Vikan


Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 45

Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 45
lit meö öllu sem bærir á sér hérna uppfrá,” greip Smith fram í. „Ur gervihnöttum, flugvélum, meö flotanum sínum. Kannski erum viö að fara ívið of beint til Sval- barða.” „Ég er sammála,” sagöi Weston. „Viö þurfum að fara aö veiöa í fáeinar stundir innan tíðar. Veiða okkur þorsk í matinn.” Hann lyfti hendinni í hirðu- leysislegri kveðju til Cliffords og fór upp úr lestinni, var langt í frá í léttu skapi. Hann hafði áhyggjur af því hvað frekar sovéski flotinn myndi gera Noröurljósinu, ekki síst ef bandaríki flotinn léti verða af lokuninni við Svalbaröa sem hann haföi hótað. ÉFTIR AÐ HAFA séð um flutn- inga árásarsveitarinnar um borö í Norðurljósiö á laugardegi hafði Peterson verið fluttur meö þyrlu á norska flugvöllinn í Bodö og ekið í Reitan-aöalstöövarnar. Þar tók á móti honum norski yfirhers- höföinginn sem hafði, eins og hann nú komst að, verið að stjórna gerðum Paul Mydlands frá yfir- töku Rússanna. Þessar upplýsingar, sem hann fékk yfir rólegri máltíð í einka- matsal, ollu honum töluverðri furöu. „Andskotinn!” sagði hann. „Hann hefur þá þegar séö svolítið af fjörinu?” „Það mætti orða það svo,” svar- aöi hershöföinginn þurrlega, bætti svo við: „Viö kærðum okkur ekki um að auglýsa þaö, jafnvel ekki viö bandamenn. Þetta var tölu- verð áhætta fyrir hann. Rússarnir hafa þegar yfirheyrt hann einu sinni. Aftur á móti ratar hann.” Þegar Peterson vildi fá frekari upplýsingar foröaðist hers- höföinginn að svara nákvæmlega. „Ef eitthvað er, sem ég vil gagn- rýna hjá hersveitum ykkar,” sagði hann loks, „þá er þaö að of margir hafa rétt til að spyrja hvað þær eru aö gera, allt frá þing- nefndinni ykkar og upp úr. Hér í Noregi höfum við líka við tals- verðar stjórnmálalegar takmark- anir aö stríða, en við fáum að eiga okkar leyndarmál í friði. Hvaö NATO varðar — Drottinn minn dýri! Ég vann þar einu sinni. Makkið og afbrýöisemin eru ótrú- leg.” „Heldurðu að við séum í lausu lofti með þessa aögerð, herra?” Peterson lét í Ijósi ótta sinn. „Hvað sjálfan mig varðar —” hann valdi orð sín vandlega ,, — heföi ég kannski leitað að öðrum lausnum. Ef til vill lagt meira traust við lokunina.” Hann fitlaði við lítið glas meö daufbrúnu áka- vítinu sem var með matnum. „Veistu, það var sjálfur Lenín sem viðurkenndi yfirráð okkar á Svalbarða. Þaö er enn hægt að nota sér þá staðreynd.” Hann lyfti glasi. „Jæja, tími umræðnanna er liðinn. Við getum bara óskað sveitinni þinni góðs gengis. Þeir þurfa á því að halda og meira til. Eigum við ekki að skála fyrir þeim?” Hann klingdi glasi við Peterson og svelgdi í sig vökvann í einum teyg. „Og ef ykkur vantar einhverja efnislega aðstoð á næstu dögum, biddu þá bara um hana.” „Ég er nú mest áhorfandi frá deginum í dag,” sagði Peterson, fann ákavítið svíða á sér hálsinn en fann enga huggun í því. Hershöfðinginn þerraði munn- inn snyrtilega með léreftsþurrku. „Viltu kannski koma í stutta öku- ferö? Það er hæð hérna skammt frá þar sem er stórkostlegt útsýni til miðnætursólarinnar.” Síðar, þegar þeir stóðu og horfðu á rauðgullinn hnöttinn sem hékk yfir sjóndeildarhringnum í noröri yfir endalausu hafinu, fann Peterson jafnvel enn sterkar hve einangraður hann var frá árásinni sem hann hafði lagt á ráöin um. Það var nærri því eins og að skilja viö ástvin: Eftir á hugsar maöur um allt það sem maður ekki sagði. Þeir voru að leggja til atlögu en hann sneri aftur í öryggið í stjórn- stöðinni. Hann hafði aldrei hugsað um sjálfan sig sem einn af baksviðsmönnunum. „Þeir sem leggja á ráðin þurfa aðverða eftir,” sagði hershöfðing- inn sem skildi þögn hans. „Þeir verða að vera klárir með dóm- greindina.” Hann hló lágt. „Sem er ein ástæða fyrir því að það er alltaf svona óöruggt með stööu- hækkanir.” Tveimur dögum síöar minntist Peterson þessara samræðna betur en hann hafði séð fyrir. Frá Reit- an hafði yfirmaður hersins í Norður-Noregi tafarlaust sam- band, ekki bara við Osló heldur líka viö SHAPE og SACLANT. Samskipti hafa ævinlega verið lífsblóð hernaðar: Hin skelfilega en hetjulega árás stórfylkisins á Krím stafaði af mistúlkuðum skilaboðum. Allt frá því að NATO var sett á laggirnar hafði það markvisst bætt bæði málpípur og upplýsingastreymi bandalagsins og öryggismál þess. Afleiðingar voru þær að foringjarnir, sem voru á