Vikan


Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 14

Vikan - 31.05.1984, Blaðsíða 14
TEKUR KVOLI segir Sólveig Halldórsdóttir leikkor víradrasli og hélt mér fastri meö berum tán- um sem ég krækti í vírana og söng lagið „How can people be so heartless?” (Hvernig getur fólk veriö svona miskunnarlaust?) Á nóttunni dreymdi mig svo að ég dytti niður á Konráð Þórisson sem átti aö rétta mér míkrófóninn þegar kom aö mér og allir risu auðvitað æpandi úr sætunum. Þetta var allt saman mjög spennandi og þarna var ég í fyrsta skipti allsber á sviði sem þótti nokkuð gott árið 1971. Þessar sýningar utan hinna hefðbundnu leik- húsa vöktu líka meiri athygli þá en þær gera í dag og þetta brölt rriitt frá Akureyri til Reykjavíkur var eins og fyrir óharönaöan Reykjavíkurungling að fara til New York.” Ég var í hallærispíubekknum í stað þess að fara aftur grátandi norður fórst þú í leiklistarnám? „Já, haustið 1972 var ég meö þegar Leik- listarskóli SAL var stofnaöur. Skólinn byrjaði að Fríkirkjuvegi 11 en við höfðum stóra drauma, ætluöum meö starfsemina upp að Korpúlfsstööum. Þar áttu allir aö búa saman, kennarar og nemendur, en viö vorum 40 sem byrjuðum í skólanum, þetta var tíöarandinn. Draumurinn um Korpúlfsstaði varð að kvöld- skóla í kjallaranum á Fríkirkjuveginum. Þá voru engin inntökupróf, þau komu ekki til fyrr en síðar. Það var úthaldið og áhuginn sem skáru úr um hverjir fóru í gegn og þessi fjörutíu manna hópur var kominn niður í ellefu þegar kom aö útskriftardegi. Fyrstu tvö árin gekk námið mest út á radd- og líkamsþjálfun, síöan varö það víðtækara og fléttuöust þá inn í þaö sviðsleikur, leiklistarsaga, þáttagerð fyrir útvarp, útvarpsleikur og fleira, fyrir utan alla aöra útanga námsins. Eg vann í Bifreiöaeftirlitinu á meöan ég var í skólanum og svo labbaði ég strax í byrjun til Engel Lund og fór í söngnám sem ég ilengdist í í sex ár. Eg útskrifaöist síöan frá Leiklistarskóla Islands 1976 en skólinn var í millitíöinni orðinn að ríkisskóla. Utskriftar- dagurinn minn, 31. maí, er skemmtilegasti dagurinn í lífi mínu hingaö til. Ég, sem var úr hallærispíubekknum og annars var alltaf í snjáöri Álafossúlpu, gallabuxum og þrömm- urum, mætti í nýjum kjól og við fórum blóm- um skreytt um bæinn. Þennan dag hitti ég manneskju úti á götu sem bauð mér fyrsta hlutverkið mitt, Kristínu í Fröken Júlíu eftir Strindberg. Þessi manneskja var Inga Bjarnason og ég er enn aö vinna með henni. Núna í Ömmunni.” Lífsins harka leikarans Það hefur löngum þótt ertitt fyrir leikara að fá vinnu. Dró það ekkert úr áhuganum? „Þegar lífsins harka leikarans tók við var það í sjálfu sér ekkert áfall því í náminu var okkur sagt að við sþvldum gera ráð fyrir að fá ekkert að gera. Við höfðum verið í litlum tengslum við leikhúsin og í mínum hópi var líka fólk sem var annaðhvort of lítiö eins og ég, of stórt, of feitt eða of eitthvað. Þetta viðhorf til leikara hefur sem betur fer breyst, í dag leika allar tegundir af fólki. Stærð mín hefur að sjálf- sögðu takmarkað þau hlutverk sem ég hef fengið en ég hef reynt að snúa þessu upp í þaö að nýta mér smæðina. Ég hef líka stundum gaman af því að vera lítil og dettur ekki í hug aö kvarta þess vegna. Ég er „free lance” leikari, er ekki á föstum samningi, og í flestum tilfellum verður slíkur leikari aö vinna eitthvaö annað. Margir hafa aðra menntun sem þeir leita til. Ég hef sjálf verið meira og minna á skrifstofum síðan ég útskrifaðist. Af þessum átta árum sem liðin eru hef ég unnið tvö ár eingöngu við leikhús. Auðvitaö getur það orsakað hjarta- sár fyrir þá sem hafa þessa menntun að fá ekki að leika. En ég vorkenni fólki ekki, ein- faldlega vegna þess að ég lít á það sem sjálf- sagöan hlut aö við höfum sem flesta góða leikara. Það er okkar gróði að hafa sem flesta og besta. Því meiri samkeppni um hvert starf í leikhúsinu þeim mun meiri gæði. Leikara- námið er mjög skemmtilegt og það getur nýst manni á mörgum sviðum þótt maður komist aldrei á sviö en er dýrt á hvern einstakling fyrir ríkiskassann og ég lít á það sem sérrétt- indi að hafa farið í þetta nám.” Ellefu nýir leikarar nýútskrifuöu leikarar súlltu sér upp fyrir utan Lindarbæ eftir skólauppsögnina I gær i góöa veörinu og tók þá ljósmyndari Timans G.E. myndina hér.fyrir neöan, en meö leikurunum á myndinni er Pétur Einarsson, leikari og skólastjóri Leiklistar- skólans. 1 gærdag útskrifuöust fyrstu leiklistarnemarnir frá Leik- listarskóla ríkisins, ellefu aö tölu, en þeir hafa stundaö nám viö skólann s.l. fjögur ár. Hinir dóttir', Ása Helga Ragnarsdóttir, Þórunn Pálsdott.r, Elisabet ir. Neðri röð frá vinstri: Viðar Eggertsson, Olafur Ó. Thoroddsen, S.g urður Sigurjónsson, Evert Ingólfsson. 14 Vikan 22. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.