Vikan


Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 44

Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 44
u Framhaldssaga bekkinn með vaxdúknum við boröið í káetunni og byrjuðu að boröa, en Millar kallaöi á mennina að koma upp einn og einn í einu og sækja matinn sinn. Meðal breytinganna, sem Weston hafði framkvæmt á skipinu, var að gera gang úr lestinni að vélarrúminu og þaðan var hægt að klifra upp eftir járnrimum að yfirbygging- unni. Öryggisins vegna voru vatnsþéttar dyr á þröngu opinu. Majóramir tveir ræddu áætlanir meðan þeir borðuöu. Lendingin á Svalbarða, þar sem nota átti venjulegan uppblásan- legan gúmmíbát sem var geymdur í stórum poka, varð að bíða þar til yröi skýjað, helst þoka. Millar liöþjálfi og einn Bandaríkjamaður yröu í strand- hópnum og færu fyrstir inn, en Weston yröi kyrr á skipinu. „Þetta ætti ekki að vera neitt mál,” sagöi Weston. „Bara ef viö fáum lélegt skyggni og engin eftir- litstæki frá Rússum eru á sveimi.” Hann hafði fljótt fariö að kunna vel við Clifford, mann sem var á yfirborðinu jafnólíkur honum og frekast gat orðiö. Meðan Weston, sem tottaði pípuna sína í olíuflekkaðri hvítri peys- unni, tókst að viröast svo rólegur og öruggur með sig að það sýndi næstum óþarflega mikið kæru- leysi, talaði Clifford blátt áfram og hreyfði sig íþróttamannslega. Fyrir sitt leyti hafði Clifford skiliö aö léttlyndi Westons var ekki annað en yfirboröið. Undir niðri var hann bæöi hæfur maöur og glöggur. Clifford taldi að hægt væri að treysta honum til aö koma þeim á staöinn og til að vera viðbúinn með togarann ef eitthvað gengi úrskeiðis með undankomuá- ætlunina. Þeir voru að fara yfir þennan mikilvæga þátt árásarinnar þegar höfuð Mydlands birtist í gættinni. „Þyrla nálgast,” tilkynnti hann. „Ég held að hún sé ekki ein af okkarþyrlum.” Þeir hættu þegar í stað að tala og fóru út á dekk. Mydland hafði á réttu að standa. Þyrla var að nálgast þá lágt úr austri, þó að enn heyröist ekki til hennar fyrir þungum drunum dísilvéla togar- ans og nið vatnsins við skips- skrokkinn. „Best að þú farir niður, Craig,” ráðlagði Weston. „Það er engin leið að þú getir þóst Norðmaður, jafnvel ekki í fimmtíu stika fjar- lægð.” „Auðvitað.” Craig hvarf niöur. Weston lokaði lúgunni og fór inn í stýrishúsið, kom svo aftur fram þegar þyrlan var fyrir ofan þá og góndi eins og sjómaður heföi gert. Málningin og merkin sýndu aö þyrlan tilheyrði flugher sovéska flotans. Hann horfði á hana hring- sóla nokkrum sinnum yfir Norður- ljósinu. Svo vomaöi flugmaðurinn ósvífinn yfir skipinu og gusturinn frá spööunum þyrlaði skjölunum í stýrishúsinu niður af korta- borðinu. Weston skellti dyrunum og bandaði reiðilega. Hann sá flugmanninn greinilega lyfta handleggnum og banda hendinni niður, vísaöi kvörtuninni fyrirlit- lega á bug. Þyrlan kipptist af staö áfram og fór frá þeim. „Djöfuls frekja,” tautaði Weston. Hann fór inn. „Við fáum bráðum heimsókn,” sagði hann við Mydland, „eða ég skal hundur heita. Þetta var Kamov, trúlega af þyrluskipi eins og Moskvu. Það er best að við búum okkur undir að einhver komi um borð. ” Klukkustund síöar birtist á rat- sjárskerminum depill sem merkti hraöskreitt skip og fljótlega eftir þaö þekkti Weston þaö í kíkinum: rennilegt, áreitiö her- skip meö auöþekkjanlegri rennu og yfirbyggingu, krýnt loftneta- kös. „Kresta-flokkur,” sagði hann kæruleysislega við Clifford sem var uppi í stýrishúsinu. „Og fer að minnsta kosti tuttugu hnúta. Því hlýtur aöliggja á aðhitta okkur.” „Geföu bara merki þegar þú þarft á okkur að halda.” „Hafðu ekki áhyggjur, við leik- um á þá.” Weston setti á sig gamla bláa derhúfu, kveikti aftur í pípunni sinni og fór hring á dekkinu til að gæta að hvort allt væri með felldu. Þaö var það. Þegar herskipið nálgaðist varð hann kvíðinn, mundi eftir hvernig annað rússneskt skip haföi einu sinni tekiö slíka áhættu þegar það var að fylgjast með NATO-æfingu að það hafði rekist á breskt flug- vélaskip, miklu stærra en það var sjálft. Ef þessi kafteinn haföi þau fyrirmæli að sýna norskum kaup- skipum áreitni myndi hann meö ánægju rekast á togara og vita að jafnvel þó hann sykki myndi ríkis- stjórn hans halda því fram að þetta hefði verið togaranum aö kenna. Weston setti vélar Norðurljóss- ins á hæga ferð áfram, togarinn missti ferð þar sem hann ruggaði í kólgunni. Nú var herskipiö í fimmtíu stika fjarlægð og hann gat greint yfirmennina í brúnni. Sjómaöur dró upp