Vikan - 14.06.1984, Qupperneq 27
unar á því í huganum að ég reyndi
að draga fyrrverandi verðbólgu
niður meðan hann reynir eftir
bestu getu aö fá hana upp. „Það
var heldur ekki svo hræðilegt.
Maöur venst þessu,” bætti ég við.
Maðurinn horföi rannsakandi á
mig. Ég sá að hann trúði þessu
ekki eins vel og staöreyndinni um
veðrið.
Næsta spurning var í hans huga
alveg sjálfsagt framhald. „Er satt
aö það sé ekki hægt að kaupa bjór
álslandi?”
Ég játti því brosandi, tíndi fram
allar röksemdirnar um að það
þætti sannaö að bjór yrði til að
auka enn á drykkju íslendinga.
„Hvaö drekka menn þá í staö-
inn?” spurði maðurinn þrár. Ég
var að byrja að verða leið á
þessu, reyndi samt aö halda í síð-
ustu leifarnar af ljómanum á
andlitinu.
„Létt og sterk vín,” svaraði ég
og ég er ekki frá því að ég hafi
verið oröin heldur stutt í spuna.
„Ekki getur þaö verið betra en
að drekka bjór,” var skoðun
mannsins. „Nei,” svaraði ég. „En
ef bjórinn yrði leyfður þykir
mönnum líklegt að hann myndi
bætast ofan á þaö sem drukkið er
fyrir, menn myndu ekki hætta við
neittístaðinn.”
„Á, há,” sagði maðurinn. Nú
þóttist ég alveg búin að sigra
hann. En það var meira blóö í
kúnni og hann var ekkert á því að
gefast upp.
„Svo er bannað að hafa hunda,
er það ekki?” Mér vaföist tunga
um tönn. Þurfti hann nú endilega
að koma meö þetta líka? Ég saup
á ölinu og kinkaði kolli.
„Það hlýtur að vera hræðilegt.
Hvað gera allar gömlu konurnar
sem eru aleinar heima allan dag-
inn?” Ég skaut mínu allra harð-
asta skoti. „Þær hafa barnabörnin
sín sem oft koma í heimsókn. Það
er ekki eins og hér í Danmörku að
þjóðin er hætt að eiga börn.” Bað
ömmu mína um leið afsökunar í
huganum á því hvað ég kem sjald-
an til hennar.
„Auk þess er það sóðalegt og
óhollt fyrir dýrin aö hafa þau í
borg,” bætti ég við. „Hundur á
heima úti í sveit þar sem hann
getur hlaupiðum.”
Maðurinn horfði a mig. Mér
fannst augnatillit hans æ meira
rannsakandi. Og það var greini-
legt að hann trúöi mér ekki alveg.
Ég bölvaði stöðu minni í hugan-
um. Hér stóð ég og varði land mitt
sem ég hikaði sjálf ekki viö að tala
illa um, bæði oft og mikið. En ég
vissi að hversu mikiö sem ég hall-
mælti því sjálf og hlustaði á aöra
íslendinga hallmæla því þá stóð ég
ekki þegjandi og hlustaði á útlend-
ing segja eitthvaö ljótt um land
mitt eða þjóö.
„Þetta er nú samt fátæk þjóð,”
sagði maöurinn meö spurnartón í
röddinni.
„Nei, nei,” svaraði ég með sótt-
hitakenndum ákafa. „íslendingar
eru vel stæöir og þaö sem meira
er, velmegunin skiptist jafnt á
milli þjóöarinnar. Það er enginn
fátækur á íslandi.” Og reyndi aö
gleyma konum sem ég þekki sem
vinna allan daginn í verksmiðjum
fyrir svo lítið kaup að þær geta
hvorki lifað né dáiö af því.
Síöasta skot mannsins var þó
það sem fékk mig til aö gefast
upp. Ég gat engu svarað, stóö
bara og þagði, horföi niður í ölið
og leiðilla.
„Ef þetta er allt svona dásam-
legt á Islandi, hvað ertu þá að
gera hérna?”
Bílaframleiðsla
í Danmörku
Danir ætla ekki að missa af bíla-
kapphlaupinu mikla. Danska ríkið
pungaði út 275 milljónum króna (í
íslenskum talið) svo aö hægt væri
að undirbúa framleiðslu á raf-
magnsbílum þar í landi.
„Vonin” (Hope) er komin á
götuna. Þetta er fjögurra manna
rafbíll meö 20 hestafla mótor og
orkan fæst úr 12 rafgeymum sem
leynast undir húddinu. Við venju-
legar aöstæöur getur maður kom-
ist 100 kílómetra á einni hleöslu á
allt að 80 kílómetra hraða.
Hljóðlausi Daninn hefur tvennar
framdyr og einar bakdyr. Honum
er stjórnað með tveim fótstigum
(pedölum), bremsu og hraða-fót-
stigi. Gírarnir eru tveir: einn
áfram og einn afturábak. Hleðslan
fer fram að næturlagi: maöur
stingur bílnum í samband að
kvöldi og að morgni er hann
endurnærður.
A Norður-Jótlandi vinna 2000
manns viö aö framleiða „Von-
ina”. Danska fjármálaráðuneytið
hefur ákveðið að fella niöur sölu-
skatt af bílunum. „Vonin” kostar
um það bil 231.000 ísl. krónur þar í
landi en til dæmis kostar Volks-
wagen Golf 379.500 krónur og Opel
Rekord 528.000. Ekki höfum við
enn frétt hvort von er á „Voninni”
hingaötil lands...
,Vonin" er framhlaðningur.