Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 58
II Barna
Vikan
Þýðandi: Jóhann J. Kristjánsson
Teikning: Herdís Hiibner
Ævintýrið
umFútta
og Bússu
Náið nú í litina ykkar og Irtió Fútta, Bússu, Nissa
og gæsina og fína herbergið hennar Bússu.
í stóru borginni með háu húsunum
og mannfjöldanum á heima lítill
drengur sem heitir...
Nei, ég ætla ekki að segja hvaö
hann heitir því ég held að mamma
hans vilji þaö ekki. Ég ætla bara að
láta það nægja að segja ykkur að
hann er kallaður Fútti og það á vel
við hann.
Hann er röskur drengur og á
hverjum degi fer hann í leikskólann
sinn. Þar á hann litla vinstúlku sem
honum þykir mjög vænt um. Það er
heldur ekki vert að vera að minnast
á hennar rétta nafn en Fútti kallar
hana Bússu. Þið megið trúa aö Fútti
og Bússa eru góðir vinir og una sér
vel saman. Og nú skuluö þið heyra
hvað kom fyrir þau einn fagran vor-
dag þegar sólin skein, fuglarnir
sungu og allur heimurinn var svo
fagur.
Fútti og Bússa sátu inni í stofu og
þeim leiddist. Þeim fannst ekkert
varið í nýju leikföngin sem Bússa
hafði fengið í jólagjöf og það var
ekkert gaman að æfa sig að prjóna
lengur.
„Bara að við gætum komist út í
veröldina og upplifað eitthvað
æsandi,” sagði Fútti.
I sama bili rak Bússa upp óp og
kastaði dótinu sínu frá sér. Hún þaut
til Fútta og faðmaði hann að sér.
Hann rak upp stór augu því að inn í
stofuna kom lítill maður og hafði
hann aldrei séð annan eins. . . hann
kom ríöandi á stórri gæs!
„Vertu ekki hrædd, Bússa,” sagöi
maðurinn og nú gátu bæði börnin séð
að hann var vingjarnlegur á svipinn,
með sítt, hvítt skegg. Hann var líka
með skringilegan, uppmjóan hatt, í
marglitum frakka og gekk á kloss-
um.
„Hver ert þú?” spurði Fútti og
var nú orðinn hugaður aftur.
„Ég heiti Nissi langskeggur,”
svaraði maðurinn. „Þú kannast víst
annars betur við mig úr kvæðinu um
hann litla Nissa sem ferðaðist með
aukapósti úr einu landi í annað. . .
Það var þegar ég var ungur, en nú
ferðast ég á gæsinni minni.”
Bússa var heldur ekki hrædd
lengur. Hún kom nær og horfði á
Nissa langskegg og svo sagði hún:
„Ég vissi ekki að þú værir álfur því
þeir eru alltaf með rauðar húfur. ’ ’
„Þær nota ég alltaf þegar ég er
heima en þú sérð að ég er núna á
ferðalagi svo ég hef farið í frakkann
og sett á mig þennan fína hatt,”
sagði álfurinn.
Börnin horfðu nú vel á hann, þeim
virtist hann vera fallegur á að líta.
Svo sagði Nissi langskeggur allt í
einu:
„Langar ykkur ekki að koma með
mér og sjá dálítið merkilegt?”
„Viltu taka okkur með þér til stór-
mógúlsins? ” spuröi Fútti.
„Það er nú svo sem lítið varið í
það,” sagði Nissi langskeggur. „Nei,
ég ætla að sýna ykkur annað miklu
betra, komið þið bara með.”
„En hvernig eigum við. . . ?”
byrjaði Bússa að spyrja en stein-
þagnaði svo því gæsin tók að stækka.
Eða voru það börnin sem voru
alltaf að minnka? Það var ekki gott
að vita. Þau vissu bara að allt í einu
sátu þau á bakinu á stóru gæsinni
ásamt Nissa langskegg. Gæsin
blakaði vængjunum og síðan flugu
þau hátt upp í loftið. En hvað þetta
var merkilegt! Langt fyrir neöan
þau var bærinn með fjölda húsa,
turna og verksmiðjureykháfa og
þarna voru há tré sem gnæfðu yfir
gráblá og rauð þökin. Göturnar
líktust sprungum milli húsanna og
fólkið virtist agnarlítið, næstum eins
og maurar. Jafnvel hestar og
vagnar, bílar og járnbrautarlestir
litu út eins og leikföng.
„Þið skuluð ekki vera hrædd um
aö detta af baki, þið sitjið svo föst.
Hjá mér skal ekkert illt koma fyrir
ykkur. Ég er töframaður en einn af
þeim góðu,” sagði langskeggur og
sneri sér að börnunum tveimur.
Þau voru heldur ekki hrædd, þau
nutu ferðarinnar og bentu hvort öðru
á hitt og þetta sem þau komu auga á.
„Sjáðu skóginn, hann er alveg
ljósgrænn og á sunnudaginn var
hann ekki byrjaöur að laufgast,”
sagði Fútti. „Þarna kemur stórt skip
siglandi!” Bússa leit niöur á blátt
vatnið sem var eins og skínandi silki
í sólskininu. „Við fljúgum miklu
hraðar en skipin sigla.”
Allt í einu flaug gæsin á bak við
stórt, hvítt ský svo að jörðin og allt
sem henni fylgir hvarf. I stað þess
sáu þau land alsetið hvítum gæsum.
„Nú skulum við út,” sagði Nissi
langskeggur og stökk niður af bak-
inu á gæsinni og börnin fóru að dæmi
hans. Nú varð gæsin allt í einu ekki
stærri en gæsir eru vanar að vera.
Það var eins og þau gengju um í
þykkum, hvítum sængum sem voru
stoppaðar upp með fjöðrum. Þetta
var afar skemmtilegt.
„Hvar erum við stödd?” spurði
Bússa um leiö og hún fór kollhnís.
„í landi skýjanna, þetta eru stóru,
hvítu sumarskýin sem við leikum
okkur í,” sagði Nissi langskeggur.
„Gætið bara að því að rífa ekki gat á
þau því þá fer að snjóa á jörðinni! ”
„Er það þá snjór sem er innan í
skýjunum? ” spurði Fútti.
SB Vikan XX. tbl.