Vikan


Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 15

Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 15
NA UR LIFINU ia um leikhúsið Hjá mér tekur leikhúsið kvölina úr lífinu Leikaralífið, á það við þig? „Við sem erum ekki á föstum samningi vit- um auðvitað aldrei hvenær, hvaða eöa hvort næsta hlutverk veröur. Þessi vinnutilhögun á við suma en ekki aöra. Ég er sátt við þetta og vinn auövitaö annað meö. Leikarar liggja heldur ekki meö hlutverk á lager eins og til dæmis tónlistarmaðurinn sem æfir upp eitt- hvert tiltekið verk. Leikarinn getur lítið annað gert en að lesa og þjálfa líkamann og röddina. Ein leiksýning getur líka haft heil- miklar kvaðir í för með sér. Núna, á meöan ég er amman undir teppinu, verð ég aö vera til staöar og tilbúin að leika hvenær sem er meðan á sýningum stendur. Leikarar leika sínar sýningar á meðan þeir standa í fæturna. Free lance leikarinn verður líka stöðugt að láta vita af sér, koma sér að. Hann getur einnig átt þaö á hættu að leikhúsið yfirtaki allt þannig að þaö komi niður á annarri vinnu. Það er lika mikill munur á að reka sína eigin sýningu og aö vinna í atvinnuleikhúsi. í at- vinnuleikhúsinu getur leikarinn yfirleitt æft hlutverk sitt og síðan gengiö inn á svið. Hjá okkur, sem stöndum aö eigin sýningu, erum við aö reka leikhúsið, sjá um fjármál, leik- tjöld, búninga, auglýsingar og yfirleitt allan almennan rekstur. Hins vegar er ég ekki að segja að þeir leikarar sem vinna hjá atvinnu- leikhúsunum vinni ekki eins mikiö. Margir þeirra eru gjörnýttir og vinna ekki minna á öllum tímum sólarhringsins. Ég held aö um þá sýningu sem ég rek sjálf geti ég sagt: Ég á þessa sýningu. Ég er stundum spurð aö því af hverju ég sé að basla þetta, þetta sé enginn gróöi. Leikhús er aldrei gróöastarfsemi og í dag keppa þau ekki aðeins viö kvikmyndahús- in heldur hafa myndböndin bæst við. Ég er aö þessu fyrir ánægjuna og göfgi andans og hjá mér tekur leikhúsið kvölina úr lífinu.” Viss hvöt sem rekur mann á svið Hvað finnst þér um þegar fólk segir að leik- arar vilji margir hverjir vera öðruvísi en gengur og gerist? „Mér finnst í sjálfu sér óeðlilegt aö lista- menn líti á sig sem eitthvað öðruvísi en annað fólk. Það er ekki gott þegar leikarar einangra sig í sínum hópi. Leikarar veröa að vita hvernig líf annarra gengur fyrir sig, einfald- lega vegna þess að á sviðinu eiga þeir að túlka manneskjurnar og líf þeirra. En hins vegar finnst mér samt ósköp eölilegt að þeir reyni aö skapa sér sjálfum einhverja ímynd, til dæmis í klæöaburði, þeir eru stöðugt að skipta um ímynd á sviðinu. En svo er þaö meö marga leikara að þeir eru aö ósekju sagðir svona og hinsegin og miklir meö sig. Það er vandi að eiga að standa undir kröfum annarra um það hvernig maður á að koma fram og vera ef maður er þekkt andlit. Því verður svo hins vegar ekki neitað aö þaö er viss hvöt sem rekur mann á svið þótt hún ein gefi ekki endi- lega af sér góðan leikara.” Útvarpið heillandi „Ég hef verið með barna- og unglingaþætti í nokkur ár núna og ég hef virkilega notiö þess aö vinna þetta. Útvarpið er mjög heillandi fjölmiðill og í þáttagerðinni kynnist maöur svo mörgu sem aldrei kemur fram í þáttun- um. Mér hefur fundist mjög áhugavert að fylgjast með því hvernig börn og unglingar eru sett í þjóðfélaginu, eins og til dæmis hversu mörg börn búa aðeins með ööru for- eldri. Þetta er reynsla sem ekki veröur aftur tekin. Ekki sakar heldur að vera alltaf meö vinsælustu lögin á hreinu. Og svo eru þetta þakklátustu hlustendurnir. í Hrímgrundar- þáttunum hefur síminn verið rauðglóandi í hverjum einasta símatíma. En nú ætla ég að hvíla mig í bili frá föstum þáttum. Þetta er ágætt, finnst mér þegar ég lít til baka, og ég komst meira aö segja á þessum tíma í eina viku á vegum útvarpsins til Kaupmannahafn- ar þar sem ég var innan dyra hjá danska út- varpinu og fylgdist meö gerð unglingaþátt- Framtíðin opin en Edith Piaff er mín kona og sú sem ég vildi gjarnan leika „Hvað framtíðina varðar er allt opið hjá mér. Leikhúslífiö er mitt líf og þaö hefur ýmislegt skemmtilegt komið upp á þessum árum síðan ég svaf í grænu kápunni. Ég hef ferðast mikið til útlanda og leikið þar. 1976 fór ég til Bretlands meö Fröken Júlíu og þaöan fórum viö á leiklistarhátíö á ítalíu. Við urðum samferða breskum leikhópi og þegar til ítalíu var komiö slettist eitthvað upp á vinskapinn meö þeim afleiðingum að okkur íslendingun- um var ýtt út úr rútunni á miöjum veginum. En þetta kom ekki í veg fyrir að við kæmumst á hátíðina sem var hin lærdómsríkasta í alla staði. Þarna var unnið frá morgni til kvölds við námskeiðahald og sýningar og þarna læröi ég til dæmis aö skjóta af boga og sveifla blævæng hjá kínverskum no-meistara. Sam- starfinu við breska leikhópinn lauk hins vegar þannig aö ég bauð þeim öllum til Is- lands þar sem ég sagðist ætla að fara með þau upp á öræfi og skilja þau þar eftir. Annað skemmtilegt, sem ég upplifði á Italíu, var aö ég komst á „látbragðsnám- skeið” þegar ég einn morguninn skar mig í fingurinn viö brauðskurö. Það blæddi mikið svo kalla þurfti á lækni sem dreif mig á sjúkrahús þar sem roskin ítölsk nunna tók á móti mér og byrjaði á því að kenna mér meö miklu handapati aö skera brauö. Ég hef svo unnið með tilraunaleikhúsi a Bretlandi, verið á leiklistarhátíð í Berlín og í Júgóslavíu og þetta allt hefur haft mikið aö segja og er alveg nauðsynlegt finnst mér. Þarna kynnist maður öllu mögulegu, allt frá eins manns götusýningum upp í viöamiklar óperusýningar. Ég á samt margt eftir, er eiginlega rétt að byrja. Ég á til dæmis eftir að læra meira, ég finn stundum að mig skortir menntun, til dæmis í sambandi við tungumál og söguþekkingu, því þótt brjóstvitiö dugi ansi langt getur þekkingarleysiö tafiö. Svo á ég eftir að leika hana Edith Piaff, hún er mín kona, þessi manneskja sem liföi lífinu sem bastarður en átti þessa miklu tilfinningu að gefa í söngnum. En það getur líka verið að ég láti Edith Piaff lönd og leiö og taki frekar Soffíu frænku, Mary Poppins eöa jafnvel sjálfa Elísabetu Englandsdrottningu fram yfir. Ég verö að minnsta kosti að leika, það er eins og mig vanti vítamín ef ég leik ekkert í lengritíma.” ZZ. tbl. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.