Vikan


Vikan - 14.06.1984, Page 28

Vikan - 14.06.1984, Page 28
hráefnið úr fjörunni breyta því í verðmæti M Vlkan 24. Einhvern tíma í fyrra - eða var það hittiðfyrra? - var ég að reika um verslun islensks markaðar á Keflavíkurflugvelli og rakst þá á litla poka með slípuðum steinvölum í. Á pokan- um stóð: Álfasteinn. Akkúrat, hugsaði ég, ekki vissi ég að álfa- steinar væru svona. Ekki leiddi ég frekar hugann að þessu, enda ekki steinfróður maöur. En síöar frétti ég af gömlum kunningja, Helga Magnúsi Arngrímssyni, inn- fæddum og rótgrónum Borg- firðingi eystra, að hann væri farinn að stjórna þar í heimabyggð sinni fyrirtæki sem héti Álfasteinn og framleiddi bæði skrautsteina sem minjagripi og alls konar platta og muni úr slípuðum steinum. í Reykjavíkur- reisu á dögunum kom hann svo í heimsókn og sagði okkur nánar frá framleiðslunni. Álfasteinn hf. er sífellt aö fara meira út í alls konar plötur unnar úr slípuðu basalti. Þetta geta ver- ið dyraskildir, nafnspjöld, verð- launaskildir, klukkuskífur, bóka- stoöir og sitthvaö fleira sem þessi framleiösla hentar til. „Viö notum að langmestu leyti basalt, einnig gabbró og líparít og lítilsháttar hrafntinnu, jaspis og þess háttar. En aöallega er þetta basalt. Það er tiltölulega auövelt í vinnslu og lítill tilkostnaður að ná í bara að bregða sér svo sem hundrað metra út í fjöru og hráefniöer fengið.” Þegar steinninn er fundinn er hann sagaöur í sneiöar. Því næst er sneiöin lögð á hristipönnu og blýlóð ofan á. Sneiðarnar þurfa síöan að slípast á pönnunni í svo semfimmdaga með mismunandi slípimassa og þarf að þvo vandlega í hvert skipti sem skipt er um massa. I síðustu slípimeð- ferð er svo settur sérstakur dúkur á pönnuna og þá kemur fram gljáandi áferð á steininn. Að þessu loknu er myndin eða munstrið skorið í sérstakt sand- blásturslímband sem límt er á steininn og sandblásiö. Þá kemur myndin fram og síðan er ekki annað eftir en að sprauta hana með þeim litum sem á henni eiga að vera. „Upphaflega ætluðum við fyrst og fremst aö einbeita okkur aö jaspis,” sagði Helgi. „Það reynd- ist hins vegar erfiðleikum bundið því steinninn er svo vand- meðfarinn, efnið sprungið og þess háttar. En þetta þróaðist svona stig af stigi því mér er ekki kunnugt um svona starfsemi annars staðar. Munsturblásturinn varð til dæmis til fyrir tilviljun. Við höfðum fengið okkur sandblásturstæki til þess að flýta fyrir slípuninni en svo gerði ég það af fikti aö skera út fyrir- Tína 09

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.