnaðar og far- þegarnir spretta upp til að hirða 18 Vikan 22. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.