Vikan


Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 27

Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 27
það er elsta lögmál sem til er. Hvaö ertu að tala um skulda- daga?” Þetta var í síðasta skipti sem hún reyndi að sannfæra hann um aö Scott Lansing hefði aðeins verið vinur sinn, einn margra sem hún heföi átt áður en hún giftist, sá eini sem hélt áfram að vera vinur hennar því að hann þarfn- aðist hennar tilfinningalega þó að maðurinn hennar væri ókurteis og ruddalegur. Henry hafði útilokað alla aðra því aö hann vildi eiga hana aleinn. Henry komst að því aö andlitiö hvarf ekki frá hugskotssjónum hans, ekki einu sinni eftir morðiö. Hann hélt að hann myndi losna við það eftir jaröarförina (þau sendu blóm og sátu á höröum bekk eins og syrgjendum sæmir). Aftur og aftur sá hann andlitiö og hann fór aö hugsa um hvort einhverjar leifar væru eftir af Scott, hvort eimdi einhvers staöar eftir af honum. Hann leitaöi í dóti Louise. Hann skoöaði alla minja- gripi hennar og brenndi allar úr- klippur sem hann fann frá leik- árunum. Hann fann ekki andlits- myndina. Hann ætlaði aö sleppa sér þeg- ar hann fann myndina ekki. Loks heimtaði hann aö Louise segði sér hvar hún væri. Hún svaraði því rólega til að hún hefði hent henni. Þá fékk hann smáfrið en svo of- sótti andlitið hann aftur. Var þessi eiröarlausi draugur á ferli um íbúöina þar sem hann haföi veriö myrtur? A svölunum á tólftu hæð sem hann hafði hent Scott út af? I setustofunni þar sem Louise haföi horft á morðiö framið? Hugmyndin ásótti hann. Hann varö að komast burtu, í annað um- hverfi þar sem þau Louise gætu gleymt því sem komiö hafði fyrir. Hún vildi ekki leyfa honum að koma við sig. Hún foröaöist hann, virtist hafa viðbjóð á að hann snerti hana. Hún var æ oftar hjá móöur sinni eins og þar gæti hún horfið aftur til æskudaganna. Langt í burtu, hugsaði hann. Ég verö að fara með hana langt í burtu svo aö andlitið geti ekki elt okkur. Heppnin var með Henry. Tækifærið kom skyndilega og á góöum tíma. Honum var boðin stöðuhækkun í annarri deild. Hann varö að flytja til Chicago og fékk þar meiri ábyrgð og mun meira kaup. Auðvitað mótmælti Louise flutningunum fyrst. Hún vildi ekki yfirgefa móður sína og þá fáu vini sem hún átti enn í New York. Hún vildi ekki sjá ókunnugt fólk og búa í nýrri borg. Henry kom meö bestu rök sem hann kunni. „Elsku gamla, gráhærða mamma þín,” fussaði hann. , ,Stálvírs svuntuböndin! ’ ’ „Hún er ekki hraust,” sagöi Louise biöjandi. „Ég verö að hugsa um hana. Eg get ekki skiliö hana eina eftir.” „Gleymdu ekki elskhuga þínum og hvers vegna ég myrti hann. Viltu segja henni frá því? Eg skal gera það ef þú vilt það ekki. Við komumst þá að því hvort það hefur nokkur áhrif á heilsuna.” Hann sá á augnaráöinu hvaö hún hugsaöi. Hún skildi loks að hann myndi ganga svo langt ef hún reyndi að breyta áformum hans. „Hvaö er þá meira aö segja?” sagði hún vonleysislega. „Þú verður að lofa því að ég megi heimsækja hana oft.” Hann lofaöi en þaö voru innantóm orð. Þau vissu bæöi að hún myndi aldrei snúa aftur, að þetta væri upphaf nýs lífs. þar sem þau yröu tvö ein. Þau fóru frá New York í rigningu um voriö. Henry var gætinn ökumaður og bíllinn leið lipurlega áfram í umferðinni. I baksætinu voru alls konar smá- hlutir sem Louise treysti flutningabílnum ekki fyrir. „Við sjáum landslagið þegar styttir upp,” sagði Henry eftir að þau óku yfir George Washington- brúna. „Okkur liggur ekkert á. Eg þarf ekki að byrja að vinna fyrr en eftir viku. Við getum numiö staðar hvar sem við viljum, boröaö þegar við veröum svöng. Þetta verður eins og önnur brúö- kaupsferö, við tvö saman. Svona hef ég alltaf viljaö hafa þaö. ” Þaö fór hrollur um hana, hún vafði kápunni fastar að sér og svaraöi honum engu. Hann skildi að hún þyrfti að fá tíma til aö jafna sig. Það kæmi smátt og smátt. Þá ætti hann allt — peninga, góöa stöðu og konuna sína einn. Núna var ekkert, ekkert, ekkert eftir af Scott Lans- ing. Nú var hann loksins laus allra mála. Þaö rigndi enn síðdegis. Ut- sýnið var slæmt og vegirnir sleipir. Henry beygöi af þjóöveginum til að leita aö gististaö. A hliöargötunni þurftu þau aö aka á eftir vöruflutningabíl