Vikan


Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 47

Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 47
ekki viss um að hann kæmist út heilu og höldnu, hlaðinn útbúnaði, og niður mjóan álstiga í þreföld- um styrkleika storms. „Geturöu ekki haft það minna?” „Ef til vill með lækkuöum flöpsum og útbúnaðinn niðri,” viöurkenndi flugmaðurinn. „I lendingarstöðu kannski milli 105 og llOhnúta.” „Þú veröur lágt á flugi og það verða engin vandræði með þrýstinginn! ” „Ætli við björgum þessu ekki.” Flugstjórinn svaraði ekki spurn- ingunni og sneri sér aftur að Pet- erson. „Við skulum fara fram í og líta betur á kortið. Það gæti verið erfitt að setja þig nákvæmlega niöur.” „Bara svo að við lendum ekki í sjónum.” „Ef einhver hætta er á því verðum viö að gefa þetta upp á bátinn. Þú þyldir ekki kuldann.” Þegar þeir voru komnir í flug- vélina breiddi hann úr korti af Svalbarða eins og hægt var í þrengslunum. Aðaleyja Sval- barða, Spitsbergen, minnti á tönn og sneri broddinum í suður. Inn í vesturströndina skárust nokkrir firöir. Þeir stærstu voru Bellsund og Isfjörður, sem 25 mílna breitt fjalllendi aðskildi. Bæði rússneska byggðin í Barentsburg og Long- yearbær sjálfur voru norðan- megin viö það svæði, en á kortinu sáust tvær loftskeytastöðvar á ströndinni. Flugstjórinn benti á þær. „Bellsundsradíó og Isfjarðar- radíó gefa okkur góða viðmiðun. Hvað viltu fara langt frá Bell- sundsradíói?” „Um það bil fimm mílur. Atta kílómetra.” Peterson benti á breiðan flóa sem hét Marvogur. „Hérá ströndina.” „Sem merkir að þú hefur gott bil á milli fjalla og hafs.” Flug- stjórinn skoðaöi svæöið, fitlaöi við vasatölvu. „Á 110 hnútum ættum við að setja þig út tveimur mínútum og tuttugu sekúndum eftir að viö förum framhjá Bell- sundi. Venjuleg hæö okkar væri um þa ð bil 5000 f et á því svæði. ’ ’ „Það er ágætt. Sovésk ratsjá fylgist með okkur, en ég kynnti mér nokkuð um gagnskyggni.” Peterson dró fram samanbrotið kort á línuritablaði þar sem hann hafði merkt hæöir fjalla og fjar- lægðir. „Ef þú getur sleppt mér út innan tveggja mílna ööru hvorum megin viö staöinn sem ég vil fara á þá heppnast þetta. Þeir eru með ratsjá í 1500 feta hæð yfir Long- yearbæ en á þessu svæði verður röð af hærri tindum á milli okkar og hennar.” Hann skoðaði línuritiö. „Ég býst ekki við aö þeir geti greint okkur neins staðar undir 6500 fetum. Sama á við um ratsjána á ströndinni hjá Barents- burg. Við verðum líka í skjóli fyrir henni.” „Geta þeir hvort eð er greint fallhlífarstökkvara í frífalli?” „Ekki nema þeir séu sérlega vel vakandi. Myndavélarnar í gervi- hnöttunum geta það ekki ef það er skýjað.” Flugstjórinn velti þessu fyrir sér. „Og hvað ef þú sérð ekki til jaröar?” „Því betra er að leynast. Ég segi ekki að ég hafi reynt frífall í gegnum ský, satt að segja er það ólöglegt í Bandaríkjunum, en ætli allt sé ekki einu sinni fyrst.” Hann var staöráðinn í að vera bjart- sýnn. Þetta var hans ráðagerð og hann ætlaði að láta hana heppn- ast, fjandinn eigi þaö. „Fremur þú en ég,” sagði flug- stjórinn, aðdáun í rödd hans. „Jæja, við leggjum af stað eftir tvær stundir. Lendum í Tromsö og tökum eldsneyti kl. 0400 og ættum að vera yfir Svalbarða klukkan 0640. Þaö veröur auðvitað dags- birta. Við verðum að vona að það verði engar aörar flugvélar í grenndinni. Ef svo verður gætu ský komið að góðum notum. ” Flugið var viðburðasnautt. Peterson blundaði, vær vegna þess aö það var miönætti, lét bæði líkama og skilningarvit síga niður eins og hermenn gera ævinlega á löngu fluginu áður en þeir stökkva, gat þó ekki haldið aftur af minningunum í huga sínum. Hann ímyndaði sér Naney í litlu íbúðinni í London, velti fyrir sér hvort hún væri sofandi, hversu mikið hún skynjaði af verkefni hans. Þarna var hún, á lífi, óhult í heimi sem hann haföi skilið viö um stund. Þaö hvarflaði aö honum aö skrifa henni bréf, svona ef þetta skyldi veröa hans síöasta, og hann reif sig upp og fékk pappír hjá einum úr áhöfninni. Eftir nokk- urt krot reif hann útkomuna og byrjaöi aftur, endaði einfaldlega á: „Kem aftur eftir fáeina daga. Farðu varlega. Ég elska þig. Tom.” i b Framhald í næsta blaði. ItnmuESTonE Öryggisins Nú eru fyrirliggjandl hjá hjólbarðasölum um land allt Bridgestone radial og diagonal sumarhjólbarðar. Óbreytt verð frá í fyrrasumar! vegna BÍLABORG HF. Smiöshöföa 23 sími 812 99 12. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.