Vikan


Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 41

Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 41
hann átt aö gefa oröum yfirþjóns- ins síns ögn meiri gaum. Hann lagði heilann í bleyti lengi og vel um það hvernig hann gæti á kurteislegan hátt leitt athygli samkvæmisins að þessum leiðindaatburði. Þegar síöasta „viva-ö” hafði hljómað til heiðurs nýju herforingjastjórninni og allt útlit var fyrir að samkvæmið væri aö leysast upp sá hann ekkert annað ráö vænna en aö draga lög- reglustjórann, Alfonso Gualberto Peréz, afsíðis á eintal og láta hann vita hvað gerst hafði. — Það er tilfinningalegt gildi sígarettuveskisins míns sem gerir það aö verkum að ég vil fyrir alla muni fá það aftur, sagði hann, og aö sjálfsögðu geri ég mér fulla grein fyrir að einhver hefur, af hreinasta misgáningi, stungiö því ívasann. — Si, si, signor embajador, þessu kippi ég í lag! Con mueho gusto! sagöi lögreglustjórinn og hneigöi sig skælbrosandi. Síöan slóst hann í hópinn meö ráðherr- unum sem voru sveimandi kring- um forsetann. Fimm mínútum síðar stóð lög- reglustjórinn frammi fyrir Henderson. Hvítljómandi tann- kremsbrosið á dökka andlitinu á honum var jafnvel enn stærra en áður þegar hann stakk sígarettu- veskinu laumulega í lófann á enska diplómatanum. — Þúsund þakkir, sagði Henderson og var mjög létt, þetta var sannarlega elskulegt af yður. Mætti ég kannski spyrja hvernig þér funduð þaö? — í brjóstvasa José Gonzalo y Quintanilla, signor embajador. Lo siento mucho! Henderson stakk sígarettu- veskinu í vasann. — Og hvað sagði hershöfðinginn þegar þér báðuö hann um það? Lögreglustjórinn vék sér undan augnaráði diplómatans og brosti breitt á meöan hann setti hendur fyrir aftan bak. Svo beygöi hann sig fram, lítið eitt, og sagði lágum rómi: — Ég er ekki viss um, signor embajador, aö hans hátign hafi nokkuð tekið eftir því þegar ég tók það! \S Stjörnuspá Hrúturinn 21. mars-20. april Þú verður beðinn um að segja álit þitt á ákveðnum atburði og það borgar sig fyrir þig aö segja það um- búðalaust. Þér hættir stundum til að sýna tillitssemi á vitlaus- um augnablikum. Krabbinn 22. juni - 23. júli Þúhefurveriöíhálf- geröu letikasti aö undanförnu en nú er kominn tími til að bretta upp ermarnar aö nýju. Láttu um- mæli ákveðins manns ekki fara í taugarnar á þér því hann öfund- ar þig. Nautið 21. apríl -21. mai Þar sem þú ert hlynntur því að læra af reynslu annarra ættir þú ekki að hafna góðu boði sem þér býðst næstu daga. Nákominn ættingi eða vinur kemur þér skemmtilega á óvart á næstunni. Ljónið 24. júli 24. ágúst I næstu viku færð þú að njóta ánægju af því að mikilvægu verkefni er lokið. Láttu hrós og góða dóma ekki stíga þér til höfuös. I þessu sambandi kynnist þú persónu sem þú munt umgangast mikið. Tviburarnir 22. mai -21. júní Það fer mjög i taugarnar á þér hvaö. fjölskylda þín er tilætlunarsöm. Þér finnst þú einn eiga að gera alla hluti. Örvæntu ekki því þú lærir á þessum hlutum og þetta býr þig undir að standast ákveðið próf. Meyjan 24. ágúst - 23. sept. Þú færð lítið út úr því að trúa öðrum fyrir skoöunum þínum og leyndarmálum. Stundum er bara verra að þegja ogþví ættir þú aö treysta nánum vini þínum því hann er trausts- ins veröur. Vogin 24. sept. - 23. okt. Þetta veröur mjög fjörleg vika hjá þér. Þú hefur haft ótrúlega mikið aö gera upp á síðkastið en nú munt þú taka þátt í allt öörum hlutum. Njóttu lífsins og haföu ekki á- hyggjuraf fjárhagnum. af fjárhagnum. Steingeitin 22. des. - 20. jan. Ferðalög og útlönd eru efst á óskalista þínum um þessar mundir. Þú gerir þó ekki ráö fyrir aö þeir draumar rætist. Eins og þú veist gerist þó stundum hiö ótrúlega og því skalt þú bara vera rólegur. Sporðdrekinn 24. okt. - 23. nóv. Þetta er ekki rétti tíminn til að taka stórar ákvarðanir. Fjárhagurinn hjá þér stendur ekki nægilega traustum fótum,þúþarft því aö fara varlega. Núergottaðstofna til náinna kynna. Vatnsberinn21. jan. 19. febr. Þú stendur núna á tímamótum og allir vilja ráöleggja þér og segja þér hvað þú átt að gera. Þar sem þú ert mjög ákveðin per- sóna ættir þú aö fara eingöngu eftir því sem þig sjálfan lang- artil. Bogmaðurinn 24. nóv. - 21. des. Þaö gerist ekkert stórkostlegt hjá þér á næstunni. Lífið gengur sinn vana- gang og í frítímanum munt þú umgangast mikið af fólki á næstunni. Atburður, sem þú hefur kviðið fyrir, mun ekki verða neitt ógnvænlegur. Fiskarnir 20. febr. - 20. mars Þú hefur alltaf mikil áhrif á fólk og það tekur mark á því sem þú segir. Þess vegna verður þú að gæta þess að íhuga vel gagnrýni þína áður en þú lætur hana uppi, annars særir þú marga. 22. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.