með timbur. Meðan þau óku margar mílur sáu þau ekkert nema þennan risastóra, hæggenga bíl framundan. Henry varð óþolinmóður. Hann formælti og flautaði hvaö eftir annaö. Loksins hægði öku- maðurinn ögn á bílnum og ók út í kant. Henry steig á bensíngjöfina, ók fram úr og beygði fyrir horn. Blindandi ljós lagöi á móti þeim. Bifreið kom beint á móti þeim úr hinni áttinni. Þessu lauk á andartaki — ískrandi hemlar of seint, brothljóð þegar Henry hentist út um fram- rúöuna. En hann dó ekki. Hann réð sér ekki fyrir gleði. Fyrstu orö hans, þegar Louise kom að rúminu hans, voru: „Þú og þetta tal þitt um refsingu! Samkvæmt réttlæt- iskennd þinni ætti ég að vera dauð- ur. En ég hef þetta af. Læknirinn sagði þaö.” Hann heyröi varla til sjálfs sín fyrir umbúðum. En þetta var satt. Orð læknisins höfðu hljómað fyrir eyrum hans eins og fegursta tónlist. „Þetta er kraftaverk, hr. Tolman, en þér hafið þetta af. Þér verðið eins og nýr maður innan skamms.” Henry varö að endurtaka þessi orð fyrir Louise þó að hann gæti varla talaö. „Hann sagði að þetta væri kraftaverk. Þau koma aðeins fyrir dýrlinga, ekki ber- syndunga! ” sagði hann. Hún sagði honum að hætta að tala. Seinna var hún oftar og oftar hjá honum. Hún var róleg og mild, eins og hún skildi loks hvers virði hann var henni eftir að hafa næst- um misst hann, sagði hann glaður við sjálfan sig. Auðvitað var leiðinlegt aö vera á sjúkrahúsi. Hann varö argur yfir margra vikna rúmlegu og oft leiðinlegur við hjúkrunar- konurnar, oröhvass við læknana. Honum fannst þeir halda sér vilj- andi of lengi, leyfa sér ekki aö komast heim til konunnar. Læknirinn, sem hafði annast hann frá byrjun, sagöi honum loks að nú færi þetta að verða búið. „Þú kemst bráðum héðan. Hvaða áhyggjur eru þetta? Konan þín sá um aö þú héldir vinnunni. Þú get- ur borgað reikningana með sjúkratryggingunni. Þú gætir ekki farið að vinna eins og þú lítur út. Við veröum að gera eitthvaö viö andlitsmeiðslunum. ’ ’ Þá fyrst fékk Henry að vita aö andlitið á honum hafði skorist og tæst við slysiö og aö hann yrði að gangast undir lýtalækningar, nema hann vildi að það færi um fólk þegar það sæi hann. Það var hans eina von. Allir reyndu aö hugga hann, segja honum aö lýtalæknar gerðu kraftaverk núorðið, að hann fyndi ekkert til, fengi engin ör og að hann myndi líta nákvæmlega eins út eftir aðgeröina og áöur. Kannski læknarnir og hjúkrunarkönurnar og jafnvel Louise hafi haldið að hann væri hræddur við hnífinn. Hann óttaðist ekkert. Hann leit á sig sem ást- mög guöanna, mann sem ekkert gæti drepiö. Hann haföi komist upp meö morð. Hann haföi lifað þetta voðalega slys af. Hvers vegna átti hann aö óttast smálýta- lækningu? Hann muldraöi við Louise þeg- ar verið var að búa hann undir að fara upp: „Hvaö um kenningu þína um glæp og refsingu?” Svo beit hann á jaxlinn, á- kveðinn í aö segja ekki orð fyrr en hann vaknaöi eftir svæfinguna. Hann var aðeins hræddur við eitt — að hann segði eitthvað óvart undir áhrifum lyfjanna. Það fyrsta sem hann spurði hjúkrunarkonuna um þegar hann vaknaði var hvort hann heföi röflaö mikið undir svæfingunni. „Ekkieitt orð,”sagðihún. „Þú varst hinn fullkomni sjúklingur.” Það var nú það. Síðasta áhyggjuefnið hvarf. Louise var hjá honum þegar þeir tóku umbúðirnar af. Hún haföi komiö með spegil svo að hann gæti séð árangurinn. Hún setti hann í hönd hans á meðan læknirinn og hjúkrunarkonurnar stigu eitt skref aftur á bak til aö dást að handverki lýtalæknisins. Henry lyfti hendinni hikandi og kom við mjúkt hörundið. Læknirinn var að segja honum hvernig hann ætti aö nota nýjan á- burð þangað til að húöin yröi það sem hann kallaöi „veöruö”. „Því aö það er ekki hægt að gera þetta aftur,” sagði hann. „Svona verðuröu að vera.” Henry muldraði eitthvaö óþolinmóöur og lyfti speglinum. Hann leit á nýja andlitið. Þetta var eins og í martröð og um leið og hann veinaði vissi hann að Louise haföi ekki hent andlits- myndScott Lansings. Lýtalæknarnir höföu notað hana þegar þeir voru að búa til nýtt andlit á hann uppi í skurö- stofunni. Henry horfði á andlit Scott Lansings í speglinum. l ma ZZ. tbl. Vikan Z7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.