Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 50
Hvað eru vítamín?
Hugtakið vítamín eöa fjörefni er
tiltölulega nýtt af nálinni. Fyrstu
hugmyndir manna um þessi efni
komu fram seint á öldinni sem
leið þegar læknavísindin tóku aö
beina sjónum sínum að ýmsum
sjúkdómum sem í kjölfar
athugana og uppgötvana fengu í
einu lagi nafniö hörgulsjúkdómar.
Síðan hefur mikiö vatn runniö til
sjávar en segja má aö enn gildi aö
þótt vítamín séu fjölbreytt og afar
mismunandi aö gerð og hlutverki
þá veldur skortur á þeim ýmsum
sjúkdómum og truflunum á eöli-
legri starfsemi líkamans. Munur-
inn á vítamínum og öörum lífræn-
um efnasamböndum, sem líkam-
anum eru nauösynleg til starfsemi
sinnar, er fyi'st og fremst fólginn í
því hve lítiö magn af vítamínum
er um aö ræða. Þetta sést meöal
annars af því að hæfilegur
skammtur ýmissa vítamína í dag-
legri neyslu er einatt gefinn upp í
„alþjóölegum einingum”, sem
miöast viö staðlaðar tilraunir á
dýrum, en ekki í grömmum eöa
millígrömmum.
Flokkar vítamína
Vítamínum er skipt í tvo megin-
flokka. Skiptingin byggist á því
hvort viðkomandi efni leysist upp í
fitu eöa vatni. Samkvæmt því eru
þau ýmist kölluð fituleysanleg eöa
vatnsleysanleg vítamín. I fyrri
flokknum eru A, D, E og K og ef
líkaminn á nægar birgðir af þeim
safnast þau fyrir í fituvef í líkam-
anum og í lifrinni. Vatnsleysan-
legu vítamínin eru C-vítamín og
flokkur B-vítamínanna. Þessi
síðarnefndu safnast ekki fyrir í
líkamanum og því er nauösynlegt
aö neyta þeirra daglega, ýmist í
fæðunni eöa í töfluformi. Auövitað
er best að þessi efni séu ævinlega í
nægilegu magni í fæöunni en því
er ekki alltaf aö heilsa, því miöur.
Margir veröa því aö taka inn
aukaskammta af vítamínum,
ýmist í töfluformi, dufti eða
mixtúrum svo ekki sé minnst á
blessað lýsiö sem allir þjóöhollir
Islendingar svolgra í sig daglega.
Dagleg þörf
Ekki eru menn á eitt sáttir um
daglega þörf manna fyrir vítamín
fremur en annað og þá ekki frekar
um þaö hvort og hvenær fólk þarf
aö taka viðbótarskammta af þeim
til viðbótar því sem er í matnum.
Vitað er aö stórir skammtar A- og
D-vítamína geta valdið eitrunum
en ekki er talin hætta á þessu meö
önnur vítamín.
Menn eru annars sammála um
aö viö ákveðnar aðstæöur þurfi
menn meira á vítamínum aö
halda en annars. Þetta er til
dæmis viö mikla líkamsáreynslu,
þegar konur hafa börn á brjósti
eöa eru þungaðar, ef fólk neytir
fábreytts fæöis eöa þjáist af
vissum sjúkdómum. Þá er vitaö
aö börn og unglingar, sem eru aö
vaxa, þurfa meira magn vítamína
enella.
Vaxandi neysla
Hvaö sem líður bollaleggingum
fræöimanna um þörfina hefur
neysla almennings á vítamínum
og öðrum „hollustuefnum” farið
mjög vaxandi hérlendis upp á síö-
kastiö.
A-vítamín
A-vítamín finnst einkum í
feitum fiski, smjöri, fisklifur og
því auðvitaö í lýsi. Auk þess er
efni í sumum ávöxtum og græn-
meti sem líkaminn getur notað til
þess aö búa til A-vítamín. Mikil-
vægast af þessu eru gulrætur.
Skortur á efninu veldur ýmsum
slímhimnuskemmdum og getur
valdið alvarlegum skemmdum á
sjóninni. Meðal fyrstu einkenna
um A-vítamínskort er náttblinda.
Oft er þurr og flögnuð húð ein-
kenni um vöntun á A-vítamíni og
reyndar eru húðkvillar oft fylgi-
kvillar einhæfs og vonds matar-
æöis.
Hægt er aö verða sér úti um A-
vítamín í lúðulýsishylkjum (sem
reyndar innihalda einnig D-víta-
mín) og fjölefnatöflum sem í eru
nauösynlegir dagskammtar af
flestum vítamínum og stein-
efnum. Það er einnig í bæði ufsa-
og þorskalýsi!
D-vítamín
D-vítamín finnst aöallega í
feitum fiski (og lifur og lýsi),
eggjum og mjólk. D-vítamín
myndast einnig í húðinni fyrir til-
verknaö sólarljóssins. D-vítamín
er nauðsynlegt til beinvaxtar,
tannmyndunar og til þess aö halda
eölilegu jafnvægi í kalk- og fosfór-
búskap líkamans. Skortur á þessu
fjörefni getur valdiö beinkröm í
börnum og úrkölkun beina hjá
fullorðnum (beinmeyra).
Hægt er aö kaupa D-vítamín í
lúöulýsishylkjum, fjölefnatöflum
og þorska- og ufsalýsi (það síðar-
nefnda er sterkara).
E-vítamín
E-vítamín er einkum aö finna í
kími og ýmsum plöntuolíum. Ekki
er vitað hvort og hvernig líkaminn
þarfnast þessa fjörefnis en í
kjölfar þeirrar uppgötvunar aö
þetta efni er rottum lífsnauðsyn,
svo þaö eðla kyn geti stundaö þaö
ástalíf sem því er af skaparanum
uppálagt, hefur áhugi mannskepn-
unnar magnast um allan helming.
E-vítamín kemur annars í veg
fyrir að „fjölómettaöar fitusýrur”
þráni og í framhaldi af þeim eigin-
leika hafa menn giskað á allslags
holla virkan á mannfólk, en allt
eru þaö ágiskanir. Hægt er (ef fólk
50 Vikan XX. tbl.