Vikan


Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 26

Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 26
11 Spennusaga MIRIAM LYNCH Andlitsmynd Henry Tolman komst upp meö morð — honum fannst best að oröa þetta þannig og hann naut þess að hugsa þessi orð aftur og aftur. Aö vísu nota aörir þessi orö, en þau höfðu sérstaka merkingu fyrir hann því aö hann haföi myrt mann og komist upp meö það. Hann var því hafinn yfir aöra menn, kominn í hóp snjöllustu og greindustu af- brotamanna — morðingjanna sem aldrei voru sakfelldir. Aðeins ein manneskja vissi þetta. Louise, kona hans, haföi veriö í setustofunni um kvöldið. Hún haföi séð tvær skuggaverur á svölunum, tvær fyrst, svo aöeins eina. Hann hafði myrt vegna Louise. Hann var hræddur um aö ráöa ekki viö Louise fyrst eftir aö hann hrinti Scott Lansing út af svölunum. Konur voru svo til- finninganæmar og hún kannski næmari en flestar því aö hún var leikkona. Fyrst haföi hún látið eins og annars flokks leikari. Hún lék þetta allt — skelfingarsvipinn, doöann, taugaáfalliö. En Henry haföi náö yfir- höndinni þegar lögreglan kom. Lausnin var eiginlega sáraeinföld. Hann sagöi að hún gæti ekki sann- aö neitt. Ekki vildi hún komast á forsíöuna meö myndum af þeim Scott Lansing og láta gráöuga les- endur gleypa í sig allt um ástar- ævintýri þeirra Scott Lansings. Svo varð hún aö taka tillit til móöur sinnar. Gamla konan var hjartveik og Louise vildi þó varla gera nokkuö til aö móðir hennar fengi hjartaáfall? Það haföi veriö hagur aö Louise. Hún var hálfringluö en hún svaraði spurningunum heiðarlega og þaö var gott fyrir Henry. Hún sagöi aö Scott heföi verið niöurdreginn um kvöldið. Hann hafði ekki fengið neitt aö gera lengi, ekki einu sinni hlutverk í sjónvarpinu. Hann haföi drukkiö stíft bæði fyrir mat og meö honum og annað fólk staöfesti að Scott hefði verið farinn að drekka mikiö. Viö krufningu kom i ljós aö hann haföi drukkiö töluvert um kvöldiö — allt gekk Henry í haginn. Louise gat staðfest að Scott heföi veriö þungbúinn og niður- dreginn. Vinir hans vitnuðu að hann hefði verið þunglyndur og ör- væntingarfullur. Loks lýsti hún því hvernig maöurinn heföi ráfað eirðarlaus út á svalir. Hún minnt- ist ekki að fyrra bragði á aö Henry hefði elt hann út. Þaö var ekkert um ljósmyndina talað. Það var ljósmyndin sem varö kveikjan aö morðinu. Louise sagöi að myndin væri hvorki fugl né fiskur, ekkert annað. Þetta væri allt sjúklegri afbrýðisemi Henry aö kenna. Þetta var stór andlitsmynd af Scott sem brosti til aö laða aö leikstjóra og umboösmenn. A hana var ritað aö sið sumra leikara: „Til aöalleikkonunnar — meö fullri virðingu — alltaf og alltaf og alltaf þinn þræll.” Louise gat mótmælt þangaö til aö hún varö hás. Hún gat reynt aö skýra fyrir Henry hvað þetta auk- nefni skipti litlu máli, að allir leikarar segöu og skrifuðu svona án þess að meina neitt meö því, aö hún heföi aöeins leikiö á móti Scott eitt sumar, farið nokkrum sinnum út með honum að boröa og þau veriö vinir. En Henry mundi eftir ástarat- riöunum á sviöinu, hvernig honum haföi liöið kvöldiö sem hann horfði á leikritið. Og Louise hafði hikaö viö aö giftast honum — vegna þess aö hún var hrifin af Scott? Eftir brúökaupiö „leit” Scott of oft inn. Louise gat talað eins og hún vildi um að hann þæöi gjarnan ókeypis mat og drykk. Afbrýöisemin nag- aöi Henry þangaö til hann gat varla þolaö viö. Svo fann hann myndina í snyrti- boröinu hennar, myndina af þessu brosandi andliti og meö þessari ógeöslegu tileinkun — og hann vissi að hann yrði aö myröa Scott Lansing. Hann gat ekki losnað við þetta andlit, sofandi eöa vakandi. Hann sá þaö alls staöar, í mannþröng- inni á götum úti, á skjánum, í draumum sínum. Þaö stækkaöi sífellt og eitraði líf hans þangaö til ekkert var hægt annaö en drepa eiganda þess. Þá gat þetta andlit ekki ofsótt hann lengur. Honum leið líkt og manni sem veit aö hann er laus við krabba- mein þegar lögreglan fór í síöasta skipti. Hann hrópaöi til Louise: „Því erlokið! Eghef losaömig við Scott Lansing eins og hann heföi aldrei verið til! Ég þarf aldrei aö sjá hann eöa hugsa aftur um hann! Ég er laus allra mála. Skil- uröu þaö?” Hún leit beint í augun á honum í fyrsta skipti eftir aö hún komst aö því aö hann var moröingi. Hann gat ekki lesið neitt úr augna- ráöinu. Hann vissi aö hún haföi ekki náö sér. Kannski voru til- finningarnar í hans garð frosnar. En þaö myndi breytast. Hann sæi um þaö. Nú var Scott horfinn og þau gátu nálgast hvort annaö, orðiö eitt eins og hann haföi alltaf dreymt um. Hún spuröi forvitnislega: „Trúiröu þessu? Geturðu haldiö á- fram aö lifa eins og í ekkert hafi skorist? Þaö hlýtur aö koma aö skuldadögum. Jafnvel fyrir þig, Henry.” Hann reiddist því aö hún var aö eyðileggja sigurstundina. Hann langaði til þess aö löðrunga hana. „Hættu þessari prédikun,” urraði hann. „Ég drap elskhuga þinn eins og ég myndi drepa villi- dýr sem ógnaði okkur. Það myndi hver sannur karlmaður gera — 26 Víkan 22. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.