Vikan


Vikan - 14.06.1984, Qupperneq 5

Vikan - 14.06.1984, Qupperneq 5
Texti og myndir: Þröstur Elliðason. Sitt af hverju um stangaveiði og þá sem hana stunda nokkur hafi hreinlega fariö í hund- ana eftir aö hafa glímt viö stórlax í tvo tíma. Þegar komiö var aö löndun slitnaði girnið. Kastaöi veiðimaðurinn sér þá yfir fiskinn og hófust átök mikil og veitti hvorugum betur. Enduðu þau með því aö báðir héldu lífi. Annar skreið á land en hinn synti út í ána. Eftir þetta gat veiðimaðurinn ekki sofið vegna hugarangurs og af því hlaut hann lystarleysi og meltingarkvilla í stórum stíl. Hann lagðist í óreglu, hjónabandið fór út um þúfur og hann endaði á götunni. En guði sé lof að flestir komast hjá meirihluta þessara þrenginga. Líöan veiðimanns með vænan lax á færi getur veriö með ýmsu móti. Þeir eldri og reyndari eru yfirleitt rólegir og yfirvegaðir en aörir geta hreinlega verið að far- ast á líkama og sál. Það lýsir sér í dúndrandi hjartslætti, stífri andarteppu, glamrandi tönnum, skjálfta, óstyrk i hnjáliðunum og fleira mætti tína til. Eurðulegt að þessi hópur veiðimanna skuli halda lífi. Ötal hugsanir fljúga um huga þeirra þegar „hann er á”. Svo sem: — Hana nú! — Nú er sá stóri á. — Því liggur hann kyrr? — Farðu af stað, syntu! — Djöfuls... óhugnaður er þetta japl og nudd í honum. — Ó, góði guð, hann er að naga þaö í sundur — nei, hann er að japla út úr sér önglinum. — Ég missi þennan lax — nei, ég missi hann ekki. Ef lax eða silungur tekur flugu verður viðureignin miklu skemmtilegri og fiskurinn á meiri möguleika heldur en ef hann hefði tekið maðk eða spón. Viðureignin getur einnig staöið í langan tíma því það er ekki óhætt aö taka mjög fast á fiski sem tekiö hefur flugu. Dæmi eru um aö veiðimenn séu marga klukkutíma með fisk á færi. I bókinni Roðskinna eftir Stefán Jónsson er ein veiðisaga um slíkan fisk á færi og fer hún hér. „Halldór heitinn Arnórsson fékk einu sinni risastóran fisk á flugu undir Ægisíðufossi í Ytri-Rangá. Skepnan tók um níuleytiö um morguninn. Um hádegisbiliö hafði Halldór enn ekki séð fiskinn. Honum var færður matur á veiði- stað, og hann gleypti í sig nokkrar brauðsneiðar meö mjólkui'bolla án þess að sleppa stönginni. Enn haföi hann ekki séð fiskinn um kaffileytið, og enn var honum færð næring. Rétt fyrir kvöldmatar- . Hrikalegt landslag er víða við íslenskar veiðiár. Þessi mynd erfrá Gljúfurá í Borgarfirði. 24. tbl. Víkan 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.