Vikan


Vikan - 14.06.1984, Page 12

Vikan - 14.06.1984, Page 12
Ég ætla að verða lögga þegar ég verð stór og þá ætla ég að taka þig fastan. . . Ég ætla að verða dansikona og lika snyrtikona. . . Umhverfið mótar oft hugmyndir barna um það hvað þau ætla að verða þegar þau verða stór en stundum er óskastarfið eitthvað sem þau álíta meira spennandi en hversdagslífið, eins og til dæmis löggustarfið og brunaliðsmannastarfið. Flest börn ætla sér einhvern tíma á barnsaldrinum að verða eitthvað visst og sum eru alltaf að skipta um skoðun. Stelpa, sem vill verða flugfreyja í dag, er á morgun staðráðin i því að verða söngkona. Blaðamaður og Ijósmyndari brugðu sér í leiðangur með nokkrum fyrrverandi sexárabekkingum úr ísaksskóla og fylgdust með þeim að störfum i draumastarfinu þann daginn. Litlu listaverkin lánuðu þau fúslega en þau prýddu ganga ísaksskóla siðastliðinn vetur. Á næstu opnu er svo að finna konur og karla sem einu sinni voru lítil og vildu vera hitt og þetta. Brynja Sif Kaaber „Eg er að hugsa um að verða hjúkrunarkona því mér finnst gaman í hjúkrunarkonuleik og ég á hjúkrunarkonudót. Fræ hennar mömmu, sem heitir Erla, er hjúkrunarkona og ég ætl fara í hjúkrunarkonuskóla þegar ég verð stór eins og hún gerð ()g þar með rauk Br> nja Sil á stofugang á barnadeild Landspí ; lans og létu litlir sjúklingar sér það vel líka. Sigrún Kvaran Ólafsdóttir „Eg vil helst veröa klippingakona þvi ég held að það sé svo gaman að klippa. Eg fer líka stundum í hárgreiösluleik.” Þegar Sigrún kvaddi hárgreiðslustofuna Saloon Ritz á Laugaveginum spurði blaðamaður hana hvort hún hefði ennþá áhuga: „Jahá, ég ætla sko að reyna að standa við það.” Nicolas O'Keeffe „Eg ætla að verða lögga af því að pabbi þekkir svo margar löggur, það eru vinir hans, og svo hjálpa löggurnar krökkum og stoppa umferðina. Eg myndi helst vilja vera lögga á mótorhjóli. Afi minn var her- maður i Bretlandi og hann var með þeim sem sigr- uðu mest i stríðinu. Eg vildi samt ekki vera her- maður." Þegar Nicolas var búinn að skrifa sektarmiða á bíl lögreglu- manns við Hverfisgötuna spurði hann góðu lögguna, sein hafði lánað honmn jakkann sinn og húfuna í tilefni dagsins: Og hvenær fæ ég svo peningana?

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.