Vikan


Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 46

Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 46
1S Framhaldssaga verða búinn hérna eftir svona viku.” Öruggur hljómurinn í rödd hans huggaöi hana. Hún fann til ham- íngjukenndar. „Jæja, ég skal segja þér nokkuð, Tom Peterson. Það er eins gott að þú látir verða af því, annars fær þessi aðmíráll þinn að kenna á því. ” ,,Ég kem.” I huga hans berg- málaði einn lélegi brandarinn sem strákarnir sögðu stundum í Víet- nam. „Veistu, liðþjálfi,” sagöi einhver maðurinn fyrir átök, „ef ég særist núna verður það nógu slæmt, mamma grenjar og allt það. En ef ég drepst verð ég veru- lega reiður.” „Eg elska þig og ég kem til baka eins fljótt og ég get,” lofaði hann. En þegar hann fór í háttinn gat hann ekki sofið, lokuð augu hans sáu myndir frá eyðilegri hjarn- breiðu sem þaut á móti honum þar sem hann rýndi niöur úr fallhlífar- festingu og hvinurinn í þotuhreyfl- unum þagnaði. 7. KAFLI JÚLIA TÖK strax eftir hringn- um, þremur safírum og tveimur demöntum sem skiptust á og glitr- uöu á baugfingri vinstri handar Söndru. „Afskaplega fallegur, elskan,” sagöi hún, reyndi ekki einu sinni að leyna öfundinni í raddblæ sín- um. „Afskaplega laglegur.” Sandra roðnaði. „Finnst þér það? Erich gróf hann einhvers staðar upp núna um helgina. Jæja, ekki beinlínis, en hann kom mér á óvart.” „Það var enn betra. Ég er hrifin af því sem kemur á óvart, ekki síst ef þaö eru demantar. Leyfðu mér að skoöa hann almennilega! ” Hún skoðaði hringinn vandlega á út- réttum fingri Söndru, hugsaði að svo framarlega sem steinarnir væru ekki falsaðir ætti Erich hinn ungi meiri peninga en nokkur bjóst við. Hún var alveg nógu af- brýðisöm til að vera glettilega kvikindisleg. „Heppin ertu. En af hverju hefurðu hann ekki á hinni hendinni?” „Við tilkynnum ekkert ennþá.” Vangar Söndru, sem yfirleitt voru fölir, voru nú rjóöir. Hún horfði sjálf á hringinn, óskaði þess að hann gæti svarað sumum efa- semdum hennar þó hún skildi að Erich kærði sig ekki um opinberun fyrr en hún væri búin að hitta móö- ur hans. „Hann er yndislegur, finnst þér ekki?” sagöi hún nærri því angurvær. „Við sáum hring sem mér leist vel á í Deauville og þessi er nærri því eins.” „Jæja! Ég gat mér þess til að eitthvað sérstakt hefði gerst þá helgi.” Júlía deplaði öðru mikiö máluðu auganu þýðingarmikið. Webb liöþjálfi ónáöaði þær meö áríðandi kalli. „Mér þykir fyrir því að grípa fram í skoðanaskipti ykkar, ungu konur, en þaö er ekki mánudagsmorgunn út í bláinn.” I hádeginu settist Júlía hjá Söndru í mötuneytinu. Hún var ákaflega forvitin um Erich sem hún haföi flokkað sem fyrsta flokks graöfola en eigingjarnan, lítiö örlátan, spurulan — of spurul- an. Af hverju í ósköpunum skyldi hann vilja binda sig stúlku sem hafði ekki einu sinni lært að bera sig rétt og hafði engan kynþokka aö séð varö? Hélt hann að Sandra ætti von á miklum arfi? Þegar þær voru búnar að borða jógúrtina sína hátíðlegar í bragði og ostasalat, því báöar voru í megrun, var Júlía litlu fróöari. Það sem hún vissi hafði hún aðal- lega ráöiö af því sem ekki var sagt. Sandra virtist kvíðin jafn- framt því að vera hamingjusöm, talaði eins og samband hennar við Erich væri of dýrmætt til að ræða það. Þaö eina sem hún lét uppi var aö næsta haust, þegar hann fengi starfið sem hann vonaðist eftir, myndu þau flytja til Berlínar. Þegar sú skipta borg var nefnd, lengi brennipunktui' stríðsins sem ekki hafði verið lýst yfir milli Sovétríkjanna og hins frjálsa heims, kviknuðu minningar hjá Júlíu. Hún sá Ursúlu þegar fyr- ir sér, vestur-þýska einkaritar- ann sem haföi unnið í herberginu þar sem Sandra var nú. Ursúla hafði verið innblásin af svo dæmi- geröri þýskri skyldurækni að hún hafði aldrei haft neitt á móti því að vinna frameftir og hafði haft svo mikinn áhuga á starfi sínu aö hún notaði hvert tækifæri til aö fara inn í aðstöðuherbergi hernaðar- nefndarinnar. Hún hafði jafnvel með erfiðismunum þýtt það sem stóð á rómverskri mynd í gangin- um fyrir framan. Þegar hún hringdi einn mánudagsmorguninn til að segja að hún væri svolítiö lasin hafði enginn spurt nánar um það. Ursúla var ekki sú manngerð sem verður veik af ásettu ráöi. Tveimur dögum síöar fóru menn að velta fyrir sér hvort allt væri í lagi með hana og sendu einhvern í íbúðina hennar. Hún var ekki þar. Of seint komust menn aö því aö henni leið alveg prýðilega, en var í