vakt í Norfolk og Reitan, fengu dulmálssendingu frá Norð- urljósinu því sem næst samstund- is. „Hérna, herra.” Norðmaðurinn afhenti Peterson þýðinguna á orö- sendingablaði. „Þarna viröist hurð hafa skollið nærri hælum. ’ ’ Peterson las stuttorð skilaboðin tvívegis, aðgætti svo stöðu Norðurljóssins á uppljómuðu korti sem var á einum veggnum. Togar- inn var um þaö bil 60 sjómílur norður af Bjarnareyju. Hann átti að koma aö landi seint á miðviku- dagsnótt eða snemma á fimmtu- dag, aö því er Weston og Clifford töldu. Hann þurfti ekki aö fara nema tæpar 170 mílur á rúmlega tveimur dögum. Hann gat leyft sér að slóra, leggja net, villa fyrir með því aö fara í rangar áttir. Þar sem hann plægöi áfram á 10 hnúta ferö hafði hann rúmlega þrjátíu og átta stundir umfram. Það var ýmislegt hægt aö gera á þrjátíu og átta stundum. Hann fékk hugmyndina þegar, mótaöa af því að hann hafði ekki fullkomna trú á Howard Smith, af tímanum sem var til stefnu, af athugasemdum norska hers- höfðingjans um að sveitin þyrfti heppni og meira til. Hann sagði við sjálfan sig að vera ekki asni, allir sveitarmenn gætu komið hver í annars stað. Myndi hann veröa þeim eitthvaö aö gagni? I fáeinar mínútur yfirheyrði hann sjálfan sig í þaula um hvað fyrir honum vekti. Svo setti hann sam- an áríðandi orösendingu til King aðmírálsíNorfolk. Fjörutíu mínútum síöar var King í eigin persónu í öryggis- símanum. „Ertu óður, Peterson?” spuröi hann. „Hvernig ætlarðu að komast þangað?” „Stökkva út, herra.” „Og láta hverja einustu and- skotans rússnesku ratsjá veröa vara við flugvélina ? ’ ’ „Þeir taka ekki eftir neinu athugaverðu viö hana. Ef Norö- menn vilja bara vera með. ” „Kannski ekki. Ég skal hugsa um þetta. Vertu fljótur aö senda mér ráöagerð. Og Peterson ? ’ ’ „Herra.” „Valdirðu ekki mennina sjálfur?” „Ég fékk ekki kost á því, herra. Og sveitin þarf reyndari mann fyrst Clifford er úr leik núna.” Þegar aðmírállinn hafði lagt á hófst Peterson handa um skipu- lagningu. Utkoman varö betri en hann hafði þorað aö vona. DC-9 vél frá SAS átti að fara tóm til Longyearbæjar á miðvikudags- morguninn til aö sækja sýslu- manninn og starfslið hans sem voru að fara frá Svalbaröa. Næst hafði hann samband við aöal- stöðvar sérsveitanna sem höfðu þróað aðferö til að stökkva í fall- hlíf frá afturdyrum flugvélar í mikilli hæð eftir að flugræningi haföi gert slíkt í Bandaríkjunum og komist að því er virtist lifandi af með lausnarféð. Kjarni þessar- ar hugmyndar var einfaldur. Ef gert var ráð fyrir því aö hægt væri aö fá afnot af farþegaflugvél sem átti að fara yfir svæðið í venjulegu áætlunarflugi myndi flugvélin ekki vekja neina tortryggni og hægt yrði að stökkva frá henni án þess að mikil hætta væri á að upp kæmist. Það eina sem þurfti var að láta sig falla sem lengst niður og ekki opna skerminn fyrr en tvö þúsund fet yfir jörðinni. Þaö þurfti auðvitaö súrefni og leikni í fallhlíf- arstökkum og áhöfn sem kunni að þegja. Um kvöldið var King aðmíráll búinn aö samþykkja megininntak- iö. Hann hafði líka áhyggjur af því að sveitin legði til atlögu án yfir- mannsins, sama hvaða reglur þaö voru sem Delta-sveitin vann yfir- leitt eftir. Peterson færi um borð í flugvélina í Osló og létist vera í áhöfninni. Sama kvöld hringdi Peterson til Nancy í Osló. Hann hikaöi svolítið áöur en hann geröi það, óttaðist að hún yröi vör við einhverja spennu eöa æsing í rödd hans og yrði hrædd. Svo hvarflaði að honum að ef allt gengi úrskeiðis yrði þetta kannski í síöasta sinn sem hann talaöi viö hana, svo hann tók áhættuna. Og mikiö rétt, upphafsorð hans, „Hvernig gengur?” hljómuöu holt í hans eigin eyrum. „Hvar ertu, Tom?” „Enn í Noregi. Ekki hafa áhyggjur, þaögengur allt vel.” „Hvernig get ég látið hjá líða að hafa áhyggjur?” Henni fannst iðjuleysiö nærri því óbærilegt. „Verður stríð? Blöðin segja að við og Rússar séum alveg að rjúka í hár saman.” „Það er góð frétt en þú skalt ekki trúa öllu sem þú lest, ljúfan mín. Auðvitað er hættuástand, viö megum bara ekki missa kjarkinn, þaö er allt og sumt. Jæja, viö skul- um tala um eitthvað sem skiptir máli. Líður þér vel?” „Já, já.” Hún gat ekki svarað hressilega. „Morgunógleðin er hætt. Mér líður prýöilega. Ég vildi bara óska að við værum bæði á Virginia Beach.” „Hafðu ekki áhyggjur, ljúfan mín, við verðum þar. Ég ætti að 22. tbl. Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.