Vikan


Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 28

Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 28
NATIONAL AIR SPACE MUSEUM er ein af 32 deildum Smithsonian Institution í Washington. Grunninn að þessari stofnun lagði enski vísindamaöurinn James Smithson sem árið 1829 arfleiddi Bandaríkin aö öllum sínum auði. Gjöfinni fylgdu þau fyrirmæli að henni skyldi varið til byggingar stofnunar í Washington sem myndi efla og styrkja þekkingu og vísindi á meðal manna. Smithsonian Institution var síðan stofnað áriö 1846. Það hefur stutt og staðiö fyrir mörgum uppgötvunum á sviði vísinda og eflingu lista og þar eru varðveitt mörg merkilegustu skref þróunarsögunnar. Á svæöi því í Washington sem kallast NATIONAL MALL er að finna sjö söfn sem tilheyra stofnuninni og mynda söfnin skipu- legan hring svo gott er að átta sig á aðstæð- um. Fimm önnur söfn og dýragarður, sem einnig tilheyra stofnuninni og eru ekki síöur merkileg, eru staðsett annars staöar í Washington. Sagt er að Smithsonian Institu- tion sé stærsta stofnun sinnar tegundar í heimi. Sú af þessum stofnunum sem mest er heimsótt er tvímælalaust National Air Space Museum. Fyrir utan aö geyma vélar þær er tengjast flug- og geimsögu Bandarikjanna er að finna þar sviðsetningar á merkum atburð- um, tækjabúnaö til fjarskipta, gervitungl, fyrsta tunglgangan er sett þar á sviö og gestir fá að koma við ekta tunglgrjót. Kvikmyndir af tunglferöunum eru sýndar á stórum skjám og allar upplýsingar um hvert einasta tæki eru í seilingarf jarlægð. Það er vissara aö hafa góðan tíma þegar þetta merka safn er heimsótt. Biðröðin við NflTDNFL Hér er sviósetning á viógeró í geimnum. Nákvæmar upplýsingar um alla vióburói eru í seilingarfjarlægó og safnió aó öllu leyti mjög vel skipulagt. í safninu er aó finna sviðsetningu á merkilegustu at- buróum geimsögunnar. Hér er greinarhöfundur vió sviósetníngu tunglgöngunnar. Upprunalegi búnaður- inn er geymdur i lokuóu glerbúri en gestir fá leyfi til aó snerta ekta tunglgrjót. Neil Amstrong steig fyrstur manna á tunglió og tók síöan þessa mynd af félaga sínum, Edwin Aldrin, nokkrum minútum sióar. Það er undarleg tilfinning sem gríp- ur mann á göngu um National Air Space Museum, safnið í Washington sem geymir alla flug- og geimsögu Bandaríkjanna í sömu húsakynnun- um. Að öll þessi þróun skuli hafa átt sér stað á einum mannsaldri er of ótrúlegt til að hægt sé að kyngja því í einum bita. í þessu stóra og vel skipulagða safni er að finna hluti frá fyrstu skrefum fluglistarinnar ef svo má að orði komast. Þar eru vængir til að binda á handleggina og hlupu menn síðan um víðan völl og fram af fjalls- brúnum í þeirri von að geta flogið um loftin blá. Af þeim spurðist aldrei meir. Aðra sögu er að segja af geimfaranum sem á dögunum sprangaði um gufuhvolfið með hvítan kassa á bakinu. Hann komst heill á húfi heim og varla líður á löngu þar til sá búnaður bætist í hóp þess sem fyrir er á safninu. Þessa mynd tók geimfarinn Peterson af Musgrave aó störf- um úti í geimnum. Geimfarió er Challenger. Búnaður geimfarans sem sprangaði um himinhvolfió meó hvítan kassa á bakinu veróur geymdur á National Air safninu í Washington eins og aðrir merkustu hlutir geimsögunnar. ,y ^ 28 ViKan 22. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.