Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 28
NATIONAL AIR SPACE MUSEUM er ein
af 32 deildum Smithsonian Institution í
Washington. Grunninn að þessari stofnun
lagði enski vísindamaöurinn James Smithson
sem árið 1829 arfleiddi Bandaríkin aö öllum
sínum auði. Gjöfinni fylgdu þau fyrirmæli að
henni skyldi varið til byggingar stofnunar í
Washington sem myndi efla og styrkja
þekkingu og vísindi á meðal manna.
Smithsonian Institution var síðan stofnað áriö
1846. Það hefur stutt og staðiö fyrir mörgum
uppgötvunum á sviði vísinda og eflingu lista
og þar eru varðveitt mörg merkilegustu skref
þróunarsögunnar.
Á svæöi því í Washington sem kallast
NATIONAL MALL er að finna sjö söfn sem
tilheyra stofnuninni og mynda söfnin skipu-
legan hring svo gott er að átta sig á aðstæð-
um. Fimm önnur söfn og dýragarður, sem
einnig tilheyra stofnuninni og eru ekki síöur
merkileg, eru staðsett annars staöar í
Washington. Sagt er að Smithsonian Institu-
tion sé stærsta stofnun sinnar tegundar í
heimi.
Sú af þessum stofnunum sem mest er
heimsótt er tvímælalaust National Air Space
Museum. Fyrir utan aö geyma vélar þær er
tengjast flug- og geimsögu Bandarikjanna er
að finna þar sviðsetningar á merkum atburð-
um, tækjabúnaö til fjarskipta, gervitungl,
fyrsta tunglgangan er sett þar á sviö og gestir
fá að koma við ekta tunglgrjót. Kvikmyndir
af tunglferöunum eru sýndar á stórum skjám
og allar upplýsingar um hvert einasta tæki
eru í seilingarf jarlægð.
Það er vissara aö hafa góðan tíma þegar
þetta merka safn er heimsótt. Biðröðin við
NflTDNFL
Hér er sviósetning á
viógeró í geimnum.
Nákvæmar upplýsingar
um alla vióburói eru í
seilingarfjarlægó og
safnió aó öllu leyti
mjög vel skipulagt.
í safninu er aó finna sviðsetningu á merkilegustu at-
buróum geimsögunnar. Hér er greinarhöfundur vió
sviósetníngu tunglgöngunnar. Upprunalegi búnaður-
inn er geymdur i lokuóu glerbúri en gestir fá leyfi til
aó snerta ekta tunglgrjót. Neil Amstrong steig
fyrstur manna á tunglió og tók síöan þessa mynd af
félaga sínum, Edwin Aldrin, nokkrum minútum sióar.
Það er undarleg tilfinning sem gríp-
ur mann á göngu um National Air
Space Museum, safnið í Washington
sem geymir alla flug- og geimsögu
Bandaríkjanna í sömu húsakynnun-
um. Að öll þessi þróun skuli hafa átt
sér stað á einum mannsaldri er of
ótrúlegt til að hægt sé að kyngja því í
einum bita.
í þessu stóra og vel skipulagða
safni er að finna hluti frá fyrstu
skrefum fluglistarinnar ef svo má að
orði komast. Þar eru vængir til að
binda á handleggina og hlupu menn
síðan um víðan völl og fram af fjalls-
brúnum í þeirri von að geta flogið um
loftin blá. Af þeim spurðist aldrei
meir. Aðra sögu er að segja af
geimfaranum sem á dögunum
sprangaði um gufuhvolfið með hvítan
kassa á bakinu. Hann komst heill á
húfi heim og varla líður á löngu þar til
sá búnaður bætist í hóp þess sem fyrir
er á safninu.
Þessa mynd tók geimfarinn Peterson af Musgrave aó störf-
um úti í geimnum. Geimfarió er Challenger.
Búnaður geimfarans sem sprangaði um himinhvolfió meó
hvítan kassa á bakinu veróur geymdur á National Air safninu
í Washington eins og aðrir merkustu hlutir geimsögunnar.
,y ^
28 ViKan 22. tbl.