Vikan


Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 19

Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 19
„Hvað?” „Þaö er eitthvaö aö.” „Óekkí.” „Víst.” „Jæja þá.” André Steenkamp ypptir öxlum. „Gamla sagan — hvað segja þeir í Frans? Les girls!” „Jæja karlinn, enn einu sinni ástfanginn.” „Við munum nú skipta um um- ræöuefni.” Philip hlær lágt. „Horföiröu á sjónvarpsfréttirnar í gærkvöldi?” „Nei. Hvers vegna?” „Það hlýtur aö hafa verið eitt- hvað um flugtak geimskutlunnar. Ég missti alveg af því. ” „Þú ert eini maðurinn sem vinn- ur fyrir sjónvarp, og reynir bók- staflega aö ná því öllu. Þaö kæmi mér ekki á óvart þótt þú segðist ekki hafa gert annað í París. „Ég gerði ekki annaö í París.” „Ég trúi þér ekki, númer eitt. Þú getur treyst mér. Ég segi ekki orð við Nellie. En ég vil fá þaö í smáatriöum frá þér, þar með talin heimilisföng til síðari nota.” Philip andvarpar. „Andstætt ykkur piparsveinunum. . .” „Á ég aö trúa mínum eigin? Alla leiðina til gömlu, góðu, róman- tísku og lífmögnuðu Parísar og þú gerðir ekkert!” „Ég heimsótti öll stúdíóin og keypti tíu þætti.” Og ef snjóar í París er hún í víðu ullarkápunni sem nær henni niður á ökkla og flaksast aftur af henni þegar hún gengur. Og ef hann snjóar af suðri hefur hún svala- dyrnar lokaðar. Á sjötta áratugnum var Melville óhrjálegt úthverfi. Nú, þegar nær- vera suður-afríska útvarpsins hefur lyft ímynd þess og hækkað verðiö á húsunum, er þaö oröið snobbhverfi, hverfið þar sem sjónvarpsstjörnurnar búa, tæknimennirnir og stjórnendurn- ir. „Litla Hollywood. Aldrei datt mér í hug að ég ætti eftir að sakna þessa staðar. Heyrðu, komdu með inn og fáöu einn bjór.” „Nei, takk,” segir André Steen- kamp fljótmæltur. „Ég þarf aö ljúka við dálítið.” , ,N úna ? Á þessum tíma ? ” „Eins og stundum áöur. Ég er ekki búinn með það sem til míns friðar heyrir og stjórarnir eru allt- af að væla um kostnaðinn af auka- fólkinu.” „Getum við án þess verið? Ég skal segja þér að það tekur mörg ár að texta þessa þætti sem ég kem með frá Frakklandi ef viö eigum bara að nota fastaliöiö til þess.” Og þeir aka upp eina af bröttu götunum í Melville, meö trjáröð- um í kring og upp aö nýuppgerðu húsi. Þaö er parhús eins og svo mörg í þessu hverfi og á rætur að rekja til gamla tímans, en það er rúmgott og nú oröið afskaplega nýtískulegt. Ljós skín út um stór- an glugga út í yfirgróinn garðinn. „Sjáumst á morgun, númer eitt.” „Gott. Þakka þér fyrir skutlið.” Philip stendur á götunni þar til bíllinn er horfinn upp yfir hæðina. Svo snýr hann sér að heimili sínu. Hann starir á það um hríö áður en hann tekur upp töskuna og gengur að dyrunum. Hann dregur djúpt andann. Og bankar. Hann heyrir létt fótatak í áttina frá stofunni, skuggi líður fyrir skyggðan glugga viö dyrnar, hann heyrir lokurnar dregnar frá eina af annarri. . . og Nellie stendur fyrirframan hann. „Elskan!” Þau faðmast, hún grípur um jakkaboðunga hans. Hann snertir ljóst hár hennar, strýkur hendinni undir náttkjól- inn, niður eftir þéttu hörundinu allt að teygjunni. Hún brosir til hans. „Sótti André þig ekki?” „Jú, strákgreyið.” „Af hverju bauðstu honum ekki inn?” „Ég gerði það. Hann afsakaði sig með því að hann þyrfti að vinna. Ég held aö hann hafi átt vinkonu í vonum einhvers staöar.” „Hann er búinn að vera alveg dýrðlegur við tvíburana. ” Hann ber töskuna inn í þægilega og loftkælda stofuna sem löguð hefur verið vandlega að þörfum þeirra. „Hvar eru þeir?” spyr hann og á viðstrákana. „Sofandi, vona ég. Þeir áttu svolítið bágt í dag. Eg held við ættum að fá annan sundkennara handa þeim. Þessi lét þá vera tímunum saman í sólinni í dag. Þú veist hvað þeir eru fljótir að sól- brenna. Johan er ekki svo slæmur en Dolf lítur út eins og humar.” Hann snertir hana aftur. „Hvers vegna kom Selina ekki í veg fyrir þetta? Hún veit þetta.” „Ö, sagði ég þér þaö ekki í símanum? Hún er farin. Þegar ég kom heim úr batiktímanum á föstudaginn voru strákarnir bara að éta hakaðar baunir. Hún tók bara föggur sínar og hvarf. Ekki orösending, engin skilaboð.” Hún ypptir öxlum og snýr sér undan. Hann undrast. Selina var alltaf svo áreiðanleg. En viðbrögð hans eru tillærö: „Drottinn