Vikan


Vikan - 14.06.1984, Síða 17

Vikan - 14.06.1984, Síða 17
k W , ,, |. / | Harry Bökstedt k Ti Vismdi fyrir almennmg Fann konan upp tæknina? Um kvendýr simpansans og hneturnar Var tæknin „kvenlegur eigin- leiki” í upphafi? Voru það það konur sem fyrst komust upp á lag með að nota verkfæri? Tveim svissneskum vísindamönnum finnst freistandi að svara þessum spurningum játandi. I þrjú ár hafa þeir athugaö atferli villtra simpansa í Tais-þjóögarðinum á Fílabeinsströndinni, en þar er víðáttumesti regnskógur í Vestur- Afríku. Þeir hafa komist að því að það eru aðallega kvendýrin sem fást við að brjóta hnetur en það er verk sem krefst kunnáttu í með- ferð sérstakra verkfæra til þess brúks. Vísindamennirnir heita Christophe og Hedwige Bösch. Þau starfa við dýrafræðistofnun háskólans í Ziirich og hafa birt niöurstöður sínar í ritinu Journal of Human Evolution. Fimm gerðir af hnetum eru á matseöli simpansans en athugun Bösch hjónanna beinist að tveim þeirra. Athugunin leiðir í ljós algjöra yfirburði kvenfólksins á hinum tæknilegu sviðum hnetu- brotsins. Kólahneturnar eru lang- auðveldastar. Til þess aö brjóta þunnt skurn þeirra þarf einungis örfá hnitmiðuð högg með trékefli. Karldýrin berja hneturnar 8—9 sinnum áður en þær brotna. Kven- dýrin þurfa hins vegar ekki nema 6—7 högg. Það merkilegasta var hins vegar að á athugunar- tímanum brutu þrír karlar aðeins 35 hnetur en 43 kvendýr brutu 1.436 stykki samkvæmt athugun dýrafræðinganna. Venjulega tíndu kerlingarnar handfylli af hnetum, klifruðu síöan upp í tré með þær og notuðu grein sem fjalhögg þegar þær gerðu gat á skurnið. Önnur aðferð, sem dýrin notuðu, var að leggja hneturnar á stein, helst niðri í holu og berja svo á með öðru steini. Pandahnetur eru egglaga, 5—6 sentimetra langar, og utan um lint hýöi er grjóthart skurn. Til þess. að ná hnetunni óskaddaðri og ætri er því nauðsynlegt að slá fyrst fast til þess að brjóta skurniö og síöan varlega til þess að ná hýðinu. Þessa list frömdu 38 apynjur en aðeins 2 karlapar. Vísindamennirnir hafa auðvitað hugleitt hvers vegna kvendýrin eru leiknari við þetta en karlarnir. Skýringin er kannski einfaldlega sú að kvendýrin afla sér prótína meö þessu móti. Karlarnir stunda aftur á móti veiðar og skipta sjaldan bráöinni með kerlum sínum. Verkkunnáttan þarf heldur ekki að vera svo mjög bundin meiri æfingu í greininni. Apa- stúlkur eru lengur hjá mæörum sínum en apastrákar og fá því betri kennslu í upphan. Þá halda Bösch hjónin einnig að verið geti aö karldýrin séu of upptekin viö að halda stöðu sinni í hópnum til þess aö geta einbeitt sér að hnetubroti. Karlapar eru síöur en svo ókunnugir verkfærum eins og steinum og kylfum en þeir nota þau einkum til þess að afla sér virðingar hjá öörum karl- dýrum. Þeir nota sem sé verk- færin sem eins konar valdatákn. Þaö gera þeir kannski vegna þess að þeir hafa ekki áhuga á þeim sem venjulegum heimilistækjum. Hvað sem öðru líður virðist ljóst að karlarnir eru ekki eins lagnir viö verkfæri og kerl- ingarnar. Er hugsanlegt að þetta hafi verið á sama máta hjá frum- manninum og næstu forfeðrum hans? Voru það konurnar, þegar allt kemur til alls, sem upp- götvuöu tæknina og tóku að nota verkfæri, en það ásamt málhæfi- leikanum skilur manninn frá dýrunum. Þeim hjónum finnst ekki ósennilegt aö sú sé einmitt raunin. En er leyfilegt aö draga svo víðtækar ályktanir af athugun á hlutverkaskiptingu kynjanna hjá simpönsun í Afríku? Tvennt bendir til að það sé hægt. í fyrsta lagi er simpansinn nánasti ættingi mannskepnunnar. I öðru lagi er staðreynd aö konur sjá um söfnun róta, villtra ávaxta og grænmetis í þjóðflokkum veiðimanna og safnara sem nú lifa á jörðinni. Það er vinnutilhögun sem áreiðanlega hefur viðgengist lengi meðal mannkynsins. Þessi skipting vinnunnar gaf konum snemma tækifæri til þess að þroska tækjakunnáttu sína og verklagni. Eins og Ch. Bachmann bendir á í grein sinni í ZUricher Zeitung er mikilvægt að hafa i huga að veiöi- dýr simpansa eru svo lítil að hægt er að fanga þau meö berum höndum. Mannskepnan komst hins vegar snemma á bragðiö meö að veiöa stór dýr. Og þá, ef ekki fyrr, urðu karlmenn að læra að nota bæði vopn og verkfæri. 24. tbl. Vikan 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.