Vikan


Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 43

Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 43
dreififlugvöllum. Aftur á móti leyndi merking alls þessa sér ekki. Formaður hernaðarnefnd- arinnar var aö búa sig undir hern- aöarátök viö Varsjárbandalagið í næstu viku og hann vildi aö meö- limaþjóðir færu, ef svo mátti oröa það, á vígstöövar. Til aö réttlæta þessa beiðni um því sem næst allsherjar herkvaön- ingu vitnaði hann í hluta af ákvörðunum varnarundirbúnings- nefndarinnar sem ekki haföi verið birtur. „Stundin er komin aö hefja réttlætanlegar og fullnægjandi varnaraögeröir gagnvart þessari tilraun Sovétríkjanna aö eyöileggja einhug bandalagsríkja og ráöast inn á yfirráðasvæði þeirra.” Hún tók sér aöeins hlé viö langt verkefniö til að koma símaboðum í Duc d’Arenberg til aö láta Erich vita aö hún kæmi ákaflega seint. Þegar hún lagöi bílnum sínum loksins í Grand Sablon og gekk aö veitingahúsinu var hún of þreytt til að borða. Erich beið viö hornborðið, sem þau sátu oftast við, og hún sá strax hvaö hann var óþolinmóður. Svona í eitt skipti langaði hana til aö rífast viö hann, ekki síst þar sem hún vissi aö hún haföi loks náö í þá baksviðsfrétt sem hann var alltaf að heimta. „Ef þú ætlar að vera svona geðvondur,” sagði hún með hita sem kom henni sjálfri á óvart, „geturðu beöið með að heyra fréttirnar mínar, fjárinn hiröi það.” Svo bætti hún viö, rétt til aö erta hann: „Viröulegir yfir- boðarar mínir viröast sannarlega bryðja mélin í þetta sinn.” „Eru þeir aö bíta í hvað? Vinsamlegast skýröu þetta.” Hún gat ekki varist hlátri, ekki síst þar sem hún hafði ekki egnt hann af ásettu ráöi. Elsku greyið, hún velti því fyrir sér hvort hann myndi nokkru sinni skilja ensku til fullnustu. Og svo lét hún í minni pokann vegna þess að hann varö verulega reiöur og hún hóf aö gefa honum lauslega mynd af því sem hún haföi verið að vélrita. Henni til furðu þaggaði hann niður í henni. „Seinna,” sagöi hann lágt, horföi tortrygginn á þjóninn. „Segöu mér frá því seinna.” Hann hækkaöi röddina. „Mikið eru þetta dásamlegar fréttir. Af hverju færðu þér nú ekki eggjaköku? Þú verður að boröa eitthvaö.” Þegar þau voru komin í íbúð hennar spuröi hann hana í þaula og vék alltaf aftur aö sama atriði. „En af hverju eru þeir að þessu? Þaö hlýtur að vera viss ástæöa fyrir því.” „Eg býst við aö þaö sé vegna DCP, ástin mín.” Hana langaði mikið til að sofna. „Ég velti því eiginlega ekki fyrir mér.” Svo mundi hún eftir aö hún haföi heyrt Anderson hershöfðingja segja við fylkisforingjann. „Hvaö svo sem verður máttu ekki vitna í þetta, en hann sagöi að aö því kæmi eftir um það bil fimm daga og að Rússar myndu svara fyrir sig.” „Hvernig?” „Þú lofar að setja það ekki í blaðið? Þeir myndu vita strax hvaöan þaökæmi.” „Ástin mín.” Hann lagði þunga áherslu á ástaryröin. „Ég sver að ekki eitt einasta orð af því mun birtast í blaðinu.” Það skemmti honum prýðilega aö segja ná- kvæmlega sannleikann og geta hlegiö aö heimsku hennar, ekki síst eftir aö hún hafði gert grín að honum á veitingahúsinu. „Við heiöur minn.” „Hann sagöi að þeir launuðu kannski fyrir sig með því að ráðast á Finnmörku. Það er nyrsti hluti Noregs, er þaö ekki? ” „Hm.” Erich hugleiddi þetta, velti þýðingu þess fyrir sér með sjálfum sér. „Var þetta allt og sumt sem hann sagði? ’ ’ „Já. Eg skil samt ekki af hverju Rússar ættu að gera það, en þú?” „Nei.” Jæja, hugsaði hann, það er mitt verk að tilkynna, ekki vega og meta. En skilgreiningin á að launa fyrir sig var að bregðast við því sem hinn aðilinn hafði gert. Þess vegna hugðist NATO eitthvaö fyrir. Erich lá vakandi við hlið hennar þessa nótt, melti upplýsingar sínar og þvingaði sig til að leggja þær á minnið. Hann skreiddist snemma út úr íbúö hennar, fann símaklefa og hringdi í númerið sem aðeins átti aö nota í neyðar- tilvikum. BJARNAREYJA mjakaðist upp fyrir sjóndeildarhring síödegis á mánudag. Suðuroddi hennar var brattur klettur með áberandi steindröngum úr hafinu fyrir neöan og skýjastrókur var upp af hryggnum. „Hálfnaöir,” sagöi Weston glað- lega viö Mydland, horfði í gegnum kíkinn á skýin sem óskýrðu útlínur eyjarinnar. „Nú verður gaman ef Peterson ofursti hefur á réttu aö standa.” Hann horfði lengra í norður, hallaði sér upp að