Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 60
S Popp
Texti: Hörður
Mánaðar legar melónur
Einu sinni sagöi Bubbi melóna Morthens í blaðaviötali að sér
þætti lítiö til íslenskra poppskríbenta koma. Þetta var fyrir löngu
og ég man nú ekki hvaö hann sagði, orö fyrir orð, en hann bætti
svo viö að poppblaöamenn snobbuöu fyrir erlendum listamönnum
og veittu þeim miklu meiri athygli, gagnrýndu plötur þeirra
miklu nákvæmar og vönduöu alltaf minna til í umfjöllunum
sínum um íslendingana. Ég ætla þó ekki aö fara aö leggja orð í
belg um þetta mál nema hvaö mér finnst þetta ekki satt. í staö
þess aö ræða löngu gleymda hluti ætla ég nú aö fjalla lítillega um
tvær plötur þar sem Bubbi kemur aö meira eöa minna leyti viö
sögu.
Bubbi Morthens: Ný spor.
Safarí Records /dreifing: Skífan.
Hér er Bubbi prímadonna. Upptökum stjórnaði hann sjálfur
ásamt Siguröi Bjólu og er skrifaður fyrir öllum útsetningum.
Ennfremur deilir hann gítarleiknum meö Þorsteini Magnússyni
og Bergþóri bróður sínum.
Sem áöur hefur Bubbi ýmislegt aö segja. I þetta sinniö er ég
ekkert yfir mig hrifinn af kveðskapnum, finnst hann á stundum
verulega „confusing” og stundum jafnvel klúöurslega settur
fram. Dæmi: „Eg missti ástina út um gluggann / hún var raun-
veruleg fyrir mér / Hún flaug því ég elskaði skuggann / ég elti
skuggannígegnumlitaögler”. . . .
Litað gler? Flaug ástin út um gluggann því ég elskaði
skuggann? Ég verö að viöurkenna aö ég skil hvorki upp né niður í
þessu. Textablaðið er vaðandi í villum, bæði eru þar stafsetn-
ingarvillur og oft passaöi sungni textinn ekki við blaðið. Einn
textinn var ekki meö og þegar ég fór aö hugsa málið þóttist ég
vita ástæðuna. A umslaginu stendur eitthvaö um aö platan sé
tileinkuö eiginkonu Bubba, Ingu, sem hefur mátt þola góöu og
slæmu hliöarnar á bransanum. „ — Ég elska þig Inga!” Síðasta
lag plötunnar, „Eg hata þetta bít”, inniheldur þetta: „Ég hata
diskó/Ríö í takt við Lou Reed. . .” Næs. Þaö getur vel verið að
Lou Reed sé þægilegur til þess brúks, sérstaklega ef maður á
erfitt meö taktvissar hreyfingar, en þetta er bara eitthvaö svo
kauðalegt. Ekki meira um þaö.
Tónlistin er mjög í anda þess sem við er aö búast frá Bubba:
rokk af einfaldari geröinni, lítil aukahljóðfæranotkun og söngur-
inn látinn ráöa feröinni. Lögin eru flest þokkaleg, ekkert rosaleg,
en hér og þar koma ágætis laglínur. Langbesta lag plötunnar er
náttúrlega „Strákamir á Borginni” en restin er öll í einum klassa
fyrir neöan. Sorrí, sad storrí.
Ef á heildina er litið er þetta verk þó frekar heilsteypt og í raun-
inni er allt í lagi að hlusta á þessa plötu ef maöur hefur ekkert
annaö aö gera, hægt er að telja villurnar á textablaöinu í leiðinni.
Umslagið er OK.
t A- 444
Egó: Egó (Steinar).
Ah, þetta er miklu skárra; miklu meira víraö. Hér er Bubbi
einungis einn af þremur; reyndar eru þaö þeir Beggi og Rúnar
sem stjórna málunum að mestu leyti. Þeir þrír hafa svo fengiö
Asgeir Öskarsson á trommur og Pétur Hjaltested á hljómborð. Á
útgáfudegi plötunnar fullyrtu þeir félagar að platan væri laus viö
hiö hvimleiða Hljóöritasánd sem hefur oft viljað loða viö upptök-
ur þaðan, flatan og leiðinlegan hljóm, og get ég staðfest þaö.
Utsetningarnar og öll „próduktíón” (ekkert íslenskt orö til yfir
þennan hlut, hugmyndir vel þegnar) er í góðu lagi, greinilega
verið að sækjast eftir höröum og þéttum hljómi. Þaö hefur tekist,
enda bjóöa lagasmíðarnar upp á þaö. Hraðir og hvassir taktar
einkenna plötuna mjög sem gerir hana vissulega vel flytjanlega
„læf” (lifandi er halló orð) og verður spennandi að fylgjast með
hvernig meöferð lögin koma til meö að fá í höndum arftaka
Bubba og hinna nýju meðlima Egósins. Annars er Bubbi á þessari
plötu, eins og áður, á tveimur áttum um hvort hann á aö þruma
textunum út úr sér eða fara blíðar aö og stundum er eins og
annars þróttmikil rödd hans sé að springa. Á meðan hann heldur
sig á miöri braut syngur hann samt alltaf skemmtilega. Hljóö-
færaleikur þeirra pilta er fyrirtaksgóöur, aö vísu stendur á
umslaginu aö Rúnar sé ábyrgur fyrir „berum feilum” en viö
venjulega hlustun ber ekkert á þeim. Þetta er fyrsta platan þar
sem Beggi og Rúnar spila svo stórt hlutverk, eiga heiöurinn af
öllum lögum og eru í forsvari fyrir upptökustjórn. Ekki er hægt
að segja annað en aö bærilega hafi til tekist en þegar tíminn
veröur nægur er þaö sannfæring mín aö þeir eigi eftir að gera
góða hluti á þessum sviðum, betri en nú.
444
60 Vikan 22. tbl.