minn! Þjónustufólk!” „Já. Ég held það hafi verið þessi kærasti hennar. En strákarnir hafa þá kvistinn fyrir sig. Eg tek ekki vinnukonu aftur.” „Gott,” segir hann brosandi og strýkur henni.” „Svona, svona, hvaða flangs! Ég vil fá að heyra allt. Tókst þér að finna Place Contrescarpe?” „Já.” Þau setjast í sófann. „Húsiö stendur enn, en ekki einu sinni skilti sem segir að Heming- way hafi haft þar vinnustofu. Þaö er skítug kaffibúla á neðstu hæö- inni og grískur matsölustaður hinum megin viö götuna. ” Hún rataði til Place Contres- carpe. Hún skemmti sér yfir því að hann skyldi langa til að sjá hús í niðurníðslu. Þegar hann stakk upp á að þau færu upp á aðra hæð tók hún fast í hönd hans. Nellie segir: „Hvernig var veðrið?” „Skítkalt.” „Og hér var hitabylgja. Það var útilokað að ganga berfætt á svölunum.” „Frú Drew. Ég elska þig.” „Mmmm. Ég held þú þyrftir aö fá kaffi. Mér líst ekki á svipinn á þér.” „Grrrr.” Nellie rís upp og hann horfir á sterklega fótleggi hennar þegar hún gengur út úr stofunni — þessi víkingur. Þótt hún sé orðin fertug er líkaminn enn glæsilegur og hreyfingarnar þokkafullar. Víða ullarkápan hennar flaksaðist frá og hann sá granna fæturna, rauða af kuldanum. Hann stóð á stálbrúnni yfir Mont- martre kirkjugarðinn og var að reyna að ráða í frönskubununa út úr lögreglumanninum sem var að reyna að vísa honum vegar til Place Contrescarpe. Hún nam staðar og brosti, ljósir lokkarnir óstýrilátir í kuldanum. „Vantar þig Place Contrescarpe?” Enskan var dálítið stirð. „Þú ert vitlausu megin við ána.” Seinna sagði hún honum að það hefði verið rödd hans sem stöðvaði hana. Auðvitað: Sá sem hefur getið sér orð sem sjónvarpsþulur hlýtur að hafa bærilega rödd. Philip þrýstir á gagnaugun með hnúunum. Hann reynir aö hugsa ekki en horfir á gráa spegilmynd sína í sjónvarpsskerminum. Þegar Nellie kemur aftur spyr hann: „Horfðiröu á síðustu frétta- sendinguna í gærkvöldi?” „Já. Þaö hefur verið svo tóm- legt hérna án þín. Var ég ekki búin að segja þér aö strákarnir voru hjá Donna í nótt sem leiö? Mér leiddist svo að ég horf ði á allt. ’ ’ „Ég var í flugvélinni og náði ekki einu sinni í blað. Sýndu þeir þegar geimskutlunni var skotiö á loft?” „Já. Það var svo fallegt.” „Tókstu þaðupp?”* „Ö, elskan — nei. . . ” „Allt í lagi. Eg sé það á stöð- inni.” Síðustu nóttina voru þau í her- berginu hennar með útsýni yfir Signu. Stjörnurnar spegluðust í ánni. Hún sagði að það hlyti að vera unaðslegt aö geta svifið um geiminn, burt frá öllu. Hann ætlaði að panta handa þeim far- miða með geimskutlunni um leið og Ameríkanar færu að selja þá. Hún sagði að hann yrði að fara að hætta að vera aiitaf að gefa loíorð. Vindgustur þaut um trén. Hún lokaði svaladyrunum og koin aftur upp í. „Hvað er klukkan orðin?” spyr Phil og hrærir í kaffinu. Columbia hlýtur aö vera komin á braut um jörðu.” „Ekki alveg strax.” Nellie lítur áhann. „Hvarer úriöþitt?” „Æ, ég var svoddan glópur. Skildi þaö eftir á almenningssal- erni þar sem ég var aö þvo mér. Svo var það náttúrlega horfið þegar ég mundi eftir því. ” „Til minningar um mig,” sagði hann og tók af sér úrið. „Afríkanar eru svo „Afríkanar eru svo rómantísk- ir,” sagði hún. Afrikanar! Gegnt honum við borðiö dreypir Nellie á kaffinu sínu. Heyrir hún aö hann er að segja ósatt? „Þetta var svo dýrt úr,” segir hún. „Það verður að hafa það.” Hann ypptir öxlum og tæmir bollann. „Eru fréttirnar komnar?” „Ætli þaðekki?” „Hann teygir sig í sjónvarpið. Þaö lifnar við og fréttaþulurinn brosir innístofuna. „Er hann enn einu sinni fullur?” spyr Nellie. Hann ansar engu, bara hlustar. „Enn hefur skoti geimskutl- unnar veriö frestað,” segir sjónvarpsþulurinn. „Eftir að geimskoti bandarísku geimskutl- unnar Columbia var frestað í gær. . . ” Philip snýr sér að konu sinni. „. . .Ég ætti líklega aö líta eftir strákunum. Öll þessi sól. Ég held ég hafi þá bara heima á morgun. Þú veist hvernig þeir láta í skól- anum. ÉgvildibaraaöSelina. . .” Hún þagnar og horfir í gaupnir sér. Philip heyrir rödd hennar en ekki orðin — þennan einkennilega .raddblæ — rétt eins og blæinn í rödd André Steenkamps í bílnum. 22. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.