Vikan - 14.06.1984, Page 41
Willy Breinholst
Þýöandi:
Anna
sem gaumur var aö gefandi. Eg
lokaöi augunum smástund til aö
athuga hvort ég væri nú ekki
orðinn syfjaöur. En ekki fannst
mér það nú. Því kveikti ég mér í
prýðilegum síðdegisvindli úr
handpóleniöu sednisviðaröskjunni
og kveikti á sjónvarpinu en á þeim
bæ virtust allir hafa tekið á sig
náðir. Ég opnaði dyrnar og leit út í
svala og bjarta sumarnóttina. Mig
langaði til aö skreppa í smágöngu-
ferð og fór inn og ýtti aðeins við
King sem lá og hraut í körfunni
sinni.
— Viltu að ég viðri þig? spuröi
ég. Hann leit syfjulega á mig
stórum, votum hundsaugum.
— Hana, sagði ég og sýndi
honum ólina sína, eigum viö aö
skreppa í smágönguferð?
Hann sneri sér undan alveg
áhugalaus og boraði trýninu niður
í teppið sitt.
— Lata bikkja! sagði ég og leit á
klukkuna. Hún var fimmtán
mínútur yfir tvö. Eg hafði engan
áhuga á að fara í rúmiö aftur.
Pilsnerinn, bjórinn og snafsinn
hlutu að hafa skolað svefntöfl-
unum hraðbraut niöur meltingar-
færin. Mér fannst ég aö minnsta
kosti alveg bráðhress og vel upp-
lagöur.
Eg fór inn í svefnherbergi og
ýtti aftur við Maríönnu.
— Ég er með hugmynd, sagði ég
hress, en ef þú ert hress þá datt mér
í hug hvort þig langaöi ekki aö
skreppa á næturklúbb. Þeir loka
ekki fyrr en um fimmleytið.
Hún opnaöi augun svona um
brot úrmillimetra.
— Taktu þá svefnpillu, tautaði
hún fjarrænt og gróf andlitið í
koddann.
— Langar þig í kaffi? Eða
kransaköku? spuröi ég hátt og
skýrt. Maríanna rauk upp í
rúminu.
— O... tuldraöi hún, ert það þú?
Svo gróf hún aldlitið aftur í
koddann. B?g gafst upp á henni og
setti yfir vatn í kaffið. Þaö var
fariö að birta af degi, fuglarnir
sungu og ég fór út á svalir. I austri
mátti grilla í fyrstu geisla
morgunsólarinnar. Eg fékk mér
kaffið, fjórar sneiöar af kransa-
kökunni og smákoníakssopa á ver-
öndinni, svo fór ég með bakkann
aftur í eldhúsið og sparkaði aðeins
í körfuna hans Kings.
— Lata bikkja, sagöi ég.
Svo tyllti ég mér á eldhúskoll og
hugleiddi hvort ég ætti aö skreppa
niður í kjallarann og finna veiði-
dótið mitt og skreppa í lítinn og
hressandi morgunveiðitúr ein-
hvers staöar. En þaö varö ekkert
úr því. Um fjögurleytið komst ég
að raun um að ég haföi dottaö svo
ég fór í rúrnið og sofnaöi eins og
steinn. Eg mætti órakaður viö
morgunverðarborðið.
— Mér hefur ekki komiö dúr á
auga í alla nótt, sagði ég í
kvörtunarróm.
Maríanna hellti kaffi í bollann
hjá mér.
— Svefnpillanvirkaðiekki.
— Nei, því get ég trúað, sagöi
Maríanna með rödd sem ég var
ekkert allt of hrifinn af. Það gerir
hún aldrei ef þú veist af einhverju
góðgæti í ísskápnum.
Stjörnuspá
Hrúturinn 21. mars - 20. april
Þú átt erfitt með að
sætta þig við ákveðna
staðreynd sem getur
komið til meö að
breyta töluverðu um
framtíðaráform þín.
Rasaðu nú ekki um
ráð fram og hlustaðu
á ráðleggingar reynd-
ari manna.
Nautið 21. april - 21. mai
Þú hugsar mikið um
sjálfan þig þessa
dagana og stenst ekki
þær freistingar sem
mæta þín. Þú ættir að
reyna aö rétta þeim
hjálparhönd sem
þarfnast þín og brúka
krafta þína á skyn-
samlegan hátt.
Krabbinn 22. júni 23. júli
Þrátt fyrir það að þú
eigir marga góöa vini
finnst þér þú oft vera
ótrúlega einrnana.
Getur þetta ekki staf-
að af því að þú tekur
alltaf á móti en gefur
svo aldrei neitt af þér
í staðinn?
L|ónið 24. júlí - 24. ágúst
Engar stórar fréttir
eru í nánustu fram-
tíö. Lífiö hjá þér mun
ganga sinn vanagang
án stóráfalla. Þó er
líklegt að þú heyrir í
manneskju sem þú
hefur lengi átt von á
og hún færi þér góð-
ar fréttír.
Það er annasamur
tími framundan hjá
þér og þú þarft að
taka stórar ákvarð-
anir á stuttum tíma.
Þetta mun allt saman
borga sig því að þú
átt von á hrósi og
umbun fyrir vel unn-
in störf.
Steingeitin 22. des. 20. jan.
Heiisan hefui' ekki
verið upp á það besta
hjá þér aö undan-
förnu og ef þú hagar
þér ekki skynsam-
lega gæti þaö komið í
veg fyrir að þú færir
í feröalag sem þig
hefur lengi langaö að
fara í.
Sporðdrekinn 24. okt. 23. nóv.
Einhver þér nákom-
inn tekur ákvörðun
um aö gera hlut sem
þú ert mjög óhress
með. Varastu að láta
of stór orö falla í
byrjun því aö þú
munt sannfærast um
aö þetta hefur veriö
það eina rétta fyrir
hann.
Vatnsberinn 21. jan. 19. febr.
Bráðlega munt þú
standa á tímamótum.
Þú kynnist áhuga-
máli sem á eftir að
taka hug þinn allan.
Þú kynnist einnig
persónu sem á eftir
aö hafa mikil áhrif á
framtíð þína og enn-
fremur skoðanir þínar.
Tvíburarmr 22. mai-21. júni
Þú hefur staðið í vin-
áttusambandi um
nokkurn tíma. Mjög
líklega mun einhver
prófraun skera úr um
hvort það samband
heldur áfram eða
hvort þú munt breyta
um umhverfi.
Meyjan 24. ágúst 23. sept.
Þú býst við því á
hverri stundu að hafa
lent í lukkupottinum
og veröur svo alltaf
fyrir miklum von-
brigðum þegar svo er
ekki. Reyndu að
meta þá hluti sem
eru í kringum þig og
þaö sem þú uppiifir.
Bogmaðurmn 24. nóv. 21. des.
Þú heyrir ákveðna
slúöursögu sem þú
átt mjög erfitt meö
aö trúa. Það vitlaus-
asta sem þú gerðir
væri að láta þessa
sögu ganga. Lærðu
aö fara eftir eigin
dómgreind og trúa
ekki öllu sem þú
heyrir.
Fiskarnir 20. febr. -20. mars
Þú átt erfitt með aö
þegja yfir leyndar-
máli sem náinn vinur
trúði þér fyrir. Þaö
væri mjög slæmt ef
þú segðir frá því og
það kæmi til með aö
hafa slæmar afleið-
ingar fyrir vin þinn.
24. tbl. Vikan 41