Austur-Berlín. Hún haföi alla tíö veriö útsendari Stasi og flýði þeg- ar Stasi hélt að upp um hana hefði komist. Ur hvorum hluta Berlínar kom Erich, flaug Júlíu allt í einu í hug, eystri eöa vestri? Af hverju sagði hann Söndru svona fátt um fortíð sína? Gat Sandra, án þess að vita af því, veriö staðgengill Ursúlu, stjórnað af kröfuhörðum elskhuga? Það var ekki hægt að komast hjá þessari grunsemd, að minnsta kosti ekki fyrir jafnkald- lynda konu og Júlíu. Síðla sama dags, þegar Curtis fylkisforingi var á fundi, skrapp Júlía inn í skrifstofu hans og hringdi til London. Hún talaði við mann aö nafni Phillpotts. Hann mundi þegar í stað eftir Söndru frá síðustu heimsókn sinni til NATO. „Hún er búin að trúlofa sig þýskum blaöamanni sem vinnur hjá blaði í Miinchen sem heitir Aktuelle Nachrichten.” „Getur það hugsast?” Phillpotts var ákaflega gamal- dags í máli. „Þýskara, ha? Hefði átt að segja okkur það, stelpukján- inn.” Öryggisráðstafanir voru miklu stífari en áður. „Eg held að þaö sé ekki allt með felldu hjá honum.” Júlía lýsti í stuttu máli aldri Erichs og útliti. Hinum megin símalínunnar punktaði Phillpotts hjá sér minnisatriöi. „Aktuelle Nach- richten, sagðir þú?” Nafnið var kunnulegt og það þurfti ekki að minna hann á að hernaðar- nefndin var miödepill núverandi kreppu. „Ég kem yfir jafnfljótt og ég get, á morgun eða á miðviku- dag. Þakka þér fyrir, elskan mín, þakka þér kærlega fyrir.” Júlía lagöi á og vonaði aö hún heföi breytt rétt. Phillpotts var skringilegur gamall skarfur, - minnti meira á foringja úr riddaraliðinu kominn á eftirlaun heldur en yfirmann öryggisdeild- ar en var kænni en hann leit út fyrir að vera. Öll lönd báru ábyrgð á starfsliöi sinnar þjóðar gagnvart öryggiseftirliti NATO. Hann fylgdist með bresku einkariturun- um. Þær litu á hann sem nokkurs konar ljúfan frænda. I skrifstofu sinni í London, í tvö hundruð mílna fjarlægð, tók Phill- potts að spyrjast fyrir með ótrú- legum hraða. Hann vissi vel aö Júlía hafði tvær hliðar. Ef hann hefði ekki verið byrjaður að meta heillyndið sem var hennar aðall heföi hún verið rekin fyrir löngu. „Ég þori að veöja hverju sem vera skal aö hún hefur sjálf hátt- aö hjá helvítinu,” tautaði hann þegar hann setti af staö rann- sóknarbeiöni um Erich Braun. Vestur-þýska öryggisþjónustan vissi kannski eitthvað, bæði um hann og tímaritið. DC-9-VÉLIN STÖÐ nokkuð frá aðalflugstöðinni á Fornebu-flug- velli í Osló, rennilegur hvítur draugur meö þjóðfána Danmerk- ur, Noregs og Svíþjóöar á stélinu. Yfirvöldum hafði tekist að halda vélinni í skugga, ef svo mátti segja; ekki svo að skilja að öryggisráöstafanir leyfðu að nokkur blettur flugvallarins væri óupplýstur. Þegar Peterson gekk út með flugstjóranum fannst honum hann vera nakinn og honum leið óþægi- lega. Derhúfan og blái flugmanns- búningurinn, sem hann haföi feng- ið lánaö, hæfðu honum þolanlega vel. Flugáhafnir SAS voru yfirleitt stuttklipptar eins og hann og andlitsdrættir hans voru hæfilega skarpir og vökulir fyrir hlutverk- ið. Jafnvel flugmannsmerkið á brjósti hans skein matt þar sem hann sá lengst til, rétt eins og silfurvængirnir fyrir ofan málm- borðana á landgönguliðatreyjunni hans. Þrátt fyrir allt þetta fannst honum hann klunnalegur og hann kveið því að starfsfólkið í landi spyrði hann einhverra tæknilegra spurninga. „Við ættum að líta aftur á aftari þrepin,” sagði flugstjórinn, fór með honum aö stélinu þar sem afturskrokkur vélarinnar opnaðist niður og aftur og myndaði mjóan stiga fyrir farþegana. Hönnuðir DC-9 höfðu að sjálfsögðu aldrei ætlað stiganum að fara niöur í flugi. Peterson klifraði hálfa leið upp þrepin, skoðaði þrýstibúnað- inn beggja vegna sem hélt land- ganginum á sínum stað. „Það er bara að ganga niður og veifa bless, held ég,” sagði hann meö kæti sem hann fann ekki til. „Þetta er ekki ósvipað og stélflek- inn í C-130.” Hann hafði iðulega stokkið frá þeim klunnalegu her- flutningavélum. „Helduröu það?” Flugstjórinn var undrandi. Hann var með veðurbarinn reynslusvip á borð við þá sem auglýsingaljósmynd- arar halda mikið upp á og hrukk- urnar viö augu hans urðu þéttari þegar hann spurði út í þessa full- yrðingu. „Að mínu mati er þetta ákaflega frábrugðið. Hraöara, svo eitthvaö sé nefnt. Eg þarf 115 hnúta til að vera öruggur.” Peterson ímyndaði sér vindinn æðandi í kringum sig. Hann var 4<> ViKan zz. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.