litaðan fána. Áður en hann gat svo mikið sem séð hvernig hann var fór her- skipiö fyrir stefniö hjá honum. Það fór hraðar en togarinn. Hann sneri stýrinu hart í bak, en viö- brögðin voru of sein. Grár stafn herskipsins gnæfði fyrir ofan hann og með nístandi braki rákust skipin tvö saman. Við áreksturinn kastaöist Noröurljósið út á hliö meö skelfilegu brothljóði í tré. Andartaki síöar valt það til baka og nerist utan í stálplöturnar í her- skipinu, en vélar þess strokkuðu vatnið hvítt meðan það fór aftur á. Yfirmaður í frakka og með háan hatt birtist á ytri hluta brúarinnar með gjallarhorn. „Hvaö eruð þið asnarnir að gera?” hrópaði hann á norsku og benti á fánann sem slóst til í vindinum. „Þekkiö þið ekki alþjóöleg merki? Ykkur var skipað að leggjast að til eftirlits.” „Þið hafið engan rétt á að stöðva okkur,” hrópaði Mydland, sem nú var líka kominn á dekk. „Þið hefðuöu getað sökkt okkur.” Hann steytti hnefann aö Rúss- anum og var ekki að gera sér upp reiöi. Foringinn lét sem hann sæi þetta ekki, horfði yfir Norðurljósiö frá norska fánanum, sem hékk máttlaus í skutnum, að netum og trossum sem staflaö var upp framan við lestina. „Hvaö eruð þið að gera hér?” spurði hann í gjallarhornið. „Við erum á leið á veiöar, andskotinn hirði þig.” Enn svaraði foringinn ekki. Annar kom til hans, lyfti mynda- vél og tók nokkrar myndir. „Kvartið við sendiráðiö ykkar ef þið viljið,” kallaöi foringinn niður. „Þið ættuð að gæta ykkar betur á þessum slóðum. ’ ’ Hann hvarf inn í brúna og þeir heyrðu gnýinn þegar hert var á vélunum. Herskipið sveiflaðist frá og yfirgaf þá. Weston hallaði sér varlega yfir bogna og brotna lunninguna og reyndi að sjá skemmdirnar. Timbrið, þar sem dekkið og ski'okkuiinn mættust, var sprungiö en ekki alveg fallið saman. Það gat vel verið að leki væri kominn undir yfirborðinu. Hann flýtti sér aftur í gegnum káetuna, niður stálhringina að vélarrúminu og í gegnum dyrnar inn í lestina. Þar inni var allt á ringulreið. Föt og útbúnaður var á tjá og tundri á gólfinu, haföi kastast af hillum og kojum við áreksturinn. Hvergi sáust merki um að vatn streymdi inn. Mennirnir stóðu upp við hliöar þröngrar lestarinnar, horfðu þegjandi á Johnson sjúkra- liða sem kraup við eina neðri kojuna. Þar lá Clifford upp viö dogg, andlitið í skugga. Þaö voru ekki nema tvö rafljós sem lýstu upp svæðið. „Hvað er að?” spurði Weston. „Majórinn datt, herra.” John- son leit snöggvast við, hélt svo áfram rannsókninni á vinstra fæti Cliffords, sem hann var búinn að klæða úr stígvéli og sokk. Weston laut yfir þá. Hann sá að ökklinn var afmyndaður og holdiö virtist bólgiö. „Brotinn,” sagði Johnson, þreif- aði á beinunum með fingrunum. Clifford gretti sig en sagöi ekkert. „Það er líklega best aö ég bindi um hann.” Hann teygði sig eftir litlum bakpoka, dró fram málm- kassa meö rauðum krossi ofan á og rótaði í vandlega uppröðuðum túpunum og kössunum þar í. „Ætti að fara í gifs, en þaö er fyrir lækni. Eg kann ekki að eiga við brot. Þú þarftsjúkraleyfi, herra.” „Það verður bara að bíða,” sagöi Clifford meö erfiðismunum, sársaukinn heyröist í rödd hans. Hann leit á Weston. „Hver and- skotinn gerðist?” „Þeir sigldu á okkur. Af ásettu ráöi.” „Helvítin!” sagði Howard Smith hátt í horninu þar sem hann sat uppi í efri koju. „En það þarf meira en herskip til að stöðva þessa atlögu.” Hann talaði hátt eins og til að leggja áherslu á stjórnina sem hann tæki núna að sér. „Þaö var lóðið,” sagði Clifford. „Heyrðu, liðþjálfi, lagaðu bara þetta smávandamál svo aö ég geti gengið. Heyrirðu þaö?” Johnson hristi höfuðið. „Þaöget ég ekki, herra. Þú getur ekki með nokkru móti gengiö meö þennan ökkla. Komdu bara viö hann, þú getur fundið hvar beinið gaf sig.” Clifford lyfti sér eins uppréttum og hann gat fyrir kojunni fyrir ofan, vatt sig til og frá þar til hann náöi í fótinn. Svo rumdi hann. „Ætli þú verðir þá ekki aö fara meö strákana inn í fyrirheitna landið, Howard,” sagði hann. Hann ráðfæröi sig aftur við Weston. „Það er eins gott að við horfumst strax í augu við allar óþægilegar staöreyndir. Gætu þeir hafa grunað okkur? Eða er þeim eðlislægt að sökkva togurum? ” „Ég get mér til að þeir séu aö minna öll norsk skip hér um slóðir á að þeir eigi Barentshaf. Eða halda það. Einfaldlega fanta- brögð.” „Ég vona sannarlega að þú hafir á réttu aö standa.” „Sovétmenn verða að hafa eftir- 44 Vikan 22 tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.