Vikan


Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 35

Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 35
Draumar Páfagaukar Kæri draumráðandi. Mig dreymdi að ég væri að gefa fuglunum mínum að borða og þá voru komnir tveir aðrir stórir páfagaukar í staðinn fyrir mína litlu en ég tók ekki eftirþví fyrr en þeir fóru að tala við mig og settust áputtann á mér, mínir hafa aldrei gert það. Þá tók ég eftir að mínir voru sloppnir út og þeir voru orðnir þrir. Þegar ég ætlaði svo að ná þeim þá kramdi ég einn. Eg hef miklar áhyggjur út af þessum draumi svo mig langar til að þú birtir þetta sem fyrst. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Ein áhyggjufull. Þetta er fyrir kjaftagangi vin- kvenna þinna. Þær sem þú þekkir best munu að líkindum verða eitthvað ósáttar við þig og því miður munu nýjar vinkonur ekki reynast þér neitt betri en þér mun takast að taka þannig á móti kjaftaganginum í einni þeirra að það mun að líkindum verða til að draga úr hinum. Gengið upp stiga Kæri draumráðandi. Mig langar að biðja þig að ráða draum fyrir mig. I nótt dreymdi mig að við sonur minn, 7 ára, vœrum að ganga upp háan tréstiga (hann var ansi hár) sem reistur var lóðrétt upp. Við gengum á hvítu efni eða pappír, tandurhreinu, sem var lagt upp yfir þrepin alla leið upp. Sonur minn var kominn upp svona tveim þrepum á und- an mér og ég vaknaði um leið og ég sté á jörðina. Kær kveðja og fyrirfram þ ókk, Steinunn. Þetta er mikill heilladraumur fyrir þig og son þinn og bendir til að einhver (þig grunar líklegast hver) fylgist sérstaklega með honum og hugsi vel um hann. Þessi sonur þinn verður þér væntanlega til mikillar ánægju í blíðu og stríðu, honum fylgir margt gott um ævina og hon- um ætti að vegna vel í lífinu. Að ganga fyrir horn Kæri draumráðandi. 10. apríl 1980 sendi ég draum til ráðnmgar með undirskriftinni Anna í sambandi við þennan draum. Langar mig nú til að fá að vita hvað það merkir í draumi að ganga fyrir horn, í þessu tilfelli bryggjuhorn. Með bestu þökk fyrir, Anna. Að ganga fyrir horn merkir að breyting, yfirleitt til batnaðar, sé í aðsigi og fyrst hornið var á bryggju máttu gera ráð fyrir að þessi breyting hafi eitthvað með útlönd að gera. Hér er bréf fré póstmélastjóra. Hann vill fé að vita hvernig við förum að því að koma kjarn- orkupakka hvert sem er i heiminum á aðeins 16 minútum. Þetta er ekki bara alfullkomin garðsláttuvél. Þú getur líka hreinsað burt alla hunda sem komast ólöglega inn í garðinn þinn, með einni, ódýrri sprengikúlu. 22. tbl. Vikan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.