Vikan


Vikan - 14.06.1984, Qupperneq 6

Vikan - 14.06.1984, Qupperneq 6
Veitt í Fossinum í Elliðaánum. Lax stekkur rétt við fæturna á veiðimanninum. tíma sá hann loksins framan í fisk- inn, — ógnarstóran haus með fluguna í kjaftvikinu og langt þar fyrir aftan furðulega stóra sporð- blöðku, sem kom eitt andartak upp úr vatnsskorpunni. Svo færði þessi stóri fiskur sig út á dýpið aftur. Enn var Halldóri sendur matur, og hann neytti hans með stöngina í hendinni. Það var ekki fyrr en klukkan tíu um kvöldiö, sem fiskurinn sleit tauminn.” Silungsveiðin En þaö er fleira en bara lax í íslenskum ám og vötnum. Gnægö silungs er í flestum vötnum, reyndar er taliö að flest silungs- vötn séu ofsetin af fiski og sé því fiskurinn smár. Talið er að ekkert nema veiöi geti bætt þar um. Næg tækifæri eru því fyrir stangaveiði- menn og víða þarf ekki langt aö fara. Silungsveiði og þá sérstak- lega á flugu stendur laxveiðinni síst að baki og vænn silungur verð- ur veiðimönnum oft minnisstæð- ari en margir laxar. Einnig er al- gjört frjálsræði í silungsveiðinni, maöur skreppur í silung ef maður hefur tíma og veður er gott. I lax- veiðina þarf að panta með löngum fyrirvara því oft er áin hólfuö niður í svæði og er hverjum skammtaður ákveðinn tími á hverju svæði. Ekki bætir úr skák aö veiðimönnum er oft skylt að dvelja í veiðihúsi þar sem fæði og húsnæði getur verið jafndýrt og veiöileyfiö. I könnun sem félagsví^indadeild Háskóla íslands hefur gert kom í ljós að helmingur þeirra sem stunda stangaveiöi eru í silungs- veiðinni eingöngu. Margt annað forvitnilegt kom í ljós, til dæmis aö 20% íslendinga stunda stanga- veiði en það er um 40—50 þúsund manns, og er það nokkuö hátt hlut- fall. Til gamans má geta þess aö ef sama hlutfall væri í Bretlandi þýddi það að rúmar 12 milljónir manna stunduðu þar stangaveiði meira eöa minna reglulega. Davíð Oddsson borgarstjóri rennir fyrir lax opnunardaginn í Elliðaánum í fyrra. Hvernig á að veiða? Þetta er spurning sem er eigin- lega ómögulegt að svara og allra síst getur greinarhöfundur gefið fullgilt svar því hann er enginn snillingur í stangaveiðinni. Því verður best lýst eins og stendur í Roðskinnu. „Menn eiga að byrja stangaveiðiferilinn meö lág- marksþekkingu frá öðrum og auka svo viö hana eftir því, sem vitiö leyfir og þörf krefur, og áður en varir rennur kunnáttan saman viö reynsluna og myndar, ásamt sérvizkunni og kækjunum, ein- 6 Vikan 24. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.