Vikan


Vikan - 14.06.1984, Page 21

Vikan - 14.06.1984, Page 21
„Sama hvert viö förum,” sagöi hún því aö hún vildi ekki aö kvefiö versnaði. „Rétt,” sagöi hann. „Ég sá strax aö þú ert óvenjulega skyn- sömstúlka.” Þau næstum flutu heim til hans. Hann bjó í einu þessara íbúöar- húsa meö svölum sem enginn situr nokkru sinni á, hvort sem sólin skín eða ekki. Glæsilegt fjöl- býlishús, glænýtt og tilfinninga- laust. Svo aö hann bjó þarna. Fyrst virtist henni enginn búa í íbúðinni. Það var eins og hann væri nýfluttur inn. Þar voru engin húsgögn nema dýnan á gólfinu. Allt var íkössum. Hann færði hana úr blautri kápunni og hengdi hana upp í baðherberginu. „Sestu og láttu eins og þú sért heima hjá þér,” sagöihann. „Kallarðu þetta heimili?” spurði hún og settist í gluggakist- una. Það hefði verið of mikið að láta undan og setjast á dýnuna. „Ég hef alltaf litiö á það sem tímabundið. Það voru víst mistök mín. Hvaö má bjóöa þér aö drekka? Ég keypti kampavín til að nota við sérstakt tækifæri en það hefur ekki komið enn.” „Kampavín geymist ekki lengi,”sagðihún. „Rétt,” sagði hann. „Viö skul- um bara drekka það.” Hún hrökk við þegar hann opnaði flöskuna en tappinn flaug í hina áttina. „Viö verðum víst að drekka úr plastglösum,” sagði hann. „Konan mín fékk öll fínu glösin.” „Var hún ein þeirra gráðugu?” „Það eru til verri konur en hún. Ég kunni vel við bros hennar og þaö hvernig hún sparkaöi af sér skónum þegar henni var skemmt.” Diane fór aftur í skóna og hann hélt áfram eins og hann hefði ekki tekið eftir þessu: „Eg hafði jafnvel gaman af að þræta viö hana. Hún var svo fljót í svör- umoghnyttin.” „Hvað kom þá fyrir?” spuröi Diane. „Drekkum í botn,” sagöi hann og lyfti plastglasinu. „Eg veit þaö ekki. Ég hef spurt sjálfan mig að því. Viö vorum of upptekin af eigin lífi til að eiga neitt sameiginlegt.” „Þetta minnir mikiö á hjóna- band mitt,” sagði hún. „Svo treysti hún mér ekki. Hún trúði ekki á mig. Hún vildi ekki að ég gerði það sem mig langaöi til að gera.” „Minnir mig á manninn minn.” „Ég hélt að hann væri hreykinn af þér og frama þínum.” „Honum fannst hann eyöileggja hjónabandiö.” „Kannski honum hafi alls ekki fundist það en haldið að hún ætti aö endurgjalda hrósiö. Hún sagðist ekki vilja vera kona þing- manns. Hélt að það væri vont fyrir væntanleg börn.” „Kannski var hún bara æst yfir því hvernig umboösmaður hans hékk utan í honum og gaf til kynna aö það væri dásamlegt að boröa meö honum við kertaljós.” „Sagði hún þaö? Viö fengum okkur samloku eöa hamborgara.” Diane hugleiddi þetta og velti því fyrir sér hvort Paula hefði viljandi reynt að vekja efasemdir og grun í huga hennar. Robert laug sjaldan. „Ég held aö hrifning Paulu deyfi stundum sjón hennar,” sagði Robert. „Kannski þyrfti ég að fá mér raunsærri umboðsmann.” „Hittirðu hana enn ? ’ ’ „Aöeins á flokksstöðvunum.” Diane datt í hug að Paula hefði gert eitthvað úr íbúðinni á Þú ert útsmoginn, helviskur refur, Haraidur. Hvernig líst þér á að koma inn i stjórn fyrir- tækisins? stundinni ef hún hefði fengið að koma þangað. Það hefðu verið tjöld fyrir gluggunum, teppi á gólfinu, blóm og alls konar myndir á veggjunum. „Komdu og sestu á dýnuna. Það er þægilegra,” sagði Robert og klappaði á dýnuna við hlið sér. Gluggasyllan var ekki sérlega breið svo að hún gekk í áttina til hans en misreiknaði sig og hellti öllu kampavíninu yfir hann. „Fyrirgefðu óþrifnaðinn,” sagði hún. „Allir skapandi listamenn útbía allt,” sagði hann. „Haföu engar áhyggjur, þetta eru gömul föt sem ég fékk í Savile Row fyrir viku. Ég ætlaði að henda þeim.” „Ö, Robert,” sagði hún og grét viðöxl hans. „Hvað gengur eiginlega á?” „Ég trúi á þig,” sagði hún. „Ég vil aö þú fáir aö gera þaö sem þú vilt. Var ég voöaleg?” „Þú ert númer eitt,” sagði hann og kyssti hana. „Ég vildi aö Georgina væri hér. Sú yröi nú hrifin.” Þau drukku afganginn af kampavíninu úr plastglösunum. Diane hugsaði um það hvernig hún ætti að skýra þetta allt fyrir Mary í símanum á morgun. Nýtt á Islandi Hitamaskinn kominn aftur Maski þessi hentar öllum húötegundum og hefur náð stórkostlegum árangri í hreinsun og fegrun húöarinnar. Snögg samlögun virkra efna í blóðinu er framkölluð með augnablikshækkun hitastigs húðarinnar og eykur þannig súrefni frumnanna í gegnum háræðakerfið. 24. tbl. Vikan zs

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.