stýris- húsinu sér til stuðnings. Norður- ljósið skoppaði á úfnum sjó. „Þetta viröist vera hvalveiðibátur þarna. En hvað er oröið af rúss- neskaflotanum?” „Ætli hann bíði ekki eftir okkur nær Svalbarða,” svaraði Mydland heimspekilega. „Þá ættum við að byrja aöveiöa.” „Ekki segja þaö of hátt. Strák- arnir þurfa ekki annað að hugsa um núna en að hálft þorsktonn bætist viö hjá þeim þarna niðri.” Weston hafði af ásettu ráði tekið einn og hálfan dag í aö fara þessar 240 sjómílur frá fundarstað þeirra og herskipsins og að Bjarnareyju. Jafnvel á þessum stutta tíma höfðu mennirnir fengið sig full- sadda af innilokuninni í lestinni. Weston haföi í hyggju að halda enn hægar áfram frá Bjarnareyju. „Þú hefur rétt fyrir þér, Paul,” viðurkenndi hann. „Þegar við komum á miðin verðum við að sýnast, andskotinn hafi það.” „Við veröum líka að hafa sam- band við Bjarnareyjuradíó. Spyrja um veðurfréttir. Það væri eðlilegt.” Þeir horfðu á óljósa skugga- mynd eyjarinnar breytast hægt í harðar línur og leiða í ljós skafla niöur aö flæöarmáli. Þegar þeir fóru meðfram ströndinni komu radíómöstur í ljós, mjóar spírur sem trónuðu skammt frá húsa- þyrpingu á flötum noröurhlut- anum. Bjarnareyja var óbyggð að undanskildum fjarskiptamönnum og var mikilvæg hlustunarstöð. „Ég skil ekki af hverju Rússinn yfirtekur ekki þetta pláss,” sagði Weston. „Það virðist liggja beint viö.” „Kannski verður það næsta skrefið.” Mydland haföi velt þessu sama fyrir sér. „Ef til vill hafa þeir ekki gert það vegna þess að yfirleitt eru engir Rússar þar, þó að þeir haldi því fram aö varnar- samningurinn frá 1945 nái líka til Bjarnareyju. Við skulum hafa samband við þá núna.” Hann tók upp taltæki loftskeytastöðvar- innar og hóf stuttar samræöur á norsku. Svipur hans varö æ áhyggjufyllri. Dyrnar að vélarhúsinu lukust upp og Clifford kom inn með ullar- húfu dregna niöur yfir bursta- klippt höfuöið. Hann var í bláum sjómannajakka yfir einkennis- búningi sínum. „Ég heyrði að þið voruö að senda,” sagði hann þegar Myd- land hafði lokið máli sínu. „Hvað er aðfrétta?” „Það gengur heilmikiö á hjá sovéska flotanum hérna fyrir norðan. Verslunarskipum er ráö- lagt að halda sig fjarri svæðinu. Aftur á móti er veörið gott. ísinn er að taka sig upp hjá Svalbarða. Þrjú vindstig, sjávarhæð tveir. Skyggni gott.” „Andskotinn! Þýöir það að við verðum að hanga og bíða.” „Veöriö er fljótt að breytast á Svalbarða. Við höfum þrjá daga fyrir okkur.” „Tvo daga,” leiðrétti Weston hann. „Við þurfum enn að fara tvö hundruö sjómílur, manstu?” Hann leit á úrið sitt. „Það er kominn hádegismatur. Við skulum vona aö Millar liðþjálfi sé að malla eitthvaö gott. ” Hann fór úr stýrishúsinu og aftur inn í káetu þar sem yfir- mennirnir fjórir og Paulsen, norski vélstjórinn, boröuðu vana- lega. Millar var önnum kafinn í litla eldaklefanum, í þykkri, hand- prjónaöri peysu og blettóttum buxum. Líkt og Weston talaði hann svolitla norsku og gat, ef báturinn var stöðvaður, leikið sjó- mann líkt og Paulsen. „Hvernig gengur?” spurði Weston. „Ég vona til guðs að þeir kunni betur að meta þetta.” Millar gretti sig. Hann hafði aldrei búist við að maturinn ylli illdeilum. Norðurljósið hafði tekið vistir í Tromsö þar sem bandarískar vistir í eldaklefanum myndu þegar í stað koma gesti spánskt fyrir sjónir. Ekki svo aö skilja að skipið þyldi nákvæma rannsókn en þeir gætu kannski blekkt sovéskan foringja sem færi aðeins um borð til málamynda. En framandlegur kosturinn, auk þrengslanna í lestinni, var þegar tekinn aö valda kvörtunum. „Þeir verða að kunna að meta þetta,” sagði Weston. „Hvort þeir þurfa.” Clifford var kominn óséður inn. „Það er ekki aö þeir séu matvandir,” hélt hann áfram, tók upp kjötbita og bragö- aöi á honum. „Þeim finnst bara aö þeir ættu að fá bandarískan mat.” Hann sleikti fingur sína. „Þetta er frábært. Andskotinn hafi þaö, majór, þegar þeir eru við þjálfun í Flórída þurfa þeir að éta slöngur og eðlur.” „Það er víst best að finna upp- skrift að ísbirni í þetta sinn, herra,” sagði Millar góðlátlega. „Eg vil persónulega heldur hrein- dýrasteik.” Clifford hló. „Við skulum bera þetta fram. Þeir verða komnir á „lurpa” áður en þeir vita af. ” „Foringjarnir tveir settust á